MEISTARASPJALL með Emilie Lesclaux & Kleber Mendonça Filho - Stockfish Film Festival

MEISTARASPJALL með Emilie Lesclaux & Kleber Mendonça Filho

Hjónin Kleber Mendonça Filho and Emilie Lesclaux verða gestir á Stockfish í tilefni af Retrospect þeim til heiðurs. Sýndar verða myndirnar: Bacarau, sem áður hefur verið sýnd á Stockfish við góðar viðtökur, Aquarius og Neighboring Sounds. Allar hafa þessar myndir fengið góðar viðtökur og unnið til fjölda verðlauna. 

Mendonça og Lesclaux eru meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna Latnesku Ameríku. Hafa myndir þeirra náð miklum alþjóðlegum árangri og hlotið á annað hundrað viðurkenninga, þar á meðal á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem Kleber hefur einnig setið í dómnefndum. Á þessum masterclass munu þau ræða kvikmyndagerð heima og að heiman, frá sjónarhóli kvikmyndahöfundarins og framleiðandans. En einnig út frá vinkli gagnrýnanda en þau hafa verið óhrædd við að viðra pólitískar skoðanir sínar á ástandinu í heimalandinu bæði í verkum sínum, ræðu og riti.

Þessi viðburður er hluti af Bransadögum Stockfish, sem haldnir eru á Selfossi, 25.-27.mars 2022. Landsbankahúsið, Austurvegi 20, 800 Selfoss