Fréttir - Stockfish Film Festival

Fréttir

Úrslitin í nýrri og stærri Sprettfisk stuttmyndasamkeppni

4/3/2022

Í gærkvöldi fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt á Hótel Holt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. Það eru Síminn og Kukl sem leggja til hin rausnarlegu verðlaun að verðmæti 4 miljónir króna. Stockfish stóð fyrir þeirri nýbreytni í ár að veita fleiri listformum innan kvikmyndagerðar brautargengi með því að bjóða upp á 4 keppnisflokka: Skáldverk, heimildarverk, tilraunaverk og tónlistarverk. Hámarkslengd í öllum flokkum var 30 mínútur. Það bárust rúm 100 verk inn í keppnina, dómnefndir stóðu því í ströngu við að fara í gegnum í allt efnið. Samkeppnin var hörð og það er ljóst að við eigum mikið af ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki hér á landi. Þó var ánægjulegt að sjá að keppnin samanstóð af heilbrigðri blöndu af verkum frá bæði nýju og reynslumiklu fólki. Anton Máni framleiðandi tók við verðlaununum fyrir hönd Hreiðurs. Skáldverk Sigurvegari í flokki Skáldverka var verkið Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason. Dómnefndina skipuðu David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon og hlýtur siguverkið að launum eina milljón króna í úttekt frá tækjaleigunni KUKL og eina milljón króna í verðlaunafé frá Símanum auk þess sem myndin verður á dagskrá Síminn Sjónvarp og fáanleg í veitu Símans í allt að eitt ár. Ummæli dómnefndar “There are some films that demand you are a part of the action in order to feel its emotional impact. Others ask you to be a quiet observer, a witness to forward momentum of life. This film chose the latter, keeping us locked in the view of one small stage for a family’s private journey. For its beautiful storytelling rooted in patience and love, the fiction jury has chosen Nest – Director – Hlynur Pálmason” Sérstök viðurkenning fór til myndarinnar Hex fyrir einstaka sýn en leikstjóri þess er Katrín Helga Andrésdóttir. Ummæli dómnefndar “The jury would like to single out a film whose bold vision and driving narrative create an unforgettable cinematic experience, announcing a director who must be given every opportunity to shine brighter and bigger, in any genre she picks next. Honorable Mention and a Special Jury Prize for Exceptional Vision goes to HEX – Director – Katrín Helga Andrésdóttir.” Móðir Snæfríðar tók við verðlaununum fyrir hennar hönd Tónlistarverk Í flokknum tónlistarverk vann verkið Vesturbæjar-beach eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Dómnefnd skipaði Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir og Þóra Hilmarsdóttir. Verðlaunin eru 250 000 kr frá Tækjaleigunni KUKL og 250 000 kr peningaverðlaun frá Símanum. Ummæli dómnefndar “Vesturbæjar-beach is a funny and insightful look at the tropical paradise of Reykjavík’s westside. The story is simple and executed with humor, and sincere playfulness, with lots of surprises along the way. It perfectly captures the optimism and positivity it takes to live on our chilly island. The work of the filmmakers is a great example of what can be done when good ideas are executed with little means and the visual approach takes you on a journey that is a joy to experience from beginning to end.” Heimildarverk Í flokki heimildarverka var það Brávallargata 12 eftir Birnu Ketilsdóttur Schram sem tók til sín verðlaunin. Dómnefndina skipuðu þau: Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa og Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Verðlaunin eru 500 þúsund króna úttekt hjá tækjaleigunni KUKL og 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum. Eins og önnur vinningsverk mun verkið vera á dagskrá Síminn Sjónvarp og aðgengilegt í veitu Símans næstu 12 mánuði. Ummæli dómnefndar “A brave experiment where the simple single-shot setup reveals family secrets and dynamics to the audience. It both freezes time and acknowledges space rarely revisited when the director places them in front of the old family home. The concise form gives a glimpse of what was and what did not become. Honest and true portrait.” Sérstaka tilnefningu hlaut myndin Step eftir Guðný Lind Þorsteinsdóttir. Ummæli dómnefndar “A well-shot and formed documentary that goes beyond the surface. A beautiful portrait of a dancer contrasted with some of the dance business's dark secrets. The brutal honesty exposes emotion and offers a solution, a way of survival without a whining tone or sentiment.” Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir Tilraunaverk Í flokki tilraunaverka var það verkið CHRYSALIS eftir Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur sem hlaut sigur úr býtum. Dómnefnd skipuðu Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir. Í verðlaun eru 250 þúsund kr úttekt frá KUKL tækjaleigu og 250 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum. Ummæli dómnefndar “Although experimental films explore non-narrative forms this particular film takes you on an orchestrated visual journey. The film is overflowing with beautiful imagery and colors, and a perfectly fitting set- and sound design. The personal voice-over narration gives the audience just enough to follow the intimate thoughts of the main character, gracefully accompanied by music. The editing and elements of mise-en-scene makes this an interesting film to watch.”

Skyggnst bakvið tjöld fréttaflutningsins

3/24/2022

„Myndin mín tekur áhorfandann baksviðs við fréttirnar“, segir úkraínski leikstjórinn Maryna Er Gorbach í viðtali við „Cineuropa“ um mynd sína Klondike (2022), sem er jafnframt opnunarmynd Stockfish í ár. Klondike fjallar um úkraínska fjölskyldu sem býr á landamærum Úkraínu og Rússlands í upphafi Rússó-Úkraínu stríðsins sem hófst árið 2014 og er að mörgu leyti undanfari að því hræðilega stríði sem nú geisar í Úkraínu. Eftirvænting sem varð að ótta Í myndinni fylgjumst við með verðandi foreldrunum Irku og Tolik sem búa í Donetsk-héraðinu í austurhluta Úkraínu við rússnesku landamærin sem var og er umdeilt yfirráðasvæði í tengslum við stríðið. Eftirvænting þeirra eftir að fá frumburð sinn í hendurnar breytist skyndilega í ótta þegar þau lenda í miðju vettvangs alþjóðlega flugslyssins „MH17“. Irka og Tolik verða því fyrir súrrealísku áfalli sem flak farþegaþotunnar og syrgjandi fjölskyldumeðlimir þeirra látnu allt í kringum þau undirstrika. Irka neitar að yfirgefa hús sitt þrátt fyrir að það hafi orðið fyrir sprengingu og sé í þann mund að vera hertekið af vopnuðum hersveitum. Hún reynir að koma á friði milli eiginmanns síns og bróður, sem grunar þau um að ætla að svíkja Úkraínu, með því að biðja þá um að gera við húsið. Hin margbrotnu áhrif stríðs „MH17“ vísar til malasísku flugvélarinnar sem var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þann 17. júlí 2014 en var skotin niður á meðan hún flaug yfir austurhluta Úkraínu. Allir um borð, 283 farþegar og 15 áhafnarmeðlimir létust í slysinu en um er að ræða mannskæðustu skotárás á farþegarflugvél til dagsins í dag. Rannsókn um tildrög slyssins leiddi í ljós að vélin hafði verið skotin niður með flugskeyti af rússneskum aðskilnaðarsinnum en nokkrum mánuðum fyrir slysið hafði stríð milli Rússland og Úkraínu brotist út af völdum átaka um yfirráð Krímskaga og Donbas-svæðisins. Í kjölfar styrkingu rússneskra hersveita á landamærum Rússlands og Úkraínu síðla árs 2021 jukust átökin verulega þegar Rússar hófu innrásina sem nú er enn í gangi, þann 24. febrúar 2022. Í Klondike fylgjumst við með því hvernig saklaust fólk verður fyrir barðinu á stríðinu sem hófst 2014, á margbrotin hátt. Vinir Tolik sem eru aðskilnaðarsinnar búast við því að hann gangi til liðs við þá á meðan bróðir Irku grunar þau um föðurlandssvik. Ásamt röð áfalla sem þau verða fyrir eru þau einnig milli steins og sleggju innan átakanna. Það er því allt annað en auðvelt fyrir verðandi foreldra að fóta sig í þessum nýja stríðshrjáða veruleika. Spurt og svarað með Oksönu Cherkashinu Aðalleikona myndarinnar, hin úkraínska Oksana Cherkashina, verður viðstödd opnunarsýninguna og verður með „spurt og svarað“ eftir hana. Hún er fædd árið 1988 og hefur gert það gott, bæði í kvikmyndum og leikhúsi. Hún útskrifaðist árið 2010 frá Alþjóðlega listaháskólanum í Kharkiv og er fastráðin í Kyiv leikhúsinu. Hvað varðar kvikmyndir er hún einna þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmynd Natalie Vorozhbyt Bad Roads (2020) sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Fyrir það hlutverk vann hún Kinokolo verðlaunin fyrir bestu leikkonuna árið 2020.   Mynd sem endurspeglar það sem fólkið er að ganga í gegnum Ásamt dómnefndarverðlaunum á Berlinale hátíðinni hefur Klondike einnig hlotið verðlaun fyrir leikstjórn á Sundance hátíðinni. Leikstjóri myndarinnar, Maryna Er Gorbach hefur áður leikstýrt verðlaunamyndum á borð við myndirnar Omar and Us (2019), Love Me (2013) og Black Dogs Barking (2009). Hún útskrifaðist frá pólska kvikmyndaskólanum Andrzej Wajda Master School of Film Directing og hefur verið meðlimur evrópsku kvikmyndaakademíunnar síðan 2017. Í „spurt og svarað“ eftir frumsýninguna á Sundance sagðist Maryna hafa dregið mikinn innblástur af eigin lífi. Hún segir jafnframt að myndin sé „listrænt verk sem endurspeglar það sem fólkið í Úkraínu er að ganga í gegnum, sérstaklega börnin sem búa  þar.“ Í umsögn franska kvikmyndagagnrýnandans Elenu Lazic fyrir „Cineuropa“ segir að Klondike sé bæði málefnaleg og reið mynd um „stríð séð innan frá, þar sem það þeysist inn í svæði og íbúa þess, í ruglandi, stighækkandi ofbeldi. Grimm og átakanleg öfl lífs og andspyrnu.“ Myndin á því svo sannarlega ríkt erindi við samtímann og veitir innsýn inn í líf hversdagslegs fólks og saklausra borgara sem, eins og óhugnanlegur fjöldi manns á þessu augnabliki, verða fyrir barðinu á hryllilegu stríði. Fyrir þau okkar sem fylgjast með stöðugum fréttaflutningnum úr fjarlægð er myndin jafnframt dýrmætt tækifæri til að, eins og Gorbach orðar það, skyggnast bak við tjöld fréttanna.

