The Last Bath

The Last Bath – Q&A

Josefina er 40 ára nunna sem er í þann mund að sverja ævarandi heit sín þegar hún er kölluð aftur í heimabæ sinn. Í jarðaför föður síns hittir hún 15 ára frænda sinn sem hefur verið yfirgefinn af móður sinni. Einangruð, í gamla fjölskylduhúsinu, í sólríku afskekktu þorpi, fara að myndast tilfinningar á milli þeirra.

Leikstjóri The Last Bath, David Bonneville, mun fylgja mynd sinni eftir á Stockfish og sitja fyrir svörum eftir sýningar myndarinnar dagana 1.og 2.apríl. 

David Bonneville fæddist í Oporto árið 1978 og er handritshöfundur og leikstjóri. Stuttmynd hans CIGANO hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum fyrir bestu kvikmyndina, leikstjórn, handrit, leik og kvikmyndatöku. David hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Manoel de Oliveira en hann hefur hlotið Gullpálma verðlaun meðal annars. David hefur einnig starfað hjá BBC. Í dag leiðbeinir hann og kennir reglulega við háskólann í Westminster, The Actors Center og ýmsum öðrum innlendum og erlendum stofnunum. 

The Last Bath er fyrsta mynd Bonneville í fullri lengd en þegar þetta er skrifað hefur hún unnið til 20 verðlauna og fengið 29 tilnefningar, hægt er skoða þær nánar hér. David hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Palme d’Or hafans Manoel de Oliveira, John Malkovich, Catherine Deneuve  Turner Prize og vinningshafans Douglas Gordon. Síðar bæði skrifaði hann og leikstýrði nokkrum stuttmyndum en sú sem kom honum á kortið sem áhugaverðum upprennandi leikstjóra var myndin Gypsy (Cigano) sem vann til fjölda verðlauna á hátíðum um allan heim. 

Reviews

“A strong festival title which should generate debate”. Wendy Ide – Screen Daily

Kaupa Miða

Tegund: Drama

Leikstjóri: David Bonneville

Ár: 2020

Lengd: 95 mínútur

Land: Portúgal