Stockfish kvikmyndahátíðin verður haldin dagana 20. – 30. maí 2021!

3/24/2021

Eftir mikla óvissu og vangaveltur hefur verið tekin sú ákvörðun að láta slag standa og halda Stockfish kvikmyndahátíðina dagana 20. – 30. maí. Dagskráin hefur sjaldan verið glæsilegri en nú. Nokkrar myndanna voru til að mynda tilnefndar til Óskarsverðlauna og vann Promising Young woman Óskar fyrir besta handritið. Nú er um að gera mæta í Bíó Paradís og njóta menningarveislunnar beint í æð! Hægt er að skoða hvaða myndir eru sýndar á hátíðinni hér.