Dogma leikstýran Mona J. Hoel situr fyrir svörum á Stockfish

Dogma leikstýran Mona J. Hoel situr fyrir svörum á Stockfish!

3/11/2020

Mona J. Hoel, leikstjóri og handritshöfundur frá Noregi, verður viðstödd sýningu myndar sinnar Are you Leaving Already? og svarar spurningum áhorfenda eftir sýninguna. Myndin sver sig í Dogma stílinn sem naut mikillar hylli fyrir ekki löngu síðan en eldri kvikmynd eftir Monu, Cabin Fever (2000) var 19. hluti í kvikmyndaröðinni Dogme 95 í hinni alkunnu Dogma Hreyfingu.

Dogma 95 kvikmyndahreyfingin snýst um að fanga raunveruleikan eins og nákvæmlega og mögulegt er. Upphafsmenn hennar voru Lars Von Trier og Thomas Vinterberg og markmiðið var að gefa leikstjórum meira frelsi til að iðka list sína án þess áhrifa og þrýstingi frá stórum kvikmyndaverum. Viðfangsefnin í Dogma eru því oft hversdagsleikinn sjálfur og ekki er þörf á flóknum kvikmyndaskotum eða tæknibrellum.

Dogma 95 innheldur 10 reglur fyrir leikstjóra sem fylgja þarf til að vera trúr hreyfingunni. Are You Leaving Already? telst fara eftir öllum settum skilyrðum þar með talið að hljóta enga styrki úr neinum Ríkissjóðum. Tilangur þess er að leikstjórinn upplifi algjört tjáningarfrelsi og sé engum háður við gerð myndarinnar.

Are you Leaving Already? er 87 mínútna löng og fjallar um unga stúlku að nafni Madeleine sem er leikin af Nicole Madeleine Aurdahl (Chlorox, Ammonium and Coffee). Eftir að hafa setið í fangelsi fyrir smáglæp flytur Madeleine inn í íbúð á vegum föður síns sem hefur ekki farið leynt með að hann kærir sig lítið um hana. Eins og margt ungt fólk nú til dags leitast hún því við að byggja náin sambönd við fólk utan fjölskyldu sinnar og sjá um sig sjálf. Eftir að hún flytur inn fer horgræni liturinn á íbúðinni í taugarnar á henni svo hún ákveður að ráða tvo málara til að hjálpa við að umbreyta íbúðinni. Málararnir átta sig fljótt á því að þessi stúlka þarf mun meiri hjálp en við það eitt að mála íbúðina. 

Því miður er saga Madeleine ekki einstök. Mörg börn eiga foreldra sem snúa við þeim baki þegar uppúr trosnar úr sambandi foreldranna. Móðir hennar er jafnfjarverandi þarf sem hún setur vinnu í fyrirrúmi yfir dótturina. Slíkur aðskilnaður getur valdið djúpum sárum sem markar lífshlaup barna. Í Are you Leaving Alrady? er aðalsöguhetjan átakanlega meðvituð um aðgerðaleysi foreldra sinna og er augljóst hversu sterk áhrif þessi höfnun hefur á hana sem persónu og hvernig hún tekst á við lífið. Myndin endurspeglar því sterkt hvernig fjarvera foreldra úr lífi barns getur haft sterk mótunaráhrif.  

Mona J. Hoel lærði ljósmyndun í International Centre of Photography í New York, leikhúsfræði við Oslóar Háskóla og leikstjórn í Dramatic Institute í Stokkhólmi þar sem hún naut góðs af handleiðslu Ingmars Bergmans.

Hin realíska stemming í “Are You Leaving Already?” er áhrifarík og vekur áhorfendur til umhugsunar sem gerir það enn ómetanlegra að hafa aðgang að leikstjóranum sjálfum eftir sýninguna til að svara þeim spurningum sem vakna. Hægt er að kaupa með hér.