Sonur leikstýrir föður sínum í mynd byggðri á sögu föðursins.

5/17/2021

Á flotta undan eigin alkóhólisma og erfiðum aðstæðum í Venezuela, hörfar Roque inn í Amazon frumskóginn til að gera upp kofa sem hann byggði á hamingjusamari tímabili í lífinu. Hann hittir gamla vini í frumskóginum en hægt og rólega breytist ásetningur hans þegar loforð um gull kemur upp á yfirborðið og hann byrjar að upplifa fráhvörf frá áfenginu.

“La Fortaleza” er byggð á sannri sögu föður leikstjórans sem leikur sjálfan sig í myndinni. Myndin hefur hlotið samtals 15 tilnefingar og unnið 10 verðlaun, þar á meðal besta myndin á Nador kvikmyndahátíðinni og á hátíðinni í Róm. „La Fortaleza“ er öflug myndlíking á ástandinu í Venezuela. Leikarnir í myndinni eru ekki faglærðir og búa við aðstæður sem myndin sýnir vel. Þetta er róttæk og kraftmikil mynd sem lætur engan ósnortinn.

“Ég finn mjög sterklega fyrir því sem er í gangi í Venezuela í dag”, segir Jorge Thielen Armand, leikstjóri myndarinnar í viðtali við iffr.com. “Námurnar sem eru í myndinni eru raunverulegar námur. En á sama tíma vil ég að áhorfendurnir viti ekki hvað er raunverulegt og hvað ekki. Það tengist töfrum Venezuela. Það getur allt í einu verið hestur í garðinum þínum eða inn í miðri borg, eins og í “La Soledead” ( fyrri mynd leikstjórans). Svona hlutir gerast í raun og veru þarna.”

Takmarkaður miðafjöldi hér!