Bransadagar á Selfossi 25. - 27. mars

3/23/2022

Við sláum nýjan tón í Bransadaga Stockfish, eftir tvö mögur Covid ár. Í þetta sinn höldum við út úr bænum, nánar tiltekið á Selfoss, þar sem við munum hreiðra um okkur í gamla Landsbankahúsinu helgina 25. - 27. mars. Einstakt tilboð á gistinóttum hjá Hótel South Coast mun bjóðast þeim sem hug hafa á að fá sem mest út úr helginni. Viðburðir, tengslamyndun og upplifun í nýja miðbænum á Selfossi. Í þessu glæsta húsi opnar, nú í mars, nýtt vinnurými í anda Kjarvalstofu. Þar bjóðum við upp á spjallborð, ræður, tengslamyndun, drykki og gleði. Þess utan fá allir gestir armband og geta nýtt sér afslætti á (völdum) nærliggjandi stöðum og notið samvistar og fundahalda með öðrum gestum okkar. / / VERK Í VINNSLU Verk í Vinnslu hefur verið árlegur hluti Bransadaga frá upphafi Stockfish. Þar gefst kvikmyndargerðarfólki tækifæri til að kynna þau verk sem þau kunna að vera með í vinnslu, þá sérstaklega fyrir erlendum blaðamönnum og dagskrárstjórum alþjóðlegra kvikmyndahátíða sem sækja hátíðina. Meira hér. Federica Sainte-Rose Spjall - Federica Sainte-Rose Creative Artists Agency (CAA) Fjármögnun, sala og dreifing sjálfstætt framleiddra kvikmynda á alþjóðlegum markaði. Leikstjórar og framleiðendur sérstaklega velkomnir!Nánar HÉR. Kleber Mendonca og Emilie Lesclaux Meistaraspjall - Kleber Mendonca Filho & Emilie Lesclaux Hjónin Kleber Mendonça Filho and Emilie Lesclaux eru meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna Latnesku Ameríku. Myndir þeirra hafa náð miklum alþjóðlegum árangri og hlotið á annað hundrað viðurkenninga. Nánar HÉR. S Pamela RibonSara GunnarsdóttirRagnar Bragason Spjallborð - Handritagerð í umhverfi nýmiðla Hvaða þýðingu hefur þróun nýmiðla fyrir handristhöfunda í dag? Hver eru tækifærin og hverjar eru helstu hindranir? Nánar HÉR. Anika Kruse GRÆN kvikmyndagerð & sjálfbærni Fjarfundur með Birgit Heidsiek, frá Green Film Shooting, stofnanda og talskonu grænnar kvikmyndagerðar hjá Evrópumiðstöð sjálfbærrar fjölmiðlunar. Spjallborð í kjölfarið með Aniku Kruse, Sigríði Rósu Bjarnadóttur (FK), Önnu Maríu Karlsdóttur (KMÍ) ofl.TBA. Nánar hér. Stilla úr verðlaunamyndinni Lamb VFX Spjall - Innsýn í sjónrænar brellur í Dýrinu Teymið á bakvið Dýrið er það fyrsta í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar til að hljóta alþjóðleg verðlaun í flokki tæknibrellna. Þau ræða við okkur tilurð þess að hafa hlotið Evrópsku Kvikmyndaverðaunin í sínum flokki.“Tæknitjatt með Dýrisdátum” Nánar hér. Drykkur og mingl Klukkan 19:00 bæði á föstudeginum og laugardeginum í Landsbankahúsinu verða léttar veigar og tækifæri til að spjalla við aðra gesti. Eftirpartý Komdu og fáðu þér drykk með okkur á Risinu klukkan 21:00 á föstudag og laugardag. Aðrar staðsetningar Bíóhúsið Selfossi -Sýningatímar Hotel South Coast -Heimasíða Mjólkurbúið - Mathöll - Vefsíða Risið Vínbar - Vefsíða

Rammi sögunnar víkkaður

3/16/2022

Heimildarmyndirnar Writing With Fire (2021) og Framing Agnes (2022) verða sýndar á hátíðinni í ár en þær segja sögur jaðarsettra hópa frá mismunandi heimshornum. Báðar myndirnar miða að því að skoða og endurskilgreina valdastrúktúra innan mismunandi samfélaga í gegnum heimildarmyndaformið en önnur myndin segir frá fréttakonu sem tilheyrir hinum kúgaða hóp Dalít-kvenna á Indlandi og hin frá sögu trans kvenna í Bandaríkjunum. Gamalt og rótgróið stéttakerfi á Indlandi Saga Indlands er afar flókin, segir leikstjóra- og framleiðanda tvíeyki Writing With Fire Rintu Thomas og Sushmit Gosh. Í yfir 3000 ár hefur samfélagslegt stigveldi sem kallað er kastakerfið skipt indversku samfélagi niður í fjóra aðgreinda hópa. Þrátt fyrir að kastakerfið sé opinberlega bannað með lögum er það ennþá við lýði víða á Indlandi en þetta ósýnilega og bindandi stéttakerfi sem fólk fæðist inn í er samofið sjálfsmynd þess. Dalítar eru sá hluti indversks samfélags sem eru álitnir svo „skítugir“ og óæðri að þeir fá ekki einu sinni stað innan kastakerfisins en fólkið sem tilheyrir þessum hópi sætir enn í dag grimmilegri kúgun og ofbeldi. Síðastliðin sex ár hefur Indland jafnframt farið frá því að vera land öflugs lýðræðis til hægri-sinnaðrar forræðishyggju. Writing With Fire gerist í Uttar Pradesh, fjölmennasta ríki Indlands sem er þekkt fyrir alræmda spillingu, kúgun minnihlutahópa og ofbeldi gegn konum. Í myndinni fylgjumst við með eina indverska dagblaðinu sem rekið er af Dalítkonum en vopnaðar snjallsímum einum saman brjóta aðalfréttakonan Meera og blaðamenn hennar niður hefðir með fréttaflutningi sínum og endurskilgreina þannig hvað það þýðir að vera valdamikill innan geira þar sem karlmenn ríkja yfir öllu og sjálfstæðir og óritskoðaðir fjölmiðlar eru á undanhaldi. Leikstjórahjón sem leggja áherslu á félagslegt réttlæti Rintu Thoms og Sushmit Gosh verðlaunað leikstjóra- og framleiðandatvíeyki og hjón til 6 ára. Saman leggja þau áherslu á að skapa og framleiða kvikmyndir sem hafa vald til að knýja fram félagslegar breytingar. Árið 2009 stofnuðu þau framleiðslufyrirtækið Black Ticked Films sem leggur áherslu á sannsögulega (e. non fiction) frásagnarlist og félagslegt réttlæti. Writing With Fire er fyrsta heimildarmynd þeirra í fullri lengd og er tilnefnd til óskarsverðlauna, hefur hlotið 17 alþjóðleg verðlaun, þar á meðal sjö verðlaun fyrir bestu heimildarmyndina. Hún hlaut einnig tvö verðlaun á Sundance hátíðinni árið 2021. Árið 2012 hlutu Rintu og Sushmit forsetaverðlaunin, æðstu verðlaun kvikmyndagerðafólks í Indlandi en myndir þeirra hafa jafnframt verið notaðar í kennslu um samfélagsleg áhrif í háskólum víða. Trans fólk eigi að vera sögumenn í eigin sögum „Birtingarmynd trans- og kynsegin samfélagsins hefur tekið verulegum breytingum á síðasta áratugnum“, segir Chase Joynt, leikstjóri Framing Agnes sem var heimsfrumsýnd á Sundance hátíðinni árið 2022 og hlaut tvenn verðlaun. Hann segir mynd sína sprottna af þeirri trú að trans fólk eigi sjálft að vera leiðtogar trans hreyfingarinnar og sögumenn sagna um trans fólk en hinsegin fólk úr ýmsum áttum kemur að gerð myndarinnar. Í henni leikur til að mynda einvala lið trans leikara en þar á meðal eru Zackary Druvker, Angelica Ross, Jen Richards og Max Wolf Valerio. Gildi ófullkominna sagna Framing Agnes reynir á þolmörk heimildarmyndaformsins en myndin er leikin heimildarmynd sem fjallar um brautryðjandan Agnesi sem var trans kona á sjötta áratugnum sem tók þátt í kynheilsurannsókn Harold Garfinkel í UCLA og leitaðist eftir kynleiðréttingaraðgerð. Lengi vel var saga hennar talin einstök eða þar til árið 2017 þegar áður óseð skjöl fundust inni í ryðguðum skjalaskáp. Í myndinni er því miðað að því að setja sögu Agnesar í nýtt samhengi, ekki sem einangrað tilvik heldur hluta af stærri og fleiri sögum. „Ófullkomnar sögur hafa ótrúlegt gildi. Þær hjálpa okkur bæði að viðurkenna hvar við erum núna og að ímynda okkur nýja möguleika fyrir framtíðina“, segir Joynt en myndin varpar meðal annars ljósi á það hvernig fjölmiðlaumfjöllun um trans fólk hefur breyst í tímans rás og einnig hvernig „áhyggjuraddir hvers tímabils fyrir sig eru yfirfærðar á líkama þeirra sem eru hvað mest jaðarsettir án þeirra samþykkis.“ Til þess notar hann ýmsar mismunandi upptökuaðferðir, allt frá Super 8 til upptöku innblásna af spjallþáttum. Gagnrýnið sjónarhorn á vald og sannleika Viðtöl í spjallþáttum á fimmta áratugnum mörkuðu tímamót í sjónvarpssögu trans fólks en sú saga er að mörgu leyti lituð vafasömum og jafnvel ofbeldisfullum ásetningi í garð trans fólks. Þrátt fyrir það er þetta einn af fáum vettvangi þar sem líf og saga trans fólks hefur verið vel skjalfest og, að sögn handritshöfundar myndarinnar Morgan M Page, miðar Framing Agnes að því að sýna fram á þetta ásamt því að tengja þessa flóknu og ófullkomnu sögu við líf trans fólks í samtímanum. Á svipaðan hátt og Writing With Fire býður Framing Agnes þannig upp á gagnrýnið sjónarhorn á vald og sannleika en markmið beggja mynda er að víkka ramman sem sögur þessa tveggja samfélagshópa eru sagðar í gegnum. Það er því ljóst að áhorfendur eiga hugvíkkandi stundir í vændum á Stockfish í ár.

