Some Kind Of Heaven

Bak við hlið pálmatrjáa fantasíulands reyna fjórir íbúar stærsta eftirlaunasamfélags Ameríku, The Villages, FL, að finna huggun og tilgang.

„Some Kind of Heaven“ er af mörgum talin ein af bestu heimildarmyndum síðustu ára. Myndin er eins og djúphugsað kvikmyndamálverk um lífshlaup manneskjunnar. Myndin er ógleymanleg frumraun í gerð heimildarmynda sem gefur innsýn í lokakaflann í lífi manneskjunnar. Hún sýnir að þrátt fyrir að líkaminn sé veikburðari skín fegurðin samt í gegn.

Verðlaun og tilnefningar

Myndin hefur hlotið 9 tilnefningar og vann Besta Heimildarmyndin á Philadelphia Film Festival.

Kaupa Miða

Tegund: Heimildarmynd

Leikstjóri: Lance Oppenheim

Ár: 2020

Lengd: 81 mínúta

Land: Bandaríkin