Stockfish kvikmyndahátíð frestað um óákveðinn tíma!

3/24/2021

Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin upp í þjóðfélaginu og þeirra þriggja vikna takmarkana sem taka gildi á miðnætti verður Stockfish hátíðinni frestað um óákveðinn tíma.

Hátíðarhaldarar er staðfastir í því að hátíðin verði þó haldin þegar aðstæður verða heillavænlegri fyrir kvikmyndasýningar. Fylgist með hér varðandi frekari tilkynningar. Hægt er að lesa um þær kvikmyndir sem verða á hátíðinni hér á síðunni og við hlökkum mikið til að geta haldið yndislega kvikmyndaveislu í Bíó Paradís.