Leikstjóri og aðalleikari Arracht mæta á Stockfish! - Stockfish Film Festival

Leikstjóri og aðalleikari Arracht mæta á Stockfish!

3/1/2020

Arracht er fyrsta mynd leikstjórans Tom Sullivan í fullri lengd eftir nokkrar vel heppnaðar stuttmyndir sem unnið hafa til verðlauna á hátíðum víðsvegar um heiminn. Tom kemur til landsins til að fylgja mynd sinni eftir ásamt aðalleikara myndarinnar Dónall Ó Héalai. 

Aðalsöguhetja Arracht, Coleman Sharklay, er heillandi sjómaður sem yrkir litla jörð sem hann leigir af enskum óðalsbónda. Coleman er mikils metinn í þorpinu og á í góðu sambandi við óðalsbóndann. Líf hans tekur þó óvænta stefnu þegar hann ákveður að taka inn hermanninn Patsy (Dara Devaney).

Sögusvið Arracht er Írland um miðja nátjándu öld 1845-1849 þegar Hungursneiðin mikla geisaði í landinu. Vegna landlægrar sýkingar brást kartöfluuppskera landsins með þeim afleiðingum að milljón manns dó úr hungri og annar eins fjöldi flúði land. 

Stilla úr Arracht. Fundur við óðalsbóndann tekur óvænta stefnu.

Nokkru áður en hungursneyðin dynur yfir er ljóst að kartöflu gresin eru sýkt. Þegar útlit er fyrir að uppskeran muni bregðast þetta árið fer Coleman á fund Óðalsbóndans ásamt Patsy og bróður sínum til að reyna að tala hann ofan af fyrirhuguðum skatthækkunum á jörðinni. Sá fundur endar þó öðruvísi en áætlað var og framtíð Colemans virðist jafn dauðadæmd og kartöfluuppskeran þetta árið. 

Myndin er myrk eins og tímarnir sem sagan gerist á. Áhorfandinn fer ekki varhuga af þeim hryllingi sem plágan var sem og örlög Colemans. Sullivan endurvekur þennan sögulega tíma Írlands á einskæran hátt bæði með myndrænni túlkun og að gera myndina á upprunalega tungumálinu. Túlkunin er realísk en söguvindan minnir þó á nútíma spennutrylli. 

Dónall Ó Héalai er fæddur í Galway, Írlandi, sem gerir túlkun hans á Coleman einkar trúverðuga og verður órjúfanlegur þáttur í þeim realíska tón sem leikstjórinn virðist hafa sóst eftir.

Arracht gefur skýra innsýn inn í óvæga sögu Írlands og hugrekkið sem sú fortíð hefur byggt upp meðal þjóðarinnar. Spennandi kostur bæði fyrir aðdáendur sögulegs drama sem og þá sem kjósa spennu. Ekki skemmir fyrir að bæði leikstjórinn Tom Sullivan og aðal leikarinn Dónall Ó Héalaí verða viðstaddir sýninguna og svara spurningum áhorfenda í kjölfar sýningarinnar.

Myndin var valin besta írska myndin á Virgin Media Dublin International Film Festival og aðalleikarinn Dónall Ó Héalai hlaut auk þess Aer Lingus Discovery verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Myndin hlaut einnig  áhorfendaverðlaunin á Glasgow Film Festival 2020.

„Premiere in Tallinn last November as part of the Black Nights International Film Festival, with critics calling the film “bracingly authentic” and “a striking feature debut”. Its Irish Premiere at the Dublin International Film Festival was met with praise from Irish critics and audiences, with the Irish Times calling it “unmissable and a beautifully crafted murder ballad”

– screenireland.ie

Miðar fást hér.