Sprettfiskur 2022 - Keppnismyndir!

3/16/2022

Markmið keppninnar er að vekja athygli á hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur verðlaunafé í boði Símans og úttekt hjá tækjaleigu Kukl að verðmæti allt að tveimur milljónum kr. Einnig verður sérstök Sprettfisk verðlaunasýning hjá Símanum þar sem allar verðlaunamyndir verða sýndar, bæði í línulegri dagskrá og á veitunni í allt að 12 mánuði. Talsverðar breytingar eru á Sprettfisk þetta árið með það að markmiði að þjóna og vekja athygli á breiðari hóp kvikmyndagerðafólks og kvikmyndaverka. Sprettfiskur er því nú haldinn á fjórum keppnisbrautum þar sem skáldverk, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistaverk eru aðskilin. Það er greinilega mikið af hæfileikafólki sem Ísland elur en það voru hátt í 100 verk send inn í keppnina sem er metfjöldi! Í dómnefnd 2022 sitja: Heimildaverk - Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa og Hrafnhildur Gunnarsdóttir Tilraunaverk - Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir Tónlistaverk - Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir og Þóra Hilmarsdóttir Skáldverk - David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon Eftirtaldar 20 myndir keppa í Sprettfisk 2022: Heimildarverk Brávallagata 12 - Leikstjóri - Birna Ketilsdóttir Schram Flight of the Puffin - Leikstjóri - Rakel Dawn Hanson From Pasture Into Hands - Leikstjóri - Thurý Bára Birgisdóttir Grand Hótel Nýlundabúðin Puffin Hótel - Leikstjóri - Elín Elísabet Einarsdóttir, Rán Flygenring Step - Leikstjóri - Guðný Lind Þorsteinsdóttir Tilraunaverk CHRYSALIS - Leikstjóri - Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir Corpus - Leikstjóri - Klāvs Liepiņš Scene From a White Wedding - Leikstjóri - Birna Ketilsdóttir Schram Var - Leikstjóri - Anna María Richardsdóttir, Áki Frostason Worth - Leikstjóri - Helga Katrínardóttir Skáldverk Days Without - Leikstjóri - Ívar Erik Yeoman Free Men - Leikstjóri - Óskar Kristinn Vignisson HEX - Leikstjóri - Katrín Helga Andrésdóttir Lúser - Leikstjóri - Nikulás Tumi Hlynsson Hreiður - Leikstjóri - Hlynur Pálmason Tónlistaverk Birnir - Spurningar (feat.Páll Óskar) - Leikstjóri - Magnús Leifsson Ég er bara að ljúga er það ekki? - Leikstjóri - Annalísa Hermannsdóttir Rottur - Leikstjóri - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Sin Fang - Soy Un Animal - Leikstjóri - Magnús Leifsson Vesturbæjar Beach - Leikstjóri - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju!

Barnapía og lifandi borðspil á Midnight Madness

3/12/2022

Í ár verða tvær myndir sýndar á Midnight Madness. Annars vegar Babysitter sem er gamanmynd með hryllingsívafi og hins vegar Murder Party sem fjallar um hæfileikaríkan arkitekt sem tekur að sér nýtt verkefni en endar í lifandi borðspili þar sem hún er að rannsaka morð á yfirmanni sínum. Í Babysitter eftir Moniu Chokri, er hinum miðaldra Cédric vikið úr vinnu eftir að hafa kysst blaðakonu, ölvaður, í beinni útsendingu. Fastur heima með konu sinni Nadine og órólegu barni, ákveður Cédric að gerast meðhöfundur bókar með bróður sínum, þar sem þeir biðjast afsökunar á kvenfyrirlitningu sinni. Inn í söguna kemur þá Amy, dularfull og frjálsleg ung barnapía sem neyðir þríeykið til þess að takast á við erfiðar tilfinningar á sama tíma og hún snýr lífi þeirra á hvolf. Leikkonan og leikstýran Monia Chokri Frá því hún útskrifaðist frá Conservatoire d’art dramatique árið 2005 hefur Monia Chokri tekið þátt í fjölmörgum uppsetningum á leiksviði. Í sjónvarpi hefur hún meðal annars leikið í „Les rescapés” og „Nouvelle adresse”. Hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu var í „Heartbeats” eftir Xavier Dolan og nýverið lék hún í „Les Affamés” eftir Robin Aubert. Fyrsta mynd hennar í fullri lengd sem leikstýra var myndin „A Brother’s Love”, sem hlaut Un Certain Regard Coup de Coeur verðlaun á Cannes kvikmyndahátíðinni 2019. Babysitter er önnur mynd hennar í fullri lengd og hún leikur sjálf í myndinni ásamt Nadiu Tereszkiewicz og Patrick Hivon. Konur uppspretta illsku- og skelfingar Líkt og fyrsta mynd hennar er Babysitter einnig tekin upp á filmu. „A Brother’s Love” var skotin á 16mm filmu en Babysitter á 35mm. „Fyrir mér jafnast ekkert á við áferðina sem fæst með því að nota filmu. Þetta er spurning um sjónarhorn og stíl.“ Notkun filmunnar ýtir undir dularfullt og „vintage“ útlit myndarinnar. Chokri vildi einnig heiðra hrollvekjuna sem kvikmyndagrein, sem hefur lengi þróað með sér sérkennilegt sjónarhorn þegar kemur að konum. „Hryllingsmyndir sjöunda, áttunda, níunda og tíunda áratugarins hafa ávallt sýnt konur á sama hátt – þær eru nánast alltaf uppspretta illsku og skelfingar.“ Samkvæmt henni er Babysitter gamanmynd sem notar ákveðin atriði hryllingsmynda. „Hryllingurinn kemur út frá kvenpersónunum vegna þess að þær eru valdamiklar. Það er þetta kvenlega vald sem hræðir fólk.“ Byggð á samnefndu leikhúsverki Myndin er aðlögun samnefnds leikhúsverks Catherine Léger. Chokri vissi að Léger væri að leita eftir manneskju til að hjálpa henni að koma verkum sínum yfir á hvíta tjaldið og setti sig í samband við hana. Áður en þær hittust fór Chokri að sjá leikritið hennar, Babysitter. Henni þótti það „fjalla vel um þá hljóðlátu reiði og þann uppbyggða pirring sem síðar yrði talað um sem #metoo hreyfinguna.” Einnig sagði hún að „Catherine sýndi fram á hinn almenna kvíða sem menn og konur upplifa í dag, á meðan þau endurskilgreina kynjahlutverk sín, bæði félagslega og persónulega.“ Miskunnarlaus húmor „Húmor hennar er miskunnarlaus - hún hlífir engum, en hún hefur ávallt skarpt auga,” segir Chokri um Catherine. Henni líkar hvernig persónurnar segja hluti við hvora aðra sem þær meina ekki. „Í raunveruleikanum… þá er ertu með tilhneigingu til að draga úr því sem þér í raun og veru finnst. Það skapar lög sem gera persónurnar dýpri og útfærðari.“ Hún bendir einnig á hvernig persónurnar eru hvorki algóðar né alslæmar. Þær þurfa allar að takast á við sínar eigin þráhyggjur og taugakvilla. „Það er nálægt raunveruleikanum, og þó ég hafi gefið myndinni skáldlegt yfirbragð, þá er auðvelt að tengja við persónurnar.“ Murder Party Murder Party eftir Nicolas Pleskov Murder Party er fyrsta myndin í fullri lengd sem Nicolas Pleskov leikstýrir, en hann er einnig handritshöfundur hennar ástamt Elsu Marpeau. Áður hefur hann gert þrjár stuttmyndir. Önnur mynd hans, „Zoo“, vann New Visions verðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Katalóníu árið 2013, og hlaut tilnefningu til Golden Horseman verðlaunanna á Kvikmyndahátíðinni í Dresden árið 2014. Lifandi borðspil Í Murder Party fylgjum við Jeanne; hæfileikaríkum arkitekt sem tekur að sér nýtt verkefni: Að endurnýja hið glæsilega Daguerre höfðingjasetur sem er í eigu sérkennilegrar fjölskyldu úr borðspilaveldinu. Þegar húsráðandinn og ættfaðirinn, César, finnst látinn liggja allir undir grun. Skyndilega breytist verkefni Jeanne í lifandi borðspil, með það að markmiði að afhjúpa morðingjann. Í þessari kómísku spennumynd má finna leikborð í raunstærð og sérkennilega karaktera. Fjölskyldufaðirinn, César (Eddy Mitchell), er stofnandi risastórs borðspila fyrirtækis. Jeanne Chardon Spitzer (Alice Pol), er ungur arkitekt sem kemur inn í heim Daguerre fjölskyldunnar til þess að aðstoða við endurbætur setursins. Þegar fjölskyldufaðirinn er myrtur á dularfullan hátt dregst hún ósjálfrátt inn í ráðgátuna. Hún neyðist til að leita að vísbendingum, leysa alls kyns próf og þrautir, á sama tíma og hún reynir að afhjúpa morðingjann. Aðalleikonan Miou-Miou Hin margverðlaunaða leikkona, Miou-Miou, fer með hlutverk Joséphine Daguerre. Miou-Miou hefur hlotið tilnefningu til César verðlaunanna tíu sinnum sem besta leikkona, en hún vann flokkinn árið 1980 fyrir hlutverk sitt í „La Dérobade”. Hún og Eddy Mitchell hafa leikið saman nokkrum sinnum áður. Hún fór fögrum orðum um hann í nýlegu viðtali við Femme Actuelle, en hún sagði að henni liði líkt og þau væru par. „Hann er svo góður… ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir honum.” Þegar hún var spurð að því hvernig það hefði verið að vinna með Nicolas Pleskov sagði hún að þeim hafi strax komið vel saman og að Murder Party væri alfarið hans sýn; „Eitthvað alveg sérstakt.” Báðar myndir verða til sýningar á Midnight Madness á hátíðinni í ár.

