Allt sem finnst á milli fegurðar og grimmdar.

5/14/2021

Beginning er georgísk-frönsk kvikmynd eftir Dea Kulumbegashvili, en upphaflegur vinnutitill kvikmyndar var Naked Sky. Sagan á sér stað í hálf-daufum bæ rétt fyrir utan Tbilisi, Georgíu, þar sem hópur öfgamanna kveikir reglulega í byggingum. Kvikmyndin skoðar sögu Abrahams þar sem guð biður Abraham um að myrða son sinn, til að sanna staðfasta trú sína. Sögupersónan er fyrrum leikkona sem er orðin skuggi af sjálfri sér vegna kúgun af hálfu eiginmanns síns. 

Beginning er bæði viðkvæm jafnt sem kvöss, þar sem hún leikur sér að mörkunum þess að vera dofin og að vera komin með nóg. Löng skot sem eru tekin á bjarta 35 mm. Falleg kvikmyndataka þar sem myndavélin brúar sjónarhorn milli einangrunar og löngunar.

Dea Kulumbegashvili er upprennandi leikstýra, sem við hlökkum til að fylgjast með í framtíðinni. Beginnings er fyrsta mynd Dea í fullri lengd, en stuttmyndir hennar; Invisible Spaces og Léthé, skoða einnig afl tilfinninga, sérstaklega ef þær hafa verið bældar og eru nú við suðumark. Myndin spannar allt sem má finna milli fegurðar og grimmdar þar sem útkoman er einföld dásemd.

Takmarkaðir miðar hér