Stockfish 2020 mun seint gleymast. - Stockfish Film Festival

Stockfish 2020 mun seint gleymast.

3/30/2020

Nú þegar hátíð er lokið á þessum skringilegum tímum langar aðstandendum Stockfish að þakka öllum sem tóku þátt, bæði gestum og þeim sem lögðu hönd á plóg til þess að gera þetta allt saman mögulegt.

Stockfish 2020 mun seint gleymast. Rétt fyrir opnun leit út fyrir að við myndum setja miðasölu og aðsóknarmet ef marka mátti sölu fyrir hátíð og opnuðum við með pompi og prakt daginn fyrir samkomubann. 13. mars var svo ljóst að endurhugsa þurfti öll plön við nýjar aðstæður vegna COVID-19. Við þurftum að aflýsa öllum viðburðum með erlendum gestum þar sem ekki þótti skynsamlegt að ferðast á milli landa. Eftir stóð þó að hátíðin var farin af stað og búið að var að kaupa sýningarrétt á fjölda kvikmyndaverka.

Við ákváðum að halda okkar striki með sýningar en þó með fullu tilliti til hversu margir mættu vera í hverjum sal. Við gættum fyllstu varúðar hvað varðar handþvott, þrif og sáum til þess að handspritt væru aðgengileg og nóg pláss til þess að auðveldara væri að virða 2 m regluna. Þrátt fyrir allt og allt þá voru þó nokkrir sem mættu í bíó og viljum við sérstaklega þakka gestunum okkar fyrir þolinmæðina og hversu samvinnuþýtt fólk var að fylgja reglunum.

Þótt óneitanlega sé það svekkjandi að hátíðin hafi ekki getað farið fram með sínu hefðbundna sniði þá erum við þó stolt að hafa getið boðið upp á gæða kvikmyndaveislu fyrir þá sem það kunna að meta og þannig veitt einhverjum kærkomna tilbreytingu á þessum erfiðu tímum.

Við hlökkum til að bjóða upp á enn betri veislu að ári liðnu sem vonandi fær að skína sínu skærasta ljósi án skugga veirufaralds um allan heim. Viljum við óska öllum góðs gengis og munum að halda fast í kærleikann og gleðina innra með okkur. Hér eru nokkrar myndir úr opnunargleðinni daginn fyrir samkomubann.