Post Mortem - Fyrsta ungverska hryllingsmyndin í fullri lengd

3/9/2022

Post Mortem, eftir leikstjórann Péter Bergendy, er fyrsta ungverska hryllingsmyndin sem gefin hefur verið út í fullri lengd. Ungur, ráfandi ljósmyndari endar í litlu ungversku þorpi um miðjan, nístingskaldan, vetur árið 1918 þar sem draugar hinnar sársaukafullu fortíðar ráða yfir. Því meira sem hann kynnist lífinu í þorpinu, því meira finnst honum sem hann verði að flýja það.  Fjandskapur og skuggaverur Eftir eyðilegginguna sem fyrri heimsstyrjöldin og Spænska veikin skildu eftir sig, eru óteljandi andar fastir í hinum mannlega heimi. Ljósmyndarinn Tomás, sem myndar fólk eftir andlát þess, ráfar inn í ungverskt þorp sem er undirlagt öndum. Þar hittir hann Önnu, litla munaðarlausa stúlku, og ef til vill undirmeðvitund sína. Hljóðin í nóttinni, þorpið sem er umvafið fjandskap, undarleg andlát og skuggaverur sem birtast í ljósmyndum hans verða til þess að hann yfirgefur þorpið undir eins. Einungis sýn næturinnar og fullvissa þess að draugar séu til, fá Tomás til að snúa aftur til þorpsins, þar sem samviska hans og þörf fyrir hasar vakna til lífsins. Hann ákveður að nýta þau verkfæri sem hann hefur til þess að rannsaka fyrirætlanir drauganna og finna leið til að losna við þá. Litla stúlkan fylgir spennandi og hættulegum könnunarleiðangri Tomásar, en þau finna engin svör. Á meðan stigmagnast eyðilegging andanna með hverju augnabliki. Sálfræði hryllingsins Post Mortem er fyrsta ungverska hryllingsmyndin í fullri lengd. Sem barn var leikstjórinn Péter Bergendy mikill aðdáandi hryllingsmynda. Þrátt fyrir að hryllingsmyndir hafi verið bannaðar undir sósíalískri stjórn Ungverjalands, þá tókst honum að sjá allar þær helstu. Þegar hann var sex ára gamall, árið 1970, fékk hann sína fyrstu myndavél að gjöf frá afa sínum. Upp frá því augnabliki varð kvikmyndin stór hluti af lífi hans. Bergendy vildi, ásamt félaga sínum og skapandi framleiðanda myndarinnar, Gábor Hellebrandt, skapa draugasögu með sálfræðilegu ívafi en væri einnig nátengd Ungverjalandi. „Við endurvöktum drauga frá tímum mikils missis í ungversku samfélagi, í miðjum faraldri spænsku veikinnar í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar.“ Bergendy útskrifaðist upprunalega sem sálfræðingur og skrifaði lokaritgerð sína um sálfræðileg áhrif hryllings; „vegna þess að hryllingur segir okkur eitthvað mikilvægt um undirmeðvitundina, [hann] afhjúpar vinnuferli og vandamál hugans í hinu forna tungumáli mannlegra tákna og erkitýpa... það er gríðarlega spennandi.“ Það er von þeirra að áhorfendur fylgi þeim inn í þessa andlegu veröld og leyfi sögunni að snerta við djúpum lögum undirmeðvitundarinnar. Margverðlaunaður leikstjóri Bergendy var ritstjóri að ungverskri útgáfu tímaritsins „German Cinema Magazine“ um tíu ára skeið. Hann starfaði við fræðilegar rannsóknir fyrir Ungversku Kvikmyndastofnunina og einnig sem ritsjóri og leikstjóri í ungversku sjónvarpi. Undanfarin 25 ár hefur hann leikstýrt bæði ungverskum og alþjóðlegum auglýsingum, en margverðlaunaðar auglýsingar hans eru sýndar á heimsvísu. Fyrsta mynd hans í fullri lengd var rómantíska gamanmyndin „Stop Mom Teresa!“. Hún kom út árið 2004 og hlaut mikla alþjóðlega viðurkenningu. Önnur mynd hans, „The Exam“, hlaut verðlaun í flokki nýrra leikstjóra á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago árið 2012 og spennutryllir hans, „Trezor“, var tilnefnd á Emmy verðlaunahátíðinni árið 2020. Hún er fyrsta ungverska sjónvarpsmyndin til að hljóta þá tilnefningu.

Teiknimyndasería úr smiðju Disney-höfunds í leikstjórn Íslendings

2/25/2022

Teiknimyndaserían MyYear Of Dicks (2022) verður frums´ýnd á Stockfish en hún er skrifuð af bandaríska handrits- og metsöluhöfundinum Pamelu Ribon en hún er meðal handritshöfunda ýmissa stórra teiknimynda, til að mynda Disney-myndanna Moana og Ralph Breaks The Internet. Pamela og Sara munu sitja fyrir svörum eftir frumsýningu og svo verður einnig tækifæri til að heyra betur í Pamelu í Panelumræðum um nútímahandritsgerð á Bransadögum á Selfossi. Ásamt því að hafa skrifað teiknimyndir og sjónvarpsþætti er Pamela er einnig metsöluhöfundur og hefur skrifað bæði teiknimyndasögur og skáldsögur. My Year Of Dicks er rómantísk gamansería sem fjallar um fimmtán ára unglingsstelpu í útjaðri Houston sem hefur sett sér það markmið að missa meydóminn en serían er aðlögun upp úr endurminningarbók hennar sem kom út árið 2017 og ber nafnið Notes To Boys: And Other Things I Shouldn‘t Share in Public. Sara GunnarsdóttirPamela Ribon Samstarf Pamelu og Söndru „Ég vissi að ég vildi vinna með Söru um leið og ég sá teiknimyndir hennar“ segir Pamela en leikstjóri seríunnar er íslenski leikstjórinn og listamaðurinn Sara Gunnarsdóttir. Sara hefur leikstýrt bæði teiknimyndum og tónlistarmyndböndum ásamt því að hafa búið til listaverk (e. orginial artwork) fyrir bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti, þar á meðal kvikmyndina Diary Of a Teenage Girl (2015) eftir Marielle Heller og HBO heimildarseríuna The Case Against Adnan Sayed (2019). Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er með MA gráðu í tilraunakenndum teiknimyndum frá CalArts í Kaliforníu en lokaverkefni hennar, teiknaða heimildarstuttmyndin „The Pirate of Love“, hlaut tilnefningu til akademísku nemendaverðlaunanna (e. Student Academy Awards). Verk hennar hafa jafnframt verið sýnd á MOMA nýir leikstjórar / nýjar kvikmyndir í New York, AFI Fest í Los Angeles og Telluride hátíðinni í Colorado. Sara Sara segist hafa unnið með heim unglingsstelpurnnar í gegnum allan feril sinn. Fyrsta stuttmynd hennar, „Sugarcube“ (2009) fjallar til að mynda um uppvöxt og fyrstu ástarsorgina. Um ólgu unglingsárana segir hún: „Ég held að flestar konur horfi til baka til unglingsárana og sjái þær aðstæður sem þær voru í í öðru ljósi. Ég held að flestum okkur líði eins og við höfum lifað unglingsárin af. Við komum upp á yfirborðið hinum megin við unglingsárin, sumar ómeiddar, aðrar ekki.“ Hún segir að lýsingar Pamelu í Notes To Boys um ástir og kynlíf unglings einlægar og eitthvað sem margir geti tengt við. Sýn Söru á teiknimyndir hafa, að hennar sögn, alltaf einblínt á tilfinningar fólks og hún segir skrif Pamelu hafa opnað dyr að vitund unglingsins í sér á persónulegum grundvelli. Einstakir hæfileikar fyrir að skapa nostalgísk og tímalaus augnablik Hún segir jafnframt að teiknimyndir geri okkur kleift að sameinast sjónarhorni sögupersónunnar og setja okkur í spor hennar á nokkuð bókstaflegan hátt en við hönnun á þáttunum lagði hún áherslu á að byggja upp heim sem endurspeglar í senn þá tilfinningu sem fylgir því að líta til baka á unglingsárinn og að vera staddur þar akkúrat í augnablikinu. Hún leggur áherslu á náttúrulegan tón í teikningunum sem hún segir skapa rými sem ýti undir myndmálið og skapi áþreifanlega andstæðu milli sýn áhorfanda á atburði og innri viðbrögð persónunnar við þeim. Rík áhersla á persónulega sköpun og tilfinningalega afhjúpun Pamela segir Söru hafa sérstakt næmi fyrir sjónarhorni en hún segir að hún hafi sérstaka hæfileika þegar kemur að því að gera augnablik bæði nostalgísk og tímalaus í senn. Hún segir seríuna innihalda upptökur, raddir, myndir og fólk frá öllu æviskeiði sínu og að það sé sannarlega súrrealísk tilfinning að sjá þetta allt koma saman. Pamela leggur áherslu á hið persónulega í verkum sínum en ásamt því að gefa út endurminningar hefur hún einnig haldið úti blogginu „pamie.com“ þar sem hún hefur meðal annars skrifað esseyjur á borð við „How I Might Have Become the Newest Urban Legend“ og „Barbie Fucks it Up Again“ sem fóru eins og eldur í sin um internetið. Eins og áður segir fjallar My Year of Dicks um Pam, fimmtán ára stelpu í Houston á tíunda áratug síðustu aldar, sem hefur einsett sér að missa meydóminn. Hún lifir og hrærist mitt á milli raunveruleikan og fantasíu með því að reyna kanna mismunandi týpur af strákum eins og gothara, hjólabrettakappa, indie-kvikmyndasnobbhana og fleiri, án þess að vera sett í straff af foreldrum sínum. Pamela og Sara verða viðstaddar Stockfish Pamela segir að í fyrri tíð, þegar hún hafi verið að byrja að segja þessar persónulegu sögur hafi hún oft verið spurð að því hvers vegna hún hafi ekki brennt blaðsíðurnar sem hún hafði skrifað sem afhjúpuðu tilfinningar hennar svona. Hún viðurkennir að það hafi tekið langan tíma fyrir hana að slaka á varnarstellingunum en það hafi á endanum tekist: „Eins og ég sagði þeim sem spurðu mig hvers vegna ég brenndi ekki hverja eina og einustu blaðsíðu – Hvers vegna ættum við að halda áfram að þykjast ekki hafa rétt svo komist út úr þessu öllu lifandi? Þessi mynd er fyrir alla þá sem héldu að þessir dagar myndu aldrei taka enda.“ Pamela Ribon verður einn af gestum Stockfish í ár en hún og Sara munu sitja fyrir svörum eftir frumsýningu þáttanna auk þess sem Pamela verður einn af þátttakendum í panelumræðum um nútíma handritsgerð á Bransadögum Stockfish á Selfossi.

