Q&A - David Bonneville - The Last Bath

GRÆN Kvikmyndagerð & Sjálfbærni

Fjarfundur með Birgit Heidsiek, frá Green Film Shooting, stofnanda og talskonu grænnar kvikmyndagerðar hjá Evrópumiðstöð sjálfbærrar fjölmiðlunar.

Spjallborð í kjölfarið með Aniku Kruse, Sigríði Rósu Bjarnadóttur (FK), Önnu Maríu Karlsdóttur (KMÍ) ofl.TBA.

Anika er með meistaragráðu í fjölmiðla- og samskiptafræðum og hlaut í upphafi árs 2021 IHK-vottun sem Grænn ráðgjafi kvikmynda- og sjónvarpsgerðar. Hún naut leiðsagnar sjálfbærnisérfræðingsins, leikstjórans og rithöfundarins Philip Glassman. Haustið 2021 lauk hún svo lokaprófi í “Breytingastjórnun sjálfbærrar menningar (IHK)”.  Aukinheldur ber hún, sem stjórnarmeðlimur Sambands ráðgjafa grænnar kvikmynda- og sjónvarpsgerðar  hjá Evrópumiðstöð, ábyrgð á frekari fræðslu, ráðgjöf og samskiptum varðandi málaflokkinn.

Anika Kruse mun einnig leiða  ör-námskeið í Grænni kvikmyndagerð mánudaginn 28. Mars kl 17:30 í Bíó Paradís. Þar mun hún kynna þýska staðla, faglega færni græna ráðgjafans og dæmi um útfærslumöguleika grænnar kvikmyndastefnu.

Þessi viðburður er hluti af Bransadögum Stockfish, sem haldnir eru á Selfossi, 25.-27.mars 2022. Landsbankahúsið, Austurvegi 20, 800 Selfoss