NEW NARRATIVES

Stockfish Kvikmyndahátíðin í samstarfi við Helenu Jónsdóttur f.h. Physical Cinema Festival, setja upp nýtt prógram sem við köllum NEW NARRATIVES – skapandi kvikmyndagerð og vídeólist. Hreyfimyndagerð, myndlist, hljóðhönnun, tónlist og kvikmyndagerð saman í spennandi blöndu.

Stutt myndverk sem eru nýjungarík og hressandi í sinni nálgun. Sum verkin hafa óvenjuleg eða óhefðbundna söguþræði, aðrar eru hlutlausar og sumar uppsetningarnar sundra tíma og rúmi í ljóðrænum upplifunum. Fagnaðu sköpunargáfu á sviði kvikmynda og vídeólistar með áhorfendum. Verkin eru sköpuð af þekktum kvikmyndagerða- og vídeólistamönnum víðs vegar um heiminn. Meirihluti dagsskráarinnar hefur aldrei verið sýnd á Íslandi. Nokkrar perlur eru valdnar í samstarfi við íslenska kvikmyndasafnið. Valin dagsskrá er í sal tvö í Bíó Paradís þann 25 mars, þar sem lögð er áherslan á nútímadans og kvikmyndalist. Einnig verða video innsetningar í andyri Bió Paradísar, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbíó og í Norræna húsinu. Í Mengi verða þrír lifandi tónleikar undir kvikmyndalist svo verða útivörpun á völdum stöðum í miðborg Reykjavíkur á meðan hátíðin stendur. Rúmlega 20 verk verða sýnd á hátíðinni.

Útivörpun

Útivörpun um miðborg Reykjavíkur

23. mars – 2. apríl
17:00 – 23:00
  • Ráðhús Reykjavíkur
  • Héraðsdómur
  • Reykjavíkur
  • Norðurlandahúsið
  • Tjarnarbíó
  • Mengi
BÍÓ PARADÍS

Hverfisgata 54

23. mars – 2. apríl
17:00 – 23:00

Vídeóinnsetningar í Bíó Paradís

25. mars
19:00 – Salur 2

Kvikmyndadans:
Alþjóðleg dagskrá af verðlauna verkum í samstarfi við Cinedans EYE filmmuseum Amsterdam, Argos centre for audiovisual arts in Brussel og valin verk frá Frakklandi, Finnlandi, Hollandi, Skotlandi, Belgíu og Canada.

MENGI

Óðinsgata 2

23.-25. mars & 30.-31. mars
12:00 – 18:00

Vídeóinnsetning

25. mars
12:00 – 17:00 

Benni Hemm Hemm frumsýning á tónlistarmyndbandi 

29. mars
20:00

Alþjóðlegur Píanódagur. Flytjendur Miro Kepinski,
Sævar Jóhansson og Eðvarð Egilsson myndvörpun frá NEW NARRATIVES       

31. mars
20:00

Lifandi flutningur með Agalma Improv Ensemble með völdum verkum frá NEW NARRATIVES

NORRÆNA HÚSIÐ

Sæmundargata 11

23. mars – 2. apríl

Video innsetningar, meðal listamanna sem verða með verk þessa helgi eru  Helgi Örn Pétursson, Elísabet Birta Sveinsdóttir og Elke Dreier

1. – 2. apríl

New Narratives tekur yfir húsið með vídeólist þar á meðan verða verk Helgi Örn Pétursson og Elke Dreier

um verkin

mirages

second hand stories

cold storage

blind dreamers

enlightment

dive

uzco

on mending

they dance with their heads

car in desert driving in circles

a day for cake and accidents

follow the bias