Opið fyrir Verk í Vinnslu

2/23/2022

Bransahelgi Stockfish Film Festival 25. til 27. mars 2022 Með þátttöku í Verk í vinnslu gefst aðstandendum kvikmyndaverka sem ekki eru tilbúin til sýningar einstakt tækifæri til að kynna verk sín fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum sem og öðrum áhugasömum. Mikill áhugi hefur ávallt verið fyrir viðburðinum, sérstaklega hjá þeim erlendu blaðamönnum sem koma á hátíðina. Þátttakendur sýna c.a. 2-7 mínútna myndbrot úr verkum sínum og að því loknu taka aðstandendur myndarinnar við spurningum úr sal. Ath. myndbrot er skilyrði fyrir þátttöku þannig þau verk sem hafa ekki hafið tökur geta ekki fengið að vera með (að þessu sinni). Þátttakendur sem hafa áhuga á að vera með geta sent póst á events@stockfishfestival.is merkt sérstaklega ‘Verk í vinnslu’ með eftirfarandi upplýsingum fyrir 10. mars / ATH FRAMLENGT til 18.mars: Nafn myndar (bæði á frummáli og ensku) Tegund myndar Leikstjóri Framleiðandi Aðstandandi (hver verður viðstaddur Q&A) og titill/hlutverk Stutt synopsis (bæði á íslensku og ensku) Tengiliðaupplýsingar (fyrir fjölmiðla og fagaðila) Mynd(ir) (stillur og/eða plakat) í góðri upplausn Myndbrot (2-7 mín) Stockfish Film Festival verður haldin í áttunda sinn dagana 24. mars til 3.apríl 2022. Hátíðin stendur einnig fyrir bransadögum fyrstu helgi hátíðarinnar sem hefur það að markmiði að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli og að opna fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað. Hátíðin er haldin í samvinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands og félögin í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi; FK, SKL, SÍK, FÍL, ÍKS og FLH. Á hátíðinni í ár verða sýndar yfir 20 handvaldar verðlaunamyndir og von er á yfir 20 erlendum gestum alls staðar að úr heiminum.

Nunnudrama og parkour á Gaza-svæðinu

2/21/2022

Meðal gesta á Stockfish í ár eru portúgalski leikstjórinn David Bonneville og ítalski leikstjórinn Emanuele Gerosa. Þeir munu meðal annars vera með spurningar og svör um nýjustu myndir sínar, The Last Bath og One More Jump, sem sýndar verða á hátíðinni en báðar hafa þær hlotið verðlaun á hátíðum um allan heim. „Myndirnar mínar endurspegla persónuleika minn og þess vegna eru þemun endurtekin – þau endurspegla áhyggjur mínar, ótta og þrár“ sagði David Bonneville í samtali í tengslum við Berlinale hátíðina en myndir hans fjalla oftar en ekki um flókin samskipti, þrár og langanir sem flokkast ekki undir almennt norm. Að The Last Bath undanskilinni er hann þekktastur fyrir stuttmyndir sínar Gypsy og Heiko en hann hefur einnig gert ýmis vídeóverk og örmyndir sem hafa hlotið góðar viðtökur og unnið til verðlauna. The Las Bath Tabú gjarnan viðfangsefni í myndum Bonneville The Last Bath er fyrsta mynd Bonneville í fullri lengd en hún fjallar um Josefine, 40 ára nunnu, sem er í þann mund að fara að sverja heit sín þegar hún snýr aftur í heimabæ sinn til að vera við jarðarför föður síns. Þar hittir hún 15 ára frænda sinn sem hefur verið yfirgefin af móður sinni. Einangruð í gamla fjölskylduhúsinu byrja að myndast flóknar og óskilgreindar tilfinningar á milli þeirra. „Þetta er sterk hátíðarmynd sem ætti að skapa umræðu og andstæðar siðferðisafstöður til megin sambandsins“ segir meðal annars í umsögn á screendaily.com. Myndin hlaut verðlaun fyrir bestu mynd í fullri lengd og bestu leikkonu á Luso-Brazilian hátíðinni í Santa Maria Feira. Hún var einnig tilnefnd til Ingmar Bergman verðlaunanna í Gautaborg og var framlag Portúgal til Óskarsverðlaunana ásamt því að hafa hlotið tugi önnur verðlaun og tilnefningar. Með aðalhlutverk fara tvíburarnir Anabela og Margarida Moreira og hinn átján ára gamli Martim Canvarro. One More Jump Að sigrast á hindrunum er daglegt brauð barna á Gaza One More Jump er önnur heimildarmynd Manu Gerosa í fullri lengd en hún hefur verið sýnd á hátíðum víða um heim og hlaut meðal annars PRIX EUROPA verðlaunin fyrir bestu evrópsku sjónvarpsheimildarmyndina árið 2020 í Þýskalandi. Fyrsta mynd hans, Between Sisters, hlaut einnig nokkur verðlaun og var sýnd á fjölda hátíða. One More Jump fjallar um þá Jehad og Abdallah, stofnendur Gaza Parkour hópsins, sem ólust upp saman á Gaza svæðinu. Þeir stofnuðu hópinn til að gefa yngri kynslóðum annan valmöguleika en stríðið en vegna ólíkra ákvarðana í lífinu skildu leiðir þeirra. Þrátt fyrir að hafa ekki talast við í nokkur ár virðast örlög þeirra þó speglast hvor í öðrum og nú, meira en nokkru sinni fyrr, þurfa þeir að finna leið til frelsis fyrir þá sem, eins og þeir, fæddust í fangelsi. „Það eru náin táknræn tengsl milli „parkour“ og veruleikans sem fólk stendur frammi fyrir á hverjum degi á Gaza svæðinu“ segir Gerosa. Í myndinni notar hann „parkour“ sem sjónræna myndlíkingu fyrir aðstæðurnar á Gaza en það að sigrast á hindrunum er daglegt brauð í lífi ungra krakka á svæðinu. „Á hverjum degi taka þessir krakkar þátt í hættulegum áhættuatriðum, sem ögra hindrunum raunveruleikans sem þau fæddust inn í á táknrænan hátt. Þeir geta haldið fast fram, mistekist, reynt aftur eða ná að framkvæma hið fullkomna stökk en veggurinn sem aðskilur þá frá umheiminum mun alltaf vera þar, óyfirstíganlegur.“ Gerosa segir Palestínumenn neyðast til að lifa eins og aðkomumenn í eigin landi og séu því dæmdir til að lifa sem aðkomumenn hvert sem þeir koma. Í gegnum sögu Jehad og Abdallah segist hann vilja vekja fólk til umhugsunar um merkingu „frelsis“ fyrir fólk sem er fætt og hefur alist upp í fangelsinu sem Gaza svæðið er. Þrátt fyrir ólík form og efnistök eiga The Last Bath og One More Jump það sameiginlegt að vera spennandi og ögrandi verðlaunamyndir eftir leikstjóra sem veigra sér ekki undan flóknum umfjöllunarefnum og endurspegla þann fjölbreytta hóp kvikmyndagerðafólks sem tekur þátt í Stockfish hátíðinni í ár.

Sprettfiskur, í samvinnu við Símann og Kukl, haldinn á fjórum keppnisbrautum!

