Sprettfiskur – Stuttmyndakeppni Stockfish

   

 

Sprettfiskur er stuttmyndakeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Allar stuttmyndir sem frumsýndar voru opinberlega 2019 eða seinna og skarta íslenskum leikstjóra eða framleiðanda eru gjaldgengar inn í keppnina.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni. Af innsendum myndum eru ávallt valdar einungis 6 myndir til að keppa í Sprettfisknum.

Það er okkur mikill heiður að tilkynna dómnefndina í ár en í henni sitja handritshöfundurinn Ottó Geir Borg ( Brim, Brot, Gauragangur ), leikstjórinn Silja Hauksdóttir ( Agnes Joy, Ástríður, Dís ) og kvikmyndagagnrýnandinn og stofnandi Ubiquarian kvikmyndavefsins, Marina D. Richter.

Vel á fjórða tug umsókna barst í keppnina í ár en eftirtaldar sex myndir voru valdar til þátttöku af fjölbreyttri og fjölmennri valnefnd kvikmyndagerðarfólks;

BLAND Í POKA – Leikstjóri Helena Rakel Jóhannesdóttir

BLAÐBERINN – Leikstjóri Ninna Pálmadóttir

HELGI Á PRIKINU – Leikstjóri Magnea B. Valdimarsdóttir

KREPPTUR HNEFI – Leikstjóri Logi Sigursveinsson

NÝR DAGUR Í EYJAFIRÐI – Leikstjóri Magnús Leifsson

DAUÐI MARÍU – Leikstjóri Siggi Kjartan Kristinsson

Sigurmynd Sprettfisks verður tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar!

Nánari upplýsingar hér!