Verðlaunaðar heimildarmyndir – Nordisk Panorama Focus - Stockfish Film Festival

Verðlaunaðar heimildarmyndir – Nordisk Panorama Focus

5/11/2021

Í sérstökum dagskrárlið sýnir Stockfish tvær verðlaunaðar heimildarmyndir frá Nordisk Panorama.

The Painter and the Thief  Besta Norræna Heimildarmyndin

eftir Benjamin Ree

Umsögn dómnefndar:

Verðlaunin renna til myndar sem var áskorun fyrir dómnefndina og opnaði fyrir samtal um kvikmyndaformið sjálft.

Myndin fjallar um flókið samband, þetta er saga um sjálfseyðandi hrifningu og pervertisma í rómantíkinni, en einnig fyrirgefningu. Uppbyggingin sem sögð er með óaðfinnanlegri klippingu, afhjúpar flókna sálfræði tveggja aðalpersóna myndarinnar. Tökuferlið er hér liður í tvískinnungi þessa sambands sem knúinn er af ánægjunni að sjást með augum einhvers annars. Hrá og skýr. Þetta er hreint bíó!

Colombia In My Arms – Ný Norræn Rödd 

eftir Jenni Kivistö & Jussi Rastas

Umsögn dómnefndar:

Þessi mynd færir okkur á marga mismunandi staði og tilfinningar innan eins lands. Hún færir okkur meðal vopnaðra skæruliða í frumskóginum, hún færir okkur á ganga pólitískrar ákvarðanatöku og hagsmunagæslu, hún færir okkur á kóka-plantekrur fátækra bænda og það færir okkur að höfðingjasetri meðlims gömlu forréttindaelítunnar. Hún sýnir okkur hvernig ójöfnuður ríkra og fátækra heldur áfram að aukast.

Og nánast ósýnilega, smátt og smátt, gerir myndin yfirlýsingu sína skýra og mótar kenningu um hvernig samfélagið starfar. Ekki aðeins í því landi sem er í brennidepli myndarinnar heldur í heiminum almennt.