H.P. Lovecraft og Nicholas Cage á Stockfish 2020! - Stockfish Film Festival

H.P. Lovecraft og Nicholas Cage á Stockfish 2020!

2/24/2020

Þá eru það frábærar fréttir fyrir Lovecraft og Nicholas Cage aðdáendur en myndin Color Out of Space sem er byggð á sögu Lovecrafts með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður Midnight Madness sýningin á Stockfish í ár.

Color out of Space er leikstýrð af Richard Stanley sem snýr aftur í leikstjórastólinn eftir gott 20 ára hlé. Síðasta mynd sem kom út í hans leikstjórn var “Hardware” sem sló í gegn innan cult heimsins á sínum tíma. Richard ólst upp í Suður Afríku þar sem móðir hans las reglulega fyrir hann sögur eftir Lovecraft. Hann var sérstaklega hrifinn af Color out of Space en hún er líka sögð vera í uppáhaldi hjá höfundinum sjálfum sem hafði þó skrifað ófáar smásögur. Í viðtali við Los Angeles Times í fyrra sagði Stanley þetta:

““ég var einmanna, skrítinn krakki sem eyddi miklum tíma í að teikna allskonar skrímsli með crayon litum” segir Stanlay með bros á vör. Að hans sögn var það hans flótti frá vandræðum sem foreldrar hans áttu í sambandi sínu. Nokkrum árum seinna tók “Color Out of Space” við þessu sama hlutverki”

Stanley skrifaði handritið ásamt Scarlett Amaris og saman ákváðu þau að setja söguna upp í nútímanum í stað þess tíma sem upprunalega sagan gerist á. Sú ákvörðun virðist ekki há útkomuninni né hrifningu Lovecraft aðdáenda því Color Out of Space vann bæði Besta myndin og áhorfendaverðlaunin á sérstakri Lovecraft kvikmyndahátíð í fyrra.

Í stuttu máli fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina þá er sagan um Gardner fjölskylduna sem flyst úr borg í sveit til að öðlast friðsamara líf. Raunin verður þó allt önnur því í stað sveitasælu verður líf fjölskyldunnar að litríkri martröð eftir að lofsteinn lendir í garðinum þeirra.

Við ráðleggjum þeim sem vilja koma á sýninguna að tryggja sér miða sem fyrst því það verður einungis ein sýning! Tryggðu þér miða hér.