Metfjöldi innsendra mynda í Sprettfisk!

3/4/2021

Það var virkilega gaman að sjá hve mikill fjöldi mynda tekur þátt í stuttmyndakeppninni okkar Sprettfisk í ár. Yfir 50 myndir voru sendar inn enn í samanburði þá voru 40 myndir innsendar í fyrra sem þá var líka met.

Viljum við þakka aukna þátttöku milli ára þeirri ákvörðun hátíðarhaldara að gefa öllum myndum sem framleiddar voru á liðnu ári færi á þátttöku en  skilyrðin voru strangari að því leyti að Íslands frumsýndar var skilyrði.  

Þessi breyting tók fyrst gildi á síðasta ári 2020 og skilaði hún strax met þátttöku í keppninni. Það er gaman að geta ýtt undir aukna vegferð íslenskra stuttmynda með því að gefa þeim aukið tækifæri til opinberra sýninga hér á landi. 

Við lofum gæða myndum í bíó þetta árið en dómnefnd sem hafið hefur starfa hefur haft orð á því að valið verði einstaklega erfitt um hvaða myndir fari áfram í úrslit og til sýninga á hátíðinni. 

Tengdar fréttir:

Opið fyrir umsóknir

Blaðberinn vinnur Sprettfisk