1/21/2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars - 3. Apríl 2022. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. febrúar næstkomandi.  Keppt verður í fjórum flokkum og mun sigurvegari hvers flokks hljóta verðlaun að verðmæti allt að 2ja milljóna kr. Markmið keppninnar er að vekja athygli á hæfileikaríku og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með veglegum verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sprettfiskur á fjórum keppnisbrautum, í samvinnu við Kukl og Símann! Talsverðar breytingar eru á Sprettfisk 2022 með það að markmiði að þjóna og vekja athygli á breiðari hópi kvikmyndagerðafólks og kvikmyndaverka. Sprettfiskur verður nú haldinn á fjórum keppnisbrautum þar sem skáldverk, heimildaverk, tilraunaverk og tónlistaverk eru aðskilin. Sigurvegarinn í hverjum flokki hlýtur verðlaunafé í boði Símans og úttekt hjá tækjaleigu Kukl. 1 - Skáldverk 5 myndir valdar úr innsendingum til keppni. Hámark 30 mínútur Ekki frumsýndar opinberlega fyrir 2021 Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt árið 2022. Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur, leikstjóri og/eða aðalframleiðandi sé íslenskur. Verðlaunafé: 1.000.000kr Tækjaleiga: 1.000.000kr 2 - Heimildarverk 5 myndir valdar úr innsendingum til keppni. Hámark 30 mínútur Ekki frumsýndar opinberlega fyrir 2021 Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt árið 2022. Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur, leikstjóri og/eða aðalframleiðandi sé íslenskur. Verðlaunafé: 500.000kr Tækjaleiga:: 500.000kr 3 - Tilraunaverk Verk sköpuð á vettvangi myndlistar eða hreyfilistar. 5 myndir valdar úr innsendingum til keppni. Hámark 30 mínútur Ekki frumsýnt opinberlega fyrir 2021 Íslandsfrumsýning á kvikmyndahátíð skilyrði í framtíðinni. Undanþága veitt 2022. Aðeins íslensk verk koma til greina eða að höfundur sé íslenskur. Verðlaunafé: 250.000kr Tækjaleiga: 250.000kr 4 - Tónlistaverk Listræn tónlistarverk gerð við frumsamið lag. 5 listræn tónlistarmyndbönd valdin úr innsendingum til keppni. Ekki frumsýnt opinberlega fyrir 2021 Aðeins íslensk tónlistarmyndbönd koma til greina eða að leikstjóri sé íslenskur. Verðlaunafé: 250.000kr Tækjaleiga: 250.000kr Verðlaunafénu fylgir skilyrði um þátttöku í sérstakri Sprettfisk verðlaunasýningu hjá Símanum þar sem allar verðlaunamyndirnar verða sýndar saman bæði í línulegri dagskrá og á veitunni í allt að 12.mánuði. Fyrirspurnir sendist á info@stockfishfestival.is Umsóknarform er að finna á filmfreeway.com/Shortfish

Úrslit Sprettfisksins 2021 kynnt

5/31/2021

Í gær var lokakvöld Stockfish kvikmyndahátíðarinnar í Bíó Paradís og sigurvegari í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskurinn kynntur. Dómnefndina skipuðu Marina Richter blaðamaður og kvikmyndarýnir, Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri og Grímur Hákonarson handritshöfundur og leikstjóri. Öll voru þau sammála um að valið hafi verið óvenju erfitt og engin ein mynd borið höfuð og herðar yfir aðrar. Þó komust þau að niðurstöðu að lokum og úr varð að kvikmyndin Spaghetti/Spagettí eftir Egil Gauta Sigurjónsson og Nikulás Tuma Hlynsson fengi sérstaka viðurkennningu en sigur úr bítum bar stuttmyndin Kitchen By Measure/Eldhús eftir máli eftir Atla Arnarsson og Sólrún Ylfu Ingimarsdóttur. Atli og Sólrún hljóta fagran verðlauna grip eftir systkinin Marsibil og Róbert Kristjánsbörn sem og 1.000.000 króna úttekt frá Kukl í tækjaleigu sem mun koma sér að góðum notum við gerð næstu myndar. Hér fyrir neðan má svo sjá umsagnir dómnefndar um báðar myndirnar. Umsögn dómnefndar um Eldhús eftir máli Að fanga anda þess klassíska hefur aldrei verið einfalt verk: að vera trúr söguþræði en þó gefa myndinni einstakan blæ sem gerir áhorfið einstætt og eftirminnilegt. Verkið er tæknilega óaðfinnanlegt með áherslu á minnstu smáatriðin ásamt fallegri kvikmyndatöku og innrömmun. All þetta, sem og góður dass af vitsmunalegum húmor í undiröldu hennar, gerir það að verkum að áhorf myndarnir verður afar heillandi. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Eldhús eftir málieftir Atla Arnarsson og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur verðlaun Sprettfisksins 2021. Annar leikstjóra Spaghetti Egill Gauti en Nikulás komst ekki á verðlauna afhendinguna. e Sérstök viðurkenning: Spagettí Óhefðbundin spennumynd úr undirheimum Kópavogs, full af lífsgleði og sköpunarkrafti. Höfundar brjóta flest lögmál kvikmyndagerðar á afar snyrtilegan hátt svo úr verður ógleymanleg upplifun. Af þessum ástæðum veitir dómnefnd Spagettí eftir Nikulás Tuma Hlynsson og Egil Gauta Sigurjónsson sérstaka viðurkenningu. Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri hélt ræðu og Tinna Hrafnsdóttir tilkynnti úrslit dómnefndar. Sérstakar þakkir fær Kukl sem er aðal styrktaraðili keppninnar.

Masterklassi með Isabelle Fauvel í Bíó Paradís!

5/25/2021

Evolution of relationships between the worlds of literature and cinema across Europe Since the beginning, both worlds, both industries have been nurturing each other, yet, many of the bridges have only been created recently as directors and producers all end up being confronted to adaptation one day or the other. Publishers and right holders, on their side, see a great opportunity not to be neglected in selling their rights. Still, finding the right book to adapt at the right moment in one’s career and on a fair budget isn’t always easy. Between both worlds, facilitators try to come up with solutions. After gathering experience as a producer, Isabelle Fauvel created Initiative Film in 1993 : the first company dedicated to film development. Since then, she is the privileged partner of writers, directors and producers for all matters on projects and talents development around the following activities: talent scouting, books scouting , scriptwriting consultancy, story editing and insightful advising during the whole project gestation period. As such, she hold talks regularly in events such as the Crossroads Forum of Thessaloniki, Sofia Meeting and within the Toronto International Film Festival where she has been a mentor for the Studio and Talent Lab.,She is also a speaker at University and cinema schools like FAMU in Prague, Kask in Gent... She works as an expert for MFI (Mediterranean Film Institute), for ACE Producers and for a large number of Euromed programmes, including creating training programmes on demand all over the world. But she also ventures into the world of publishing where she facilitates book adaptations: Etonnants scénarios / Bamako, AdaptLab within the Torino Film Lab for example. She also collaborates with Shoot the Book!, the crime novel festival Quais du Polar in Lyon or Livres sur les Quais in Switzerland. Her will is to contribute to the circulation of ideas and talents and to enrich the field of film development. Initiative Film has been scouting for Jerusalem International Film Lab since its creation in 2012. Venue: Bíó Paradís - Room 2 Wednesday 26th of May at 16:30 Duration 60 - 80 min The masterclass is held in English! Free admission!

Sonur leikstýrir föður sínum í mynd byggðri á sögu föðursins.

5/17/2021

Á flotta undan eigin alkóhólisma og erfiðum aðstæðum í Venezuela, hörfar Roque inn í Amazon frumskóginn til að gera upp kofa sem hann byggði á hamingjusamari tímabili í lífinu. Hann hittir gamla vini í frumskóginum en hægt og rólega breytist ásetningur hans þegar loforð um gull kemur upp á yfirborðið og hann byrjar að upplifa fráhvörf frá áfenginu. “La Fortaleza” er byggð á sannri sögu föður leikstjórans sem leikur sjálfan sig í myndinni. Myndin hefur hlotið samtals 15 tilnefingar og unnið 10 verðlaun, þar á meðal besta myndin á Nador kvikmyndahátíðinni og á hátíðinni í Róm. "La Fortaleza" er öflug myndlíking á ástandinu í Venezuela. Leikarnir í myndinni eru ekki faglærðir og búa við aðstæður sem myndin sýnir vel. Þetta er róttæk og kraftmikil mynd sem lætur engan ósnortinn. “Ég finn mjög sterklega fyrir því sem er í gangi í Venezuela í dag”, segir Jorge Thielen Armand, leikstjóri myndarinnar í viðtali við iffr.com. “Námurnar sem eru í myndinni eru raunverulegar námur. En á sama tíma vil ég að áhorfendurnir viti ekki hvað er raunverulegt og hvað ekki. Það tengist töfrum Venezuela. Það getur allt í einu verið hestur í garðinum þínum eða inn í miðri borg, eins og í “La Soledead” ( fyrri mynd leikstjórans). Svona hlutir gerast í raun og veru þarna.” Takmarkaður miðafjöldi hér!

Leikstjóri sakfelldur fyrir "áróður gegn herstjórninni".

5/14/2021

Núverandi stjórn í Íran skyldar alla karlmenn til að gegna tveggja ára herþjónustu. Án þess að uppfylla skylduna njóta þeir ekki ákveðinna réttinda í samfélaginu né vegabréf til að geta ferðast frjáls um heiminn. Þýska kvikmyndin „There is no Evil“, varpar ljósi á þá togstreitu sem herskyldan veldur innra með mönnum með fjórum ólíkum smásögum. Sögurnar fjórar fjalla um mismunandi íranska menn sem þurfa að horfast í augu við dauðann og íranska dauðarefsingu. Rólyndur fjölskyldufaðir í höfuðborginni gerir allt sem gera þarf til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Ungur maður sem er nýbyrjaður í hernum og áttar sig á því að hann þurfi að skilja eigin siðferðiskennd eftir heima. Hermaður í leyfi frá störfum í nokkra daga neyðist til að horfast í augu við gjörðir sínar. Að lokum saga um par á flótta og frænku þeirra sem heimsækir þau frá Þýskalandi. „There is no Evil“ vann gullna Berlínarbjörninn sem besta kvikmyndin árið 2020. Mohammad Rasoulof leikstjóri og framleiðandi myndarinnar gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þann 4. mars 2020 var Rasoulof dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þrjár kvikmyndir sínar, sem samkvæmt yfirvöldum þar skapaði „áróður gegn yfirvaldinu.“ Að ráðum lögfræðinga sinna sinnti hann ekki fyrirmælunum. Í dómnum var honum einnig bannað að gera neinar kvikmyndir í tvö ár. „Þessar sögur fjalla ekki um aftökur. Ég vildi varpa ljósi á ábyrgð einstaklingsing og gjörðir hans með tilliti til þess hvort maður hlýðir eða hlýðir ekki skipunum alræðisvaldsins. Megin hugmyndin var að skapa flókið ástand þar sem myndast árekstur tveggja andstæðra siðferðislegra gilda í ríki alræðisstjórnar.” segir Rasoulof við filmcomment.com Myndin er í sýningu á Stockfish!

THE LAST ONES - Opnunarmynd á Stockfish!

