Sprettfiskur, í samvinnu við Símann og Kukl, haldinn á fjórum keppnisbrautum! - Stockfish Film Festival

Sprettfiskur, í samvinnu við Símann og Kukl, haldinn á fjórum keppnisbrautum!

1/21/2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars – 3. Apríl 2022. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. febrúar næstkomandi. 

Keppt verður í fjórum flokkum og mun sigurvegari hvers flokks hljóta verðlaun að verðmæti allt að 2ja milljóna kr. Markmið keppninnar er að vekja athygli á hæfileikaríku og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með veglegum verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sprettfiskur á fjórum keppnisbrautum, í samvinnu við Kukl og Símann!

Talsverðar breytingar eru á Sprettfisk 2022 með það að markmiði að þjóna og vekja athygli á breiðari hópi kvikmyndagerðafólks og kvikmyndaverka.  

Sprettfiskur verður nú haldinn á fjórum keppnisbrautum þar sem skáldverk, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistaverk eru aðskilin. Sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur verðlaunafé í boði Símans og úttekt hjá tækjaleigu Kukl

1 – Skáldverk 

5 myndir valdar úr innsendingum til keppni.

Hámark 30 mínútur

Ekki frumsýndar opinberlega fyrir 2021

Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt árið 2022.

Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur, leikstjóri og/eða aðalframleiðandi sé íslenskur.

Verðlaunafé: 1.000.000kr

Tækjaleiga: 1.000.000kr

2 – Heimildarverk

5 myndir valdar úr innsendingum til keppni.

Hámark 30 mínútur

Ekki frumsýndar opinberlega fyrir 2021

Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt árið 2022.

Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur, leikstjóri og/eða aðalframleiðandi sé íslenskur.

Verðlaunafé: 500.000kr

Tækjaleiga:: 500.000kr

3 – Tilraunaverk

Verk sköpuð á vettvangi myndlistar eða hreyfilistar. 

5 myndir valdar úr innsendingum til keppni. 

Hámark 30 mínútur

Ekki frumsýnt opinberlega fyrir 2021

Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt 2022.

Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur sé íslenskur.

Verðlaunafé: 250.000kr

Tækjaleiga: 250.000kr

4 – Tónlistaverk

Listræn tónlistarverk gerð við frumsamið lag.

5 listræn tónlistarmyndbönd valdin úr innsendingum til keppni.

Ekki frumsýnt opinberlega fyrir 2021

Aðeins íslensk tónlistarmyndbönd koma til greina eða að leikstjóri sé íslenskur.

Verðlaunafé: 250.000kr

Tækjaleiga: 250.000kr

Verðlaunafénu fylgir skilyrði um þátttöku í sérstakri Sprettfisk verðlaunasýningu hjá Símanum þar sem allar verðlaunamyndirnar verða sýndar saman bæði í línulegri dagskrá og á veitunni í allt að 12.mánuði. 

Fyrirspurnir sendist á info@stockfishfestival.is

Umsóknarform er að finna á filmfreeway.com/Shortfish