Sprettfiskur er stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.
Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni.
Sigurmyndin verður tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar sunnudaginn 10. mars. Það er okkur mikill heiður að tilkynna dómnefndina í ár en í henni sitja Alissa Simon dagskrárstjóri Palm Springs IFF, Steve Gravestock dagskrárstjóri á Toronto IFF og Wendy Mitchell norrænn fréttaritari Screen International og norrænn tengiliður San Sebastian kvikmyndahátíðarinnar.
Fjöldi umsókna barst í keppnina, en eftirtaldar sex myndir voru valdar til þátttöku;
Leikstjóri: Erlendur Sveinsson
Framleiðandi: Helga Jóakimsdóttir
STIMULI
Dagur í lífi.
Leikstjóri: Viktor Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Óskar Fjalarsson & Viktor Sigurjónsson
THE MENU
Thomas og Jane eru að prufa nýjan og dularfullan veitingastað til að krydda aðeins sambandið, en matseðillinn gæti verið meira en þau ráða við…
Leikstjóri: Atli Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Sigurjónsson & Nick Gonzalez
NEMA HVAÐ…
Eldri kona sem lifir góðu en fábrotnu lífi finnst hún vera heltast úr samtímalestinni, þegar hún ákveður að taka til sinna ráða.
Leikstjóri: Gunnur Martinsdóttir Schlüter
Producers: Gunnur Martinsdóttir Schlüter, Alda Valentína Rós
BLÓÐMERI (Blood Mare)
Ung kona brýst út úr erfiðum aðstæðum og heldur á flótta ásamt vinkonum sínum. Í stuttmyndinni Blóðmeri má heyra hið hljóðlausa, en um leið háværa óp kvenna í hörðum heimi.
Leikstjóri: Dominique Gyða Sigrúnardóttir
Framleiðandi: DRIF (Baltasar Breki Samper, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Sigríður Rut Marrow.)
XY
Lísa, 15 ára, býr yfir stóru leyndarmáli um líkama sinn og læknasögu. Þegar Bryndís æskuvinkona hennar kemur aftur inn í líf hennar áttar Lísa sig á hve lítið hún í rauninni veit um sjálfa sig.
Leikstjóri: Anna Karín Lárusdóttir
Framleiðandi: Anna Karín Lárusdóttir