„Eins og Pollock verk málað með blóði, svita og tárum“

5/11/2021

Það er ekki kvikmyndahátíð nema að hafa pönkað svart tónlistar gamandrama á dagskránni! “Dinner in America” er búin að fá glimrandi dóma gagnrýnenda sem og áhorfenda. Margir vilja meina að húmorinn sé í anda költ klassíkinnar “Napoleon Dynamite.”

Myndir segir frá pönk rokkara sem er á flotta og ungri konu sem er hugfangin af hljómsveitinni hans. Þau verða ástfangin og fara saman í epíska ferð um niðurnýdd úthverfi miðvesturríki Bandaríkjanna.

Myndin er skrifuð og leikstýrð af Adam Rehmeier sem ólst upp sjálfur í miðvesturríkjunum og margt sem kemur fram í myndinni er dregið úr lífi hans, þótt vissulega fyndið sé. Myndin sló í gegn þegar hún var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátiðinni í janúar 2020 og fögnuðu áhorfendur þar myndinni óspart. Myndin er búin að vera sýnd á kvikmyndahátíðum um heim allan síðan., t.d. í Úkraníu, Svíþjóð, Kanada, Eistland og Pólland.

“Að sjá viðbrögðin frá svona mörgu fólki fannst mér frábært. Það kom mér á óvart hversu margir gátu tengt við myndina. Ég hélt upprunalega að fólk á aldrinum 18-30 ára myndu bara getað tengt við hana en hún virðist eiga erindi við eldri kynslóðina líka. – Adam Rehmeier, leikstjóri myndarinnar í viðtali við cinetopiafestival.org

„This film fucking rocks! Like a Pollock painting made of blood sweat and tears“ – Filmsnobreviews.com

Myndin verður í sýningu á Stockfish!