VFX með Dýrinu

Innsýn í sjónrænar brellur í Dýrinu
Teymið á bakvið Dýrið er það fyrsta í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar til að hljóta alþjóðleg verðlaun í flokki tæknibrellna.
Hrönn Kristinsdóttir (framleiðandi) ásamt Bjarka Guðjónssyni og Eggerti Baldvinssyni frá Trickshot setjast niður með okkur og fara almennt í gegnum eftirvinnsluferli Dýrsins. Hvernig tökum var háttað með tilliti til eftirvinnslunnar, fjarvinnu við í samstarfi við sænska samframleiðslufyrirtækið Chimney auk þess sem snert verður á mikilvægi eftirvinnslustjóra, hvort sem er í einföldum eða flóknum verkefnum.
Þessi viðburður er hluti af Bransadögum Stockfish, sem haldnir eru á Selfossi, 25.-27.mars 2022. Landsbankahúsið, Austurvegi 20, 800 Selfoss