Súrrealísk skopstæling á Lísu í Undralandi og Öskubusku.

5/14/2021

Frá Rússlandi kemur sannkölluð veisla fyrir augað. Kvikmyndin “Tzarevna Scaling” er leikstýrð af Uldus Bakhtiozina sem er einnig aðalleikkona, handritshöfundur, búningahönnuður og klippari kvikmyndarinnar.

Árið 2014 nefndi BBC hana ein af 100 konum þess árs sem breyta heiminum til hins betra. Einnig hefur hún haldið samsýningar með listafólki á borð við Yoko Ono, Marina Abramovich og Damien Hirst. Árið 2018 varð hún meðlimur í Royal Society of Arts í London.

“Tzarevna Scaling” er retro-futurísk, feminsísk skopstæling á búningadrama og fjallar um fiskverkakonuna Polina sem fær gefins te frá undarlegri eldri konu um að umbreytir draumum hennar í súrrealíska ævintýrasögu þar sem hún verður dóttir rússneskan keisara.

Myndin hefur verið líkt verið kvikmyndum frá Alejandro Jodorowsky ( El Topo, Holy Mountain ) og súrrealísk blanda af Lísu í Undarlandi og Öskubusku. Þetta er fyrsta kvikmynd í fullri lengd eftir Bakhtiozina og það verður spennandi að sjá hvað hún gerir næst.

Myndin er í sýningu á Stockfish.