Alþjóðleg frumsýning - A Fire In the Cold Season - Q&A

Alþjóðleg frumsýning – A Fire In The Cold Season – Q&A

2/25/2020

Stockfish verður fyrst til að sýna myndina A Fire in the Cold Season utan heimalandsins Kanada. Justin Oakey leikstjóri myndarinnar verður viðstaddur frumsýninguna og tekur þátt í Q&A eftir sýningu.

A Fire in the Cold Season fylgir svipuðu þema og fyrri myndir Justins en hann virðist einkar hugfanginn af sögusviði Nýfundnalands, sögur hans eru oftast dramatískar með dularfullu ívafi. Myndin fjallar um veiðimann og verðandi móður sem bindast óvæntum böndum þegar líkfundur gerir þau óvænt ábyrg fyrir skuldum hins látna. Þau þurfa fljótt að reiða sig hvort á annað er þau neyðast til að leggja á flótta undan harðsvíruðum útlögum. Framundan virðist ekkert öruggt nema blóðug örlög.

Justin hefur haft mikla ástríðu fyrir því að segja sögur frá unga aldri. Kvikmyndaformið varð hans tjáningaleið eftir að hafa reynt fyrir sér í videogerð á unglingastigi í skóla. Þegar Justin vinnur með sögusvið Nýfundnalands vill hann vera eins sannur sögusviðinu og mögulegt er með því að sækja innblástur í þá sem eru honum næstir, bæði hvað varðar samtöl og myndrænar útfærslur.

Það er viðeigandi að alþjóðleg frumsýning á A Fire in the Cold Season eigi sér stað á Íslandi vegna sögulegra og menningarlegra tengsla þessara tveggja eyja. Ísland og Nýfundaland er eyjur af svipaðri stærð og mannfjölda sem hafa báðar þurft að byggja upp sjálfbær samfélög við erfiðar veðurfarslegar aðstæður. Eftir sýninguna er einstakt tækifæri fyrir kvikmyndaáhugafólk að hitta Justin og spyrja hann frekar út í verk hans.

Fire in Cold Season heldur áhorfendum hugföngnum frá upphafi til enda.