Áhrifamiklar heimildarmyndir á Stockfish – Nordisk Panorama Focus! - Stockfish Film Festival

Áhrifamiklar heimildarmyndir á Stockfish – Nordisk Panorama Focus!

2/13/2020

Unnendur heimildamynda verða ekki sviknir á Stockfish því þrjár af bestu myndum Nordisk Panorama verða sýndar á hátíðinni. Aðstandendur myndanna verða gestir Stockfish og taka þátt í Q&A eftir sýningar. Þeir munu einnig taka þátt í Norrænu heimildarmyndapallborði stýrðu af fulltrúa frá Nordisk Panorama.

Q’s Barbershop

Opnunarmynd Nordic Panorama 2019 Q’s Barbershop vann hug og hjörtu áhorfenda og mun leikstjóri myndarinnar, Emil Langballe, fylgja myndinni eftir á Stockfish. Aðalviðfangsefni myndarinnar er rakarinn Q, í Vollsmose Danmörku og fasta kúnnar hans sem leita ekki einungis til hans til að fá flotta klippingu heldur geta þeir létt á hjarta sínu í stólnum með hvað sem þeim er efst í huga þá stundina. Myndin hefur hlotið fjórar tilnefningar sem besta heimildarmyndin á Danish Film Awards, Nordisk Panorama, Oslo Pix og CPH:DOX.

Humanity on Trial

Besta myndin að mati áhorfenda á Nordisk Panorama var Humanity on Trial eftir Jonas Bruun. Myndin fylgir ungum Dana Salam Aldeen sem ásamt öðrum vaktaði strendur Grikklands til þess að koma flóttafólki í lífsháska til hjálpar. Kvöld eitt þegar hann leitar fjölskyldu sem er týnd á sjó er hann handtekinn og gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðardóm fyrir smygl í grísku fangelsi.

Lindy the Return of Little Light

Að lokum er það Lindy the Return of Little Light sem vann Best New Nordic Voice eftir Ida Persson Lännerberg en það er hins vegar framleiðandinn China Åhlander sem fylgir myndinni til landsins. Myndin fjallar um listamanninn Lindy sem hefur alltaf verið öðruvísi og aldrei passað inn í fjöldann. Vegna stöðu fjölskyldu sinnar hefur hann aldrei tjáð sig um bakgrunn sinn en nú hefur leikhús í Berlín beðið hann um koma fram sem hann sjálfur og segja sína sögu sem mun breyta öllu.