Eins og Málverk eftir Eggert Pétursson – Frumsýning – Q&A

Heimsfrumsýning á nýrri íslenskri heimildarmynd um Eggert Pétursson sem er einn af helstu samtímalistamönnum Íslands.  Eggert lýsir eigin verkum og sköpunarferli sem hann tengir mikið við íslenska náttúru og eiginleika hennar. 

„Eins og málverk eftir Eggert Pétursson” er heimildarmynd um listmálarann Eggert Pétursson. Í jökulruðningi fyrir framan Skaftafellsjökul, á ystu annesjum Tröllaskaga og í ferð okkar um hálendið uppgötvum við senn hornsteina og hreyfiafl myndarinnar. Við njótum leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts.

     Eggert er hugmyndalistamaður með raunsanna sýn á form og skipulag en fantasían er bundin í túlkun og eigin tilfinningu í málverkinu. Í skissubók hans og í tónlistaróði til móður náttúru, þar sem þrautseigja og margbreytileiki flórunnar skákar heimi málverksins, er að finna það sem undirstrikar tilvist þessa tveggja heima.

Kaupa Miða

Tegund: Heimildarmynd

Leikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson

Ár: 2020

Lengd:

Land: Ísland