Sprettfiskur Stuttmyndakeppni

Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni.

A Mixed Bag

Director: Helena Rakel
Producer/s: Þórður Helgi Guðjónsson, Anna Karen Eyjólfsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Elfar Þór.

Fjóla, a prejudiced, old woman has her comfortable life challenged when a mother and her young son who are of foreign origin, move into her apartment building. While trying to find a way to get rid of them, she strikes an unlikely friendship with the boy.

Slegið var met í aðsendum myndum í ár og voru eftirfarandi 6 myndir valdnar af valnefnd til að keppa um verðlaunin:

Bland í poka / A Mixed Bag

Director: Helena Rakel
Producer/s: Þórður Helgi Guðjónsson, Anna Karen Eyjólfsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Elfar Þór.

Þegar móðir og ungur sonur hennar af erlendum uppruna flytja inn í blokkina þar sem Fjóla, fordómafull eldri kona býr, þarf hún að finna leið til að losa sig við þau, en óvænt vinátta myndast milli hennar og stráksins.

Blaðberinn / Paperboy

Director: Ninna Pálmadóttir
Producer: Kathleen Chew, Þórunn Guðlaugsdóttir, Ninna Pálmadóttir
exc. producers: Búi Baldvinsson, Bjarni Viðarsson

Ungur drengur ber út blöð í litlum bæ og gægist inn um glugga hjá nágrannakonu í neyð.

Helgi á Prikinu / Helgi on a Stick

Director: Magnea B. Valdimarsdóttir
Producer: Kisi (Kvikmyndafélag Íslands) / Alt Muligt Woman

Ljúfmennið Helgi Hafnar mætir á Prikið daglega með bros á vör, allir keppast um að faðma hann því hann hefur einstaklega kærleiksríka nærveru.

Krepptur hnefi / Fists of Redemption

Director: Logi Sigursveinsson
Producer: Logi Sigursveinsson, Hekla Egilsdóttir & Anna Karín Lárusdóttir

Bryan Murray, harðsoðinn leynilögregluþjónn, þarf að stöðva eiturlyfjasmygl sem á rætur sínar að rekja í heimabæ hans í þessari skopstælingu á amerískar hasarmyndir frá 9. áratugnum.

Nýr dagur í Eyjafirði / Dovetail

Director: Magnús Leifsson
Producer: Republik

Nýr dagur í Eyjafirði hverfist um Aron og hvernig hann tekst á við lífið eftir erfiða lífsreynslu með því að máta sig við staðalímyndir og karlmannlegar klisjur. Berskjölduðum tilfinningum og viðkvæmni er teflt saman við texta á mörkum skynjunar, tilfinninga og hugsýna.

The Death of Marie

Director: Siggi Kjartan Kristinsson
Producer:  Sara Nassim & Lilja Baldursdóttir

Marie er við dauðans dyr. Frá sjónarhorni Nico, barnabarni Marie, fáum við nasaþef af ískyggilegri fjölskyldu hennar. 

 

Dómnefndina í ár skipa Ottó Geir Borg handritshöfundur, Marina D. Richter kvikmyndarýnir og Silja Hauksdóttir leikstjóri.

 

Kaupa Miða

Tegund: Stuttmyndir

Leikstjóri: Margir

Ár: 2019

Lengd: 90 min

Land: Ísland