Fjármögnun á kvikmyndum í fullri lengd - Federica Sainte-Rose

SPJALL – Fjármögnun, sala & dreifing kvikmynda

Federica Sainte-Rose er fjármálafulltrúi hjá Creative Artists Agency (CAA) sem er leiðandi umboðsskrifstofa innan skemmtana- og íþróttabransans í Bandaríkjunum og víðar. Federica sérhæfir sig í fjármögnun og sölu á kvikmyndum í fullri lengd. 

Sainte-Rose gekk til liðs við CAA frá EuropaCorp og á þeim fjórum árum sem hún hefur starfað hjá fyrirtækinu hefur hún komið að fjármögnun verkefna eins og Lone Scherfig’s Their Finest, John Madden’s Miss Sloane með Jessica Chastain, The Circle eftir James Ponsoldt og The Old Man And The Gun með þeim Robert Redford og Sissy Spacek í aðalhlutverkum. 

Fyrir EuropaCorp starfaði Sainte-Rose sem yfirmaður alþjóðadeildar Universal Pictures í verkefnaöflun fyrir stúdíóið á alþjóðavettvangi. Fyrir Universal Pictures vann hún fyrir StudioCanal þar sem hún sá um kaup á myndum eins og Moonrise Kingdom og Silver Lining Playbook.

Þessi viðburður er hluti af Bransadögum Stockfish, sem haldnir eru á Selfossi, 25.-27.mars 2022. Landsbankahúsið, Austurvegi 20, 800 Selfoss