Pólitískt drama í yfirnáttúrulegum hryllingsmynda búningi.

5/12/2021

Alma var myrt ásamt börnunum sínum þegar þjóðarmorð áttu sér stað í Guatemala fyrir 30 árum síðar. Mörgum árum seinna þegar hershöfðinginn sem fyrirskipaði þjóðarmorðin er fundinn saklaus, snýr Alma (La Llorona) aftur í heim lifenda til að kvelja manninn og fjölskylduna hans.

“La Llorona” var tilnefnd til Golden Globe í fyrra sem besta erlenda myndin og var í forvali til Óskarsins sem besta erlenda kvikmyndin fyrir hönd Guatemala. Með sinni þriðju kvikmynd hefur leikstjórinn Jayro Bustamante unnið nútíma hrollvekju með þjóðarmorð Maya frumbyggjanna sem undirtón. Margir gagnrýnendur hafa sett hana á listann sem eina af bestu hrollvekjum sem gefnar voru út á árínu 2020, ef ekki sú besta að margra mati.

“Satt að segja fæddist handritið meira frá stefnumótandi sjónarhorni en skapandi hugmynd. Þjóðarmorðið í Guatemala er eitthvað sem mitt fólk vill ekki snerta. Það vill enginn tala um það. Þess vegna leitaði ég að bestu leiðinni til að segja þessa sögu og ég hugsaði: „Það sem ég þarf að gera er að setja innihald sögunnar í pakka sem fólki vill sjá.“ segir Jayno Bustamento leikstjóri myndarinnar og meðhöfundur.

Myndin er í sýningu á Stockfish