Starfsnemar & Sjálfboðaliðar - Stockfish Film Festival

Starfsnemar & Sjálfboðaliðar

2/23/2021

Sjöunda Stockfish kvikmyndahátíðin, sem fer fram dagana 8. til 18. apríl í Bíó Paradís, leitar að sjálfboðaliðum og starfsnemum!

Við erum að leita að starfsnemum sem geta byrjað að vinna með okkur sem fyrst. Starfsnemar aðstoða við ýmis verkefni sem tengjast undirbúningi hátíðarinnar. Vinna með hátíðarteyminu veitir góða innsýn í framleiðsluferli alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar.

Fyrir umsóknir og frekari upplýsingar sendið á stockfish@stockfishfestival.is – Fyrirsögn: INTERN

Sjálfboðaliðar aðstoða við fjölda verkefna meðan á hátíðinni stendur. Framlag sjálfboðaliða er mjög mikilvægt en þeir skapa alltaf líflegt andrúmsloft á Stockfish hátíðinni.

Fyrir umsóknir og frekari upplýsingar sendið á stockfish@stockfishfestival.is – Fyrirsögn: VOLUNTEER