Hversu langt myndirðu ganga fyrir frelsið?

5/11/2021

“The Man Who Sold His Skin” er önnur leikna kvikmynd í fullri lengd frá leikstjóranum Kaouther Ben Hania og hefur farið sigurför alls staðar sem hún hefur verið sýnd. Myndin var tilnefnd sem besta erlenda kvikmyndin á nýafstaðinni óskarsverðlaunahátíð, besta arabíska kvikmyndin á El Gouna kvikmyndahátíðinni og vann tvenn verðlaun á Feneyja kvikmyndahátíðinni.

Sam Ali er hvatvís ungur flóttamaður frá Sýrlandi sem leyfir evrópskum listamanni að flúra á sér bakið og verður gangandi listaverk. Hann kemst hægt og rólega að því að sala líkama hans hafi ekki verið frelsisins virði.

Myndin er satíra sem blandar saman drama, rómantík og dökkum húmor.
Einnig sýnir myndin tengslin á milli listar og mannlegs ástands og tvo mismunandi heima sem er heimur listarinnar og heimur flóttamanna.

“Andstæða þessara tveggja heima í myndinni sýnir hugleiðingu um frelsi. Þegar Sam flóttamaðurinn hittir listamanninn Jeffrey segir hann honum: „Þú fæddist hægra megin í heiminum. Vandamálið er að við búum í heimi þar sem fólk er ekki jafnt. Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti og mannréttindi tryggja sífellt flóknara sögulegt og geopolitískt samhengi óhjákvæmilega tvenns konar fólk: forréttindamenn og fordæmdir.” – Kaouther Ben Hania. leikstjóri myndarinnar.

Myndin er sýnd á Stockfish!