Tilkynning vegna COVID-19 og samkomubanns. - Stockfish Film Festival

Tilkynning vegna COVID-19 og samkomubanns.

3/13/2020

Vegna útbreiðslu á COVID-19 á Íslandi hefur Stockfish ákveðið að aflýsa öllum bransaviðburðum, móttökum og afboðað komu erlendra gesta á hátíðina. Það eina sem eftir stendur eru bíósýningarnar í Bíó Paradís, sem hlýta sömu reglum og sýningar í öðrum bíóhúsum. Kvikmyndahúsin eiga eftir að bregðast við yfirvofandi samkomubanni. Það er viðbúið að verði gert á mánudaginn. 

Nú þegar hafa takmarkanir verið settar á miðasölu til að tryggja að fjöldi gesta fari ekki yfir 100 í senn. Það er greiður aðgangur að handspritti í Bíó Paradís og sérstaklega gætt að þrifum. Eins eru bíógestir hvattir til að skilja eftir auð sæti sín á milli til að takmarka nánd á sýningum. Við munum fylgjast vel með gangi mála sem og yfirlýsingum frá Landlækni og hlýta tilmælum þaðan í einu og öllu. 

Af öryggisástæðum hvetjum við þá sem mögulega eru með kvef eða líður ekki alveg nógu vel þessa dagana sem og þau sem eru í eða eiga nána að í áhættuhópi að láta heldur fara vel um sig heima.