Saga brautryðjanda og hvunndagshetju.

5/12/2021

Heimildarmyndin “No Ordinary Man”., segir frá ævi tónlistarmannsins Billy Lipton sem er menningartákn í Transheiminum. Lipton lifði afar fróðlegu lífi en hann var giftur 5 konum án þess að engin af þeim konum vissi að hann hefði fæðst sem kvenmaður. Saga Liptons í myndinni er sögð frá sjónarhorni translistamanna þar sem honum er lýst sem gífurlegum brauðryðjenda og hvunndagshetju. Sonur Liptons Billy Jr. hjálpar þeim einnig að varpa ljósi á líf manneskju sem faldi sig fyrir allra augum en þráði ekkert heitara en að sjást.

Myndin er óviðjafnanleg og að mörgu leyti tímamótaverk og sýnir hvað er hægt að gera þegar samfélagið kemur saman til að heiðra arfleið hetju.

Myndin vann tvenn verðlaun sem besta Kanadíska myndin á Inside Out Toronto LGBT Film Festival og New Visions award á Montreal International Documentary Festival.

“Sem trans maður sem hefur áhuga á trans sögu hef ég ávallt haft áhuga á því hver stjórnar sögunni. Sagan um líf Billy Tipton hefur alltaf verið stjórnað af almennum fjölmiðlum. Þetta verkefni var ótrúlegt tækifæri til að nálgast líf Tiptons út frá trans sjónarhorni.”, segir Chase Joynt, annar leikstjóri myndarinnar í viðtali við
seventh-row.com

Myndin er sýnd á Stockfish!