PANELUMRÆÐUR - Handritsgerð í nútíma veröld

SPJALLBORÐ – Handritagerð í umhverfi nýmiðla

Nútíma sagnaform – tækifæri og hindranir

Leiðir til að segja sögu hafa þróast hratt á þessari öld. Margir ólíkir miðlar hafa litið dagsins ljós, eins og Youtube, Tik Tok, ýmiskonar animation og tölvuleikir og þá er einungis nefnt brot af því sem í boði er. Hvað þýðingu hefur þessi þróun fyrir handritshöfunda í dag, í hverju felast tækifærin og hindranirnar? 

Spjallborðið skipa kanónur eins og Pamela Ribon meðhöfundur Disney mynda eins og Moana og Ralph Breaks the Internet, Daði Einarsson höfundur hjá Myrkur Games sem framleiðir meðal annars Echoes of the end, Sara Gunnarsdóttir leikstjóri og teiknimyndagerðar kona og Ragnar Bragason höfundur og leikstjóri.

Þessi viðburður er hluti af Bransadögum Stockfish, sem haldnir eru á Selfossi, 25.-27.mars 2022. Landsbankahúsið, Austurvegi 20, 800 Selfoss