Stuttmyndir – Nordisk Panorama Focus

Verðlaunastuttmyndir frá Nordisk Panorama.

 

FOCKING ADOPTED – New Nordic Voice á Nordisk Panorama.

Heimildarmynd í leikstjórn Noru Nivedita Tvedt – 22 mínútur.

“Ætlar þú að finna út hverjir raunverulegir foreldrar þínir eru? Therese og Nora höfðu hvorugar hugsað út í að gera það. Báðar eru þær ættleiddar frá Indlandi og komu til Noregs sem ungabörn. Þær hafa aldrei rætt ættleiðinguna við hvor aðra. Nora býður Therese inn í kassa þar sem þær mála andlit sín hvít, kenna hvor annari að slást og reyna að finna út af hverju það er svona erfitt að segja: “Ég er ættleidd”

 

THE NANNIES – Áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama.

Heimildarmynd í leikstjórn Signe Barvild Stæhr – 22 mínútur.

Þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Signe B. Stæhr var aðeins fimm ára lést móðir hennar óvænt um miðja nótt. Signe man lítið eftir þessum tíma seint á níunda áratugnum og faðir hennar vill ekki tala um hann. Til að fylla í eyðurnar hefur hún samband við barnfóstrurnar sem hjálpuðu til á heimilinu næstu árin á eftir. Þær muna allar hlutina hver á sinn hátt.

 

THE AFFECTED – Besta norræna stuttmyndin á Nordisk Panorama.

Stuttmynd í leikstjórn Rikke Gregersen – 13 mínútur

Nokkrum mínútum fyrir flugtak koma upp aðstæður sem koma í veg fyrir að flugvélin taki á loft. Farþegi neitar að setjast niður. Hún er að reyna að koma í veg fyrir brottvísun manns í vélinni. Flugmaðurinn verður að taka afstöðu til pólitík sem hann hefur engan áhuga á.

 

Kaupa Miða

Tegund: Stutt- og heimildarmyndir

Leikstjóri: Ýmsir leikstjórar

Ár: 2021

Lengd: 57 min

Land: Noregur - Danmörk