Yung Lean: In My Head

Yung Lean: In My Head er saga ungs sænsks hipp hoppara sem reis hratt upp á stjörnuhimininn eftir að hann póstaði myndbandi á Youtube. Í myndinni fylgjum við honum eftir þar sem hann fer frá því að vera ungur strákur inn í fullorðinsárin með því að takast á við frama, eiturlyf, vini og geðræn vandamál.

Yung Lean og hljómsveitin hans Sad Boys ferðast um heiminn með tónlist sína og öðlast viðurkenningu frá stórum nöfnum í tónlistarbransanum. Nöfnum á við Frank Ocean, Travis Scott og Justin Bieber. 

Verðlaun

Tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Stockholm Film Festival. 

Ummæli

„This new documentary shines a light on one of modern rap music’s more influential, and controversial, figures, chronicling the rise and all of a troubled young artist“ – Joshua Brunsting, The CriterionCast

Kaupa Miða

Tegund: Documentary

Leikstjóri: Henrik S. Burman

Ár: 2020

Lengd: 96 mínútur

Land: Svíþjóð