Kanadísk mínútuarfleifð á Ayahuasca! - Stockfish Film Festival

Kanadísk mínútuarfleifð á Ayahuasca!

5/5/2021

„Midnight Madness“ mynd Stockfish í ár er hin margverðlaunaða “The Twentieth Century”, kanadískt gaman-drama, eftir Matthew Rankin sem semur bæði handritið og leikstýrir þar sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Myndin hefur rakað inn verðlaunum og tilnefningum og þykir einmitt full af brjálæði og einstaklega bíóvæn. “The Twentieth Century” er svo sannarlega vel þess virði að sjá á stórum skjá með skemmtilegum sal eins og von er vísa á “Midnight Madness” á Stockfish.

Sögusvið myndarinnar er Toronto árið 1899. Mackenzie King, ungur og upprennandi stjórnmálamaður, dreymir um að verða forsætisráðherra Kanada. En ástríða hans fyrir blæti gæti orðið honum fjötur um fót. 

Myndin er ekki raunsæ né nákvæm lýsing á sögu Kanada. Hún blandar saman raunverulegri sögu og fantasíu á stífærðan hátt og byggir að mestu leyti á vísvitandi óraunhæfum leikmyndum undir áhrifum frá þýskum expressjónisma, stríðsáróðursmyndum og melódrama fjórða áratugarins. Rankin lýsti myndinni sjálfur sem 50/50 blöndu af kanadískri mínútuarfleifð og dauðaferð á Ayahuasca“

Aðeins tvær sýningar í boði!