Kynningarefni kvikmynda – Wendy Mitchell

Fimmtudagurinn 7.mars

Bíó Paradís – Salur 2

KL. 16:00

Wendy Mitchell starfar sem norrænn tengiliður og ritstjóri hjá Screen International auk þess að flytja fyrirlestra og veita ráðgjöf fyrir kvikmyndahátíðir víða um heim. Á hátíðinni mun Wendy halda smiðju um kynningaráætlun kvikmynda fyrir leikstjóra og framleiðendur. Hún mun fara yfir þau atriði sem þarf að huga að á undirbúningstímabili framleiðslu sem og á meðan tökum stendur. Hvernig skal nýta frumsýningu á kvikmyndahátíð og þá kynningu sem hún býður upp á til hins ýtrasta og hámarka kynningarstarfsemi fyrir útgáfu í bíóhúsum og á VOD leigur. Meðal annarra efna sem farið verður yfir eru; hvernig skal ná bestu myndstillunum, hvenær skal ráða kynningarstjóra, hvernig skal hátta samfélagsmiðlaherferð á tökutímabili, hvernig skal bregðast við neikvæðum dómum og margt fleira.

Fréttir

50 % aðsóknaraukning á Stockfish í ár!

Lesa meira

Anna Karín Lárusdóttir sigurvegari Sprettfisksins 2019

Lesa meira

Masterklassi á Stockfish með Jonathan Finegold!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar