Bak við hlið Fantasíulands er einhvers konar himnaríki?

5/10/2021

“Some Kind of Heaven” er heimildamynd eftir leikstjórann Lance Oppenheim og af mörgum talin ein af bestu heimildarmyndum síðustu ára. Myndin þykir einskonar djúphugsað kvikmyndamálverk um lífshlaup manneskjunnar.

Bak við hlið pálmatrjáa fantasíulands reyna fjórir íbúar stærsta eftirlaunasamfélags Ameríku, The Villages, FL, að finna huggun og tilgang.

Í viðtali við Screenrant um tilurð myndarinnar segir Oppenheim „Ég fann grein sem var að tala um hvernig The Villages var fljótt orðin ein af þeim borgum sem uxu hvað hraðast í landinu. Það voru skyndilega 120.000 manns sem fluttu að norðan og inn í þennan heim sem minnti þá á æsku sína, hannaðan til að líkja eftir sjötta og sjöunda áratugnum. Og ég heillaðist bara af því, sem leið til að kanna þá sérstæðu amerísku tilhneigingu til að flýja raunveruleikann. Það var ekki aftur snúið. “

“Some Kind of Heaven” er ógleymanleg frumraun í heimildarmyndagerð sem gefur innsýn í lokakaflann í lífi manneskjunnar. Hún sýnir að þrátt fyrir að líkaminn sé veikburðari skín fegurðin samt í gegn.

Myndin er sýnd á Stockfish!