Upprisa & hnyggnun & seinni upprisa hipp hopp stjörnu. - Stockfish Film Festival

Upprisa & hnyggnun & seinni upprisa hipp hopp stjörnu.

5/11/2021

Frá Svíþjóð kemur grípandi heimildarmynd, “Yung Lean: In My Head”, sem segir frá lífi sænska rapparans Yung Lean sem varð stórstjarna á einni nóttu eftir að hann gaf út “Ginseng Strip 2002” á YouTube, sem frá og með í apríl 2021 er búið að fá 32 milljón áhorf. Eftir að hann gaf það lag út grípti hann athygli tónlistarmanna á borð við Frank Ocean, Travis Scott og Justin Bieber.

Myndin segir hans sögu, um hvernig það kom til að hann uppgötvaði hipp hopp, tónleikatúrinn hans um Bandaríkin og eiturlyfjaneyslu sem fylgdi í kjölfarið.

Myndin er einstaklega einlæg og fer i gegnum hvernig frægð getur í mörgum tilvikum eyðilagt mannsálina líkamlega og andlega og hvernig maður rís uppúr því.

Myndin er leikstýrð af Henrik Burman og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Stockholm International Film Festival 2020.

“Það var ótrúlega gaman að segja söguna hans, það var eins og hann varð aldrei pirraður á því ferli. Hann er mjög ákveðinn í því sem hann gerir, hvort sem það er listinn eða hvernig hann kemur fram í fjölmiðlum. Hann verður alltaf Jonathan fyrir mér og hann hefur farið í gegnum svo margt. Hann algjörlega heillaði mig. Hann er gömul sál og hefur lifað mörgum lífum áður. Hann samt fer sínar eigin leiðir.” Henrik Burman, leikstjóri myndarinnar í viðtali við newsbreezer.com

Áhugafólk um hipp hopp tónlist verða ekki sviknir yfir þessari mögnuðu sögu!

Takmarkaður miðafjöldi hér!