





Um Stockfish
Kvikmyndahátíðin Stockfish kvikmynda og bransahátíð var haldin í níunda sinn dagana 23. mars til 2. apríl 2023.
Stockfish Film Festival & Industry Days er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin er haldin árlega í mars og stendur yfir í 11 daga. Með hátíðinni var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur endurvakin undir nýju nafni en hún var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978. Allt kapp er lagt á að starfrækja Stockfish á faglegan, gagnsæjan og lýðræðislegan hátt með stjórn skipaðri fulltrúum frá fagfélögum kvikmyndaiðnaðarins.
Markmið Stockfish er að þjóna samfélaginu sem hátíðin sprettur úr, efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Hátíðin leggur áherslu á að tefla fram metnaðarfullri dagskrá fyrir hátíðargesti og eru t.a.m. einungis sýndar yfir 20 sérvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir á hátíðinni. Dagskrá bransadaga Stockfish miðast ávallt við þarfir og óskir kvikmyndabransans hverju sinni.
Stjórn

Ragnar Bragason
Handritshöfundur og leikstjóri

Anton Máni Svansson
Framleiðandi

Tómas Örn Tómasson
Kvikmyndatökustjóri

Þórunn Lárusdóttir
Leikkona

Kristín Andrea Þórðardóttir
Framleiðandi

Arnar Þórisson
Kvikmyndagerðamaður
Teymið

Hrönn Kristinsdóttir
Listrænn stjórnandi

Carolina Salas
Framkvæmdastjóri

Ása Baldursdóttir
Ráðgjöf við dagskrá

Hrönn Sveinsdóttir
Framkvæmdarstjóri Bíó Paradís

Jenn Raptor
Umsjón með dagskrá

Helena Jónsdóttir
Physical Cinema - Sýningarstjóri

Paula Gozalvez
Gestastjóri

Matej Janiga
Verkefnastjóri

Birta Media
Heimasíða - Umbrot & stafræn markaðssetning

Mathilde Laure Dubois
Viðburðar og sýningarstjóri

Hildur Pétursdóttir
Sölu og markaðsstörf

Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir
Sölu og markaðsstörf

Óli Hjörtur Ólafsson
Kynningar- og almannatengsl

Kolbeinn Rastrick
Aðstoð við dagskrá

Desirée Alagna
Efnissköpun

Agla Þóra Þórarinsdóttir
Aðstoð við hátíð

Gunnar Bjarki Baldvinsson
Aðstoð við gestastofu

Lauréline Chapelin-Viscardi
Kynningarmál

Sóley Arngrímsdóttir
Textaskrif

Katarína Bozáňová
Ljósmyndari á hátíð

Katla Gunnlaugsdóttir
PR aðstoð