Physical Cinema

Vasulka-áhrifin eða The Vasulka Effect, er ný heimildamynd eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur um myndlistarhjónin Steinu og Woody Vasulka, frumkvöðla í vídeólist sem höfðu mótandi áhrif á þróun myndlistar á seinni hluta 20. aldar. Þau hafa unnið sjálfstætt að sinni listsköpun áratugum saman, og aldrei beinlínis talið sig hluta af hræringum listheimsins, en á efri árum má segja að þau hafi hlotið almenna viðurkenningu sem brautryðjendur á sínu sviði. Heimildamyndin veitir okkur innsýn í líf þeirra, bæði í gegnum gamlar upptökur – og nóg er til af þeim – og ný og lífleg viðtöl við hjónin þar sem þau gera upp ferilinn, lífið, fortíð og samtíð.

Kaupa Miða

Tegund: Documentary

Leikstjóri: Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Ár:

Lengd: 87 mínútur

Land: Ísland