Sprettfiskur

Sýningatímar

Dagskrá kynnt síðar

Sprettfiskur er stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni.

Sigurmyndin verður tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar laugardaginn 10. mars. Í dómnefnd þetta árið sitja; Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (leiksjóri), Hlín Jóhannesdóttir (framleiðandi) og Ísold Uggadóttir (leikstjóri).

Metfjöldi umsókna barst í keppnina, en eftirtaldar sex myndir voru valdar til þátttöku;

Behind closed curtains (Påfugl blant duer)
Leikstjóri: Hanna Björg Jónsdóttir.
Framleiðandi: Emilie M. E. Vincent.

Sjálfsmyndin getur verið barátta á unglingsárunum. En eru fullorðinsárin eitthvað auðveldari?

 

I’ll see you soon (Ég fer bráðum að koma)
Leikstjóri & framleiðandi: Örvar Hafþórsson

Dóttir segir frá móður sinni, í máli og myndum.

 

Open
Leikstjóri & framleiðandi: Atli Sigurjónsson and Ed Hancox

Rama vill bara gítarinn sinn aftur. Tiffany vill eitthvað meira.

 

Sama
Leikstjóri: Pantea Kabeh
Framleiðandi: Atli Óskar Fjalarsson

Ung stúlka álpast inn á flottan veitingastað og lokar sig inni á baðherbergi, burt frá snobbuðum veitingagestum. Þar inni, fær hún smjörþefinn af því lífi sem hana hefur dreymt um alla ævi.

 

The Day the Beans ran out (Dagurinn sem baunirnar kláruðust)
Leikstjóri & framleiðandi: Guðný Rós Þórhallsdóttir

Maður lifir ágætis lífi í gula húsinu sínu upp á heiði eftir að uppvakningar taka yfir Ísland. Þar hefur hann komið sér vel fyrir með varnargarði og dósamat. En þegar baunadósirnar hans taka upp á því að hverfa fer hann að gruna að eitthvað misjafnt sé á seyði.

 

Viktoría
Leikstjóri: Brúsi Ólason
Framleiðandi: Kári Úlfsson og Maggie Briggs

Viktoría stritar við að vera með búskap á ættaróðalinu, þrátt fyrir breytta tíma.

Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Sprettfiskinn!

Lesa meira

Norræn heimildamyndaveisla!

Lesa meira

Frá Cannes til Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar