Opið fyrir verk í vinnslu

Opið fyrir Verk í Vinnslu

2/23/2022

Bransahelgi Stockfish Film Festival 25. til 27. mars 2022

Með þátttöku í Verk í vinnslu gefst aðstandendum kvikmyndaverka sem ekki eru tilbúin til sýningar einstakt tækifæri til að kynna verk sín fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum sem og öðrum áhugasömum. Mikill áhugi hefur ávallt verið fyrir viðburðinum, sérstaklega hjá þeim erlendu blaðamönnum sem koma á hátíðina. 

Þátttakendur sýna c.a. 2-7 mínútna myndbrot úr verkum sínum og að því loknu taka aðstandendur myndarinnar við spurningum úr sal. Ath. myndbrot er skilyrði fyrir þátttöku þannig þau verk sem hafa ekki hafið tökur geta ekki fengið að vera með (að þessu sinni).

Þátttakendur sem hafa áhuga á að vera með geta sent póst á events@stockfishfestival.is merkt sérstaklega ‘Verk í vinnslu’ með eftirfarandi upplýsingum fyrir 10. mars / ATH FRAMLENGT til 18.mars:

Nafn myndar (bæði á frummáli og ensku)

Tegund myndar

Leikstjóri

Framleiðandi

Aðstandandi (hver verður viðstaddur Q&A) og titill/hlutverk

Stutt synopsis (bæði á íslensku og ensku)

Tengiliðaupplýsingar (fyrir fjölmiðla og fagaðila)

Mynd(ir) (stillur og/eða plakat) í góðri upplausn

Myndbrot (2-7 mín)

Stockfish Film Festival verður haldin í áttunda sinn dagana 24. mars til 3.apríl 2022. Hátíðin stendur einnig fyrir bransadögum fyrstu helgi hátíðarinnar sem hefur það að markmiði að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli og að opna fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað. Hátíðin er haldin í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands og félögin í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi; FK, SKL, SÍK, FÍL, ÍKS og FLH. Á hátíðinni í ár verða sýndar yfir 20 handvaldar verðlaunamyndir og von er á yfir 20 erlendum gestum alls staðar að úr heiminum.