5/12/2021

Við kickstörtum hátíðinni með finnsk-eistneska lapplandsvestranum Viimased eða The Last Ones. Sagan fylgir hreindýrasmölum og námumönnum í litlum bæ í Lapplandi, sem berjast milli eigin framtíðardrauma og veruleikann sem þau búa við. Leikstýrð af Veiko Õunpuu, en fyrri myndir hans skoða einnig undarleika og þyngsl tilfinninga, drauma og langana. The Last Ones kafar bæði í undurfagurt landslag og menningu Lapplands. En myndin er einstök upplifun sem breikkar bæði sjóndeilarhring skoðanna og umhverfis. Ofan á þetta leika ýmist elektrónískir tónar, cheesy 70s söngla-á-bar-slagarar eða Japönsk Kabuki leikhús tónlist, til að nefna nokkur dæmi. Undurfögur mynd á alla vegu – hljóðheimur, tónlist, kvikmyndataka og frásagnarstíll. Umsagnir: „Sound design works in tandem with the score, anchoring the film with a persistent seismic rumble which evokes not only the caverns blasted underground but also the sense of a way of life which is in the process of crumbling.“ – Screen Daily by Wendy Ide „Playing with strong contrasts between a majestic landscape of tundra and mountains, and the mediocre and almost hellish life in the savage capitalism of mining, The Last Ones paints a brutal portrait of the other side of the Lapland dream, very far from the touristic cliches of snowmobile and canoe adventures.“ – Cineuropa by Fabien Lemercier „The Last Ones works as both compelling psychodrama and handsome sensory experience. Cinematographer Sten-Johan Lill paints the majestic Arctic vistas in elegantly muted autumnal colors, with sparing use of freeze-frame lending the film’s aesthetic an agreeably retro edge.“ – The Hollywood Reporter by Stephen Dalton

Ungar upprennandi meistaraleikstýrur áberandi á Stockfish í ár!

5/12/2021

Við fjölluðum um daginn um Emerald Fennell leikstýru Promising Young Woman en síðan er hún búin að vinna til Óskarsverðlauna fyrir besta upprunalega handrit. Hún er þó ekki eina unga kvennleikstýran með sína fyrstu mynd á hátíðinni því leikstjórar Babyteeth og Spring Blossom eru líka ungar konur sem eru að gera það virkilega gott fyrir sína fyrstu mynd. Spring Blossom er eftir frönsku leikstýruna Suzanne Lindon sem allt í öllu skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í myndinni verandi aðeins tvítug. Myndin fjallar um upplifun hennar á unglingsárunum. Aðspurð hvernig það er að bæði leikstýra og leika aðalhlutverkið í sinni fyrstu mynd hefur Suzanne þetta að segja: ,,Að leikstýra og leika á sama tíma var alls ekki erfitt þar sem það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér. Ég held að ástæðan sé sú að ég var að skapa verk sem er byggt á mér. Að skrifa, leikstýra og leika var því besta leiðin fyrir mig að túlka eitthvað sem er svo nærri mér. Það var bara svona sem ég vildi gera myndina. Ég hefði ekki getað gert myndina án þess að leika sjálf í henni og ég hefði ekki getað leikið í myndinni án þess að leikstýra henni. Sagan, karakterinn og allt var svo persónulegt, of persónulegt til að setja það í hendurnar á öðrum.” Sagan fjallar um hina 16 ára gömlu Suzanne sem finnur sig ekki í kringum jafnaldra sína. Á degi hverjum á leið í skólann gengur hún fram hjá gömlu leikhúsi. Einn daginn kynnist hún þar eldri manni sem hún verður heltekinn af. Þrátt fyrir aldursmuninn finna þau eitthvað í hvort öðru og verða ástfangin. Þriðja myndin sem er fyrsta mynd í fullri lengd eftir upprennandi leikstýru er Babyteeth eftir áströlsku leikkonuna Shannon Murphy. Shannon hefur getið sér gott orð sem sviðsleikstjóri í Ástralíu en Babyteeth var einmitt upprunalega skrifuð fyrir leikhús af leikkonunni og handritshöfundinum Rita Kalnejais. Þótti verkið svo myndrænt að ákveðið var að gera úr því kvikmynd. Sagan fjallar í stuttu í máli um það hversu gott það er að vera á lífi og hversu langt við erum tilbúin að ganga fyrir ástina. Milla er ung stúlka með krabbamein sem býst ekki við að verða langlíf. Líf hennar tekur óvænta stefnu þegar hún verður ástfangin af Moses sem er smákrimmi og dópsali. Foreldrar Millu eru miður ánægð með sambandið en Milla finnur fyrir óþekktri lífsþrá sem fær hana til að lifa lífinu eins og enginn sé morgundagurinn. Þótt mikil óánægja ríki í fjölskyldunni með nýja tengdasoninn þá er lífsorkan hennar Millu svo smitandi að hún vekur hennar nánustu til umhugsunar um raunverulegan tilgang lífsins.  Takmarkaður miðafjöldi á Babyteeth hér. Takmarkaður miðafjöldi á Spring Blossom hér.

"Eins og Pollock verk málað með blóði, svita og tárum"

5/11/2021

Það er ekki kvikmyndahátíð nema að hafa pönkað svart tónlistar gamandrama á dagskránni! “Dinner in America” er búin að fá glimrandi dóma gagnrýnenda sem og áhorfenda. Margir vilja meina að húmorinn sé í anda költ klassíkinnar “Napoleon Dynamite.” Myndir segir frá pönk rokkara sem er á flotta og ungri konu sem er hugfangin af hljómsveitinni hans. Þau verða ástfangin og fara saman í epíska ferð um niðurnýdd úthverfi miðvesturríki Bandaríkjanna. Myndin er skrifuð og leikstýrð af Adam Rehmeier sem ólst upp sjálfur í miðvesturríkjunum og margt sem kemur fram í myndinni er dregið úr lífi hans, þótt vissulega fyndið sé. Myndin sló í gegn þegar hún var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátiðinni í janúar 2020 og fögnuðu áhorfendur þar myndinni óspart. Myndin er búin að vera sýnd á kvikmyndahátíðum um heim allan síðan., t.d. í Úkraníu, Svíþjóð, Kanada, Eistland og Pólland. “Að sjá viðbrögðin frá svona mörgu fólki fannst mér frábært. Það kom mér á óvart hversu margir gátu tengt við myndina. Ég hélt upprunalega að fólk á aldrinum 18-30 ára myndu bara getað tengt við hana en hún virðist eiga erindi við eldri kynslóðina líka. - Adam Rehmeier, leikstjóri myndarinnar í viðtali við cinetopiafestival.org „This film fucking rocks! Like a Pollock painting made of blood sweat and tears“ – Filmsnobreviews.com Myndin verður í sýningu á Stockfish!

Upprisa & hnyggnun & seinni upprisa hipp hopp stjörnu.

5/11/2021

Frá Svíþjóð kemur grípandi heimildarmynd, “Yung Lean: In My Head”, sem segir frá lífi sænska rapparans Yung Lean sem varð stórstjarna á einni nóttu eftir að hann gaf út “Ginseng Strip 2002” á YouTube, sem frá og með í apríl 2021 er búið að fá 32 milljón áhorf. Eftir að hann gaf það lag út grípti hann athygli tónlistarmanna á borð við Frank Ocean, Travis Scott og Justin Bieber. Myndin segir hans sögu, um hvernig það kom til að hann uppgötvaði hipp hopp, tónleikatúrinn hans um Bandaríkin og eiturlyfjaneyslu sem fylgdi í kjölfarið. Myndin er einstaklega einlæg og fer i gegnum hvernig frægð getur í mörgum tilvikum eyðilagt mannsálina líkamlega og andlega og hvernig maður rís uppúr því. Myndin er leikstýrð af Henrik Burman og var tilnefnd sem besta heimildarmyndin á Stockholm International Film Festival 2020. “Það var ótrúlega gaman að segja söguna hans, það var eins og hann varð aldrei pirraður á því ferli. Hann er mjög ákveðinn í því sem hann gerir, hvort sem það er listinn eða hvernig hann kemur fram í fjölmiðlum. Hann verður alltaf Jonathan fyrir mér og hann hefur farið í gegnum svo margt. Hann algjörlega heillaði mig. Hann er gömul sál og hefur lifað mörgum lífum áður. Hann samt fer sínar eigin leiðir.” Henrik Burman, leikstjóri myndarinnar í viðtali við newsbreezer.com Áhugafólk um hipp hopp tónlist verða ekki sviknir yfir þessari mögnuðu sögu! Takmarkaður miðafjöldi hér!

Verðlaunaðar heimildarmyndir - Nordisk Panorama Focus

5/11/2021

Í sérstökum dagskrárlið sýnir Stockfish tvær verðlaunaðar heimildarmyndir frá Nordisk Panorama. The Painter and the Thief Besta Norræna Heimildarmyndin eftir Benjamin Ree Umsögn dómnefndar: Verðlaunin renna til myndar sem var áskorun fyrir dómnefndina og opnaði fyrir samtal um kvikmyndaformið sjálft. Myndin fjallar um flókið samband, þetta er saga um sjálfseyðandi hrifningu og pervertisma í rómantíkinni, en einnig fyrirgefningu. Uppbyggingin sem sögð er með óaðfinnanlegri klippingu, afhjúpar flókna sálfræði tveggja aðalpersóna myndarinnar. Tökuferlið er hér liður í tvískinnungi þessa sambands sem knúinn er af ánægjunni að sjást með augum einhvers annars. Hrá og skýr. Þetta er hreint bíó! Colombia In My Arms - Ný Norræn Rödd eftir Jenni Kivistö & Jussi Rastas Umsögn dómnefndar: Þessi mynd færir okkur á marga mismunandi staði og tilfinningar innan eins lands. Hún færir okkur meðal vopnaðra skæruliða í frumskóginum, hún færir okkur á ganga pólitískrar ákvarðanatöku og hagsmunagæslu, hún færir okkur á kóka-plantekrur fátækra bænda og það færir okkur að höfðingjasetri meðlims gömlu forréttindaelítunnar. Hún sýnir okkur hvernig ójöfnuður ríkra og fátækra heldur áfram að aukast. Og nánast ósýnilega, smátt og smátt, gerir myndin yfirlýsingu sína skýra og mótar kenningu um hvernig samfélagið starfar. Ekki aðeins í því landi sem er í brennidepli myndarinnar heldur í heiminum almennt.

Myndirnar sem keppa í Sprettfisk 2021!

3/24/2021

Markmið Sprettfisks er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum tækjabúnaði fyrir næsta verkefni. Sprettfiskur tók breytingum á síðasta ári þegar skilyrði um Íslandsfrumsýningu var aflétt og allar myndir sem voru opinberlega frumsýndar á árinu áður (2019) og síðar tekið þátt. Við þetta jókst innsendingar fjöldi til muna og voru hátt í 40 myndir sendar inn í fyrra. Yfir 50 myndir voru sendar inn nú í ár, frumsýndar 2020 eða síðar. Það er greinilega mikið af upprennandi hæfileikafólki sem Ísland elur og var því tekin ákvörðun um að bregðast við og hækka keppenda fjölda í Sprettfisk upp í 12 myndir. Með því vill Sprettfiskur kynna til leiks fleira efnilegt kvikmyndagerðarfólk sem er það sem Sprettfiskurinn snýst um.  Í dómnefnd 2021 sitja Marina Richter blaðamaður og kvikmyndarýnir, Ragnar Bragason leikstjóri og Tinna Hrafnsdóttir leikkona og leikstjóri. Eftirtaldar 12 myndir keppa í Sprettfisk í ár: ,,Allir hundar deyja’’ - Leikstjóri - Ninna Pálmadóttir, sigurvegari Sprettfisks í fyrra. ,,Animalia’’ - Leikstjóri - Rúnar Ingi ,,Blindhæð’’ - Leikstjóri - Daníel Bjarnason ,,Bussi/Baba’’ - Leikstjóri - Bahare Ruch ,,Jökull’’ - Leikstjóri - Axel Frans Gústavsson ,,Lífið á eyjunni’’ - Leikstjóri -Viktor Sigurjónsson ,,Mánudagur’’ - Leikstjóri - Bergur Árnason ,,Milli tungls og jarðar’’ - Leikstjórar - Anna Karín Lárusdóttir & Hekla Egils ,,Spagettí’’ - Leikstjórar - Nikulás Tumi & Egill Gauti Sigurjónsson ,,Þetta ætti að batna?’’ - Leikstjóri - Alex Snær Welker Pétursson ,,Dalía'' - Leikstjóri, Brúsi Ólason ,,Eldhús eftir máli'' - Leikstjórar - Atli Arnarsson og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Little Kingdom - alheimsfrumsýnd á Stockfish! Slavnesk, Íslensk framleiðsla

3/23/2021

Little Kingdom sem meðal annars er framleidd af Loki Film í eigu Sæmundar Norðfjörð verður alheimsfrumsýnd á Stockfish þann 12. Apríl. Tónlist myndarinnar er samin af íslenska tónskáldinu Valgeiri Sigurðssyni. Little Kingdom er alþjóðlegt samstarfsverkefni en að framleiðslu myndarinnar kemur fólk frá níu löndum: Slóvakíu, Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Króatíu, Tékklandi, Ungverjalandi og Austurríki. Myndin er byggð á leikverkinu EPIC og er sögusviðið Slóvakía árið 1944. Ung kona að nafni Eva vinnur í verksmiðju sem er í eigu hrokafuls miljónamærings. Áræðir konan sér að láta lítið fyrir sér fara og lifa af þar til eiginmaður hennar snýr aftur heim úr seinni heimsstyrjöldinni. Einn daginn birtist hann svo eftir að hafa yfirgefið hersveit sína í von um að hann og Eva geti haldið áfram með sitt fyrra líf. En þá er allt breytt. Myndin er tekin í gamalli verksmiðju í slavneskri sveit en ákveðið var að gera myndina á ensku til að skapa alþjóðlega stemningu og söguna aðgengilegri fleiri þjóðum þar sem sagan er bæði staðbundin og alþjóðleg í eðli sínu. Við skiljum öll ást og erfiðleika og eigum við öll sameiginlegt að vera fær um hið óhugsanlega til þess að lifa af. Til að ná fram þessum alþjóðlegu áhrifum voru bæði breskir og slavneskir leikarar fengnir í hlutverkin en þess má geta að leikaravalið var í höndum Nancy During sem meðal annars sá um leikaraval í James Bond, Casino Royal og Mission Impossible. Prufurnar voru langar og strangar og mikið lagt upp úr að finna rétta manneskju í hvert hlutverk. Eins og áður hefur komið fram þá er tónlist myndarinnar eftir Valgeir Sigurðsson en á meðal þeirra mynda sem hann hefur áður komið að eru Being John Malkovitch, Draumalandið og Drawing Restraint 9.

Pinocchio sem sýnd er á Stockfish tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna!

3/19/2021

Það verður sannkölluð veisla á Stockfish þetta árið. Pinocchio í leikstjórn Matteo Garrone er þriðja myndin á hátíðinni sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna. En myndin er tilnefnd fyrir bæði bestu búningahönnun og svo hár og förðun (vann bæði) enda er myndin einstakt konfekt fyrir augað. Hér er kannski klassísk saga á ferðinni sem hefur verið margsögð en í þetta sinn með ferskri nálgun og framsetningu. Myndin er tekin í einstöku landslagi Ítalíu og er sjónrænt mikið lagt í hvern einasta ramma. Þegar leikstjórinn var aðspurður af hverju að koma fram með enn eina Gosa myndina svarar hans meðal annars: ,,Gosi er svo rótgróinn í Ítalskri menningu. Sagan hefur verið þýdd á 240 tungumál og er enn ein af 50 mest seldu sögum veraldar. Allir þekkja Gosa. Ást mín á Gosa var ekki ást við fyrstu sýn en hann hefur fylgt mér síðan ég var strákur. Ég á ennþá fyrsta söguborðið “storyboard” mitt sem ég teiknaði og litaði sem barn sem var einmitt um Gosa. Það er ein verðmætasta minningin mín.” Eins og áður segir er Pinocchio í leikstjórn Garrone tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna en í einvalaliði þeirra sem að myndinni standa má finna tvo fyrrum Óskarsverðlaunahafa. Mark Coulier, sem sér um útlitshönnun á persónum myndarinnar, hefur áður hlotið tvenn Óskarsverðlaun og svo er það enginn annar en Roberto Benigni sem fer með hlutverk Gepetto en hann hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í “Life is Beautiful” árið 1997 sem hann einnig leikstýrði. Roberto hefur verið margverðlaunaður fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar í gegnum tíðina bæði sem leikstjóri, framleiðandi og leikari. Svona til að nefna eitthvað af hans einkar langa metorðalista þá var hann tilnefndur til Nóbels fyrir framlag sitt til bókmennta árið 2007. Pinocchio er eins konar lokahnikkur leikstjórans á listrænu ferðalagi hans um ævintýraheiminn sem hann hóf með mynd sinni Tale of Tales árið 2015 sem skartaði stjörnum eins og Salma Hayek, Vincent Cassel, John C Reilly and Toby Jones.

Promising Young Woman -Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna og sýnd á Stockfish!

3/17/2021

Við höldum áfram að kynna glæsilega dagskrá en Promising Young Woman í leikstjórn Emerald Fennell verður sýnd á hátíðinni. Ásamt 5 Óskars tilnefningum hefur myndin fengið 171 tilnefningu og 83 verðlaun út um allan heim. Uppfært: Myndin vann Óskar fyrir besta frumsamda handritið. Hægt er að kynna sér nánari lista hér. Promising Young Woman er frumraun ensku leikkonunnar Emerald Fennell sem getið hefur sér gott orð fyrir leik sinn í The Danish Girl, Anna Karenina og þekktum sjónvarpsþáttaröðum á vegum BBC eins og Call The Midwife og The Crown. En hæfileikar hennar liggja greinilega ekki bara á leiklistarsviðinu því Emerald bæði skrifar og leikstýrir myndinni og geta fáir státað sig af þvílíkum viðtökum fyrir sína fyrstu mynd. Þau Óskarsverðlaun sem myndin er tilnefnd til eru: Besta mynd, besta handrit, besta leikkona í aðalhlutverki, besta leikstjórn og besta klippingin. Sagan fjallar um unga konu að nafni Cassie sem býr enn hjá foreldrum sínum þrátt fyrir að vera að nálgast þrítugt. Líf hennar virðist ansi lítilfjörlegt og tilbreytingarlítið við fyrstu sýn en á daginn starfar hún sem þjónustustúlka og skenkir ódýru kaffi í bolla gesta á lítilfjörlegu kaffihúsi. Á nóttunni breytist hún hins vegar í rándýr sem þræðir bari og næturklúbba uppástríluð í leit að mönnum sem nýta sér ástand ósjálfbjarga drukkinna kvenna. Cassie er leikin af Carey Mulligan sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni og hefur nú þegar landað 23 verðlaunum á öðrum hátíðum fyrir frammistöðu sína. Promising Young Woman er sannkallað ofurkonu framlag inn í kvikmyndabransann þetta árið og er eins gott að tryggja sér miða því færri komast en vilja!

Þrjár myndir á Stockfish í forvali fyrir Óskarinn

3/12/2021

Þótt að heimsfaraldur standi yfir og Stockfish verði með eilítið breyttu sniði í ár þá þarf enn meira til að ekki sé hægt að stóla á margverðlaunaðar hágæða myndir á hátíðinni. Því er vel við hæfi að ríða á vaðið við kynningu dagskrárinnar í ár með þremur margverðlaunuðum myndum sem allar eiga það sameiginlegt að hafa verið valdar í 15 mynda forval til óskarsverðlaunanna í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin. Myndirnar þrjár eiga það allar sameiginlegt að vekja með einhverjum hætti athygli á misskiptingu og óréttlæti í heiminum. Viljum við fyrst nefna “La Llorona” en hún er búin að sópa að sér bæði tilnefningum og verðlaunum. