Leikstjóri sakfelldur fyrir „áróður gegn herstjórninni“.

5/14/2021

Núverandi stjórn í Íran skyldar alla karlmenn til að gegna tveggja ára herþjónustu. Án þess að uppfylla skylduna njóta þeir ekki ákveðinna réttinda í samfélaginu né vegabréf til að geta ferðast frjáls um heiminn. Þýska kvikmyndin „There is no Evil“, varpar ljósi á þá togstreitu sem herskyldan veldur innra með mönnum með fjórum ólíkum smásögum. 

Sögurnar fjórar fjalla um mismunandi íranska menn sem þurfa að horfast í augu við dauðann og íranska dauðarefsingu. Rólyndur fjölskyldufaðir í höfuðborginni gerir allt sem gera þarf til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Ungur maður sem er nýbyrjaður í hernum og áttar sig á því að hann þurfi að skilja eigin siðferðiskennd eftir heima. Hermaður í leyfi frá störfum í nokkra daga neyðist til að horfast í augu við gjörðir sínar. Að lokum saga um par á flótta og frænku þeirra sem heimsækir þau frá Þýskalandi.

„There is no Evil“ vann gullna Berlínarbjörninn sem besta kvikmyndin árið 2020. Mohammad Rasoulof leikstjóri og framleiðandi myndarinnar gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þann 4. mars 2020 var Rasoulof dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þrjár kvikmyndir sínar, sem samkvæmt yfirvöldum þar skapaði „áróður gegn yfirvaldinu.“ Að ráðum

lögfræðinga sinna sinnti hann ekki fyrirmælunum. Í dómnum var honum einnig bannað að gera neinar kvikmyndir í tvö ár.

„Þessar sögur fjalla ekki um aftökur. Ég vildi varpa ljósi á ábyrgð einstaklingsing og gjörðir hans með tilliti til þess hvort maður hlýðir eða hlýðir ekki skipunum alræðisvaldsins. Megin hugmyndin var að skapa flókið ástand þar sem myndast árekstur tveggja andstæðra siðferðislegra gilda í ríki alræðisstjórnar.” segir Rasoulof við filmcomment.com

Myndin er í sýningu á Stockfish!