Lífið er hinn raunverulegi fjársjóður.

5/12/2021

Frá Íran kemur meistaraverkið “Sun Children”, sem er búin að hljóta lof gagnrýnenda og áhorfenda um allan heim. Myndin vann tvenn verðlaun á Feneyjarkvikmyndahátíðinni, var tilnefnd til Gullna Ljónsins og var framlag Írans til Óskarsins sem besta erlenda myndin.

Myndin segir frá hinum 12 ára Alí og þremur vinum hans. Allir þurfa þeir að vinna til að sjá fyrir fjölskyldunum sínum á götum Tehran. Líf þeirra breytist þegar þeir frétta af földum fjársjóði sem er grafinn undir skóla sem er ætlaður götubörnum. Staðráðnir í að finna fjársjóðinn og breyta lífi sínu fara Alí og vinir hans í fjársjóðsleit.

Leikstjóri myndarinnar Majid Majidi tileinkar myndinni þeim 152 milljónum barna sem eru neydd í barnaþrælkun og þeim sem eru að berjast fyrir réttindum þeirra.

„Ég giska á að talan 152 milljónir sé vanmat,“ segir leikstjórinn Majid Majidi, sem byggði söguna á alvöru skóla að nafni „Sobhe Rooyesh“ eða „Morgni vaxtar“, sem var stjórnað af félagasamtökum og staðsettur í suðri frá Teheran.

Roohollah Zamani sem leikur aðalpersónuna Alí leikur hér sitt fyrsta hlutverk og vann Marcello Mastroianni verðlaunin fyrir leik sinn á Feneyjarkvikmyndahátíðinni.

Myndin verður í sýningu á Stockfish