Bacurau and Synonyms at Stockfish 2020

Verðlaunamyndirnar BACURAU og SYNONYMS láta engan ósnortinn!

1/30/2020

Bacurau vann dómnefndarverðlaunin á Cannes í fyrra og Synonyms Gullbjörninn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Báðar eru heldur óvenjulegar sögur með undirliggjandi pólitískri ádeilu.

Synomyns, eftir Nadav Lapid, fjallar um tilvist milli tveggja menningarheima án þess að eiga í raun einhvers staðar heima. Myndin á rætur sínar að rekja til persónulegrar reynslu leikstjórans sem flúði heimaland sitt á sínum tíma.

“Einn daginn var eins og það kallaði til mín rödd. Svona svipað og hjá Jóhönnu af Örk og Abraham. Ég fann að ég þurfti að fara frá Ísrael. Strax og að eilífu. Slíta mig upp frá rótum, skera á öll bönd við heimalandið og flýja örlög þess. Tíu dögum síðar lennti ég á Charles-de-Gaulle flugvellinum í Frakklandi. Ég valdi Frakkland vegna aðdáunar minnar á Napóleon, “pasjón” fyrir Zidane og Godard mynda sem ég hafði séð tveimur mánuðum áður. Ég var án landvistarleyfis og kunni einungis nokkur orð í frönsku en ég var staðráðinn í að snúa aldrei aftur heim og lifa og deyja og í París.”

Þótt sagan eigi rætur að rekja til reynsluheims leikstjórans er hún langt frá því að vera endursögn á einhverju sem gerðist í raunveruleikanum. Nadav notfærir sér skáldskap og ljóðræna tjáningu til að skapa sögu sem er stærri en hann sjálfur.

Bacurau er samstarfsverkefni vinanna Kleber Mendonca Filho and Juliano Dornelle. Hugmyndin að kvikmyndinni fæddist fyrir ellefu árum þegar vinirnir voru saman á kvikmyndahátíð í Brasilíu.

“Hátíðin var tilkomumikil og í fullkominni andstæðu við umhverfið sem bar fyrir augu okkar á hverjum degi. Bacurau varð til út frá því sem við urðum vitni að og ákveðnum pirringi og löngun að ná fram hefndum á hendur fólki sem álítur fólk sem skipar þennan afskekta stað í veröldinni vera “einfalt”, “fyndið” og “viðkvæmt”. Staðreyndin er sú að fólkið sem tilheyrir þessu samfélagi er alveg jafn margbrotið og áhugavert eins og annars staðar.”

Kleber og Juliano langaði að gera mynd sem þeim báðum langaði að sjá og útkoman var Bacurau. Suður Amerískur vestri sem gerist í framtíðinni í einstaklega retró framsetningu.

Kaupa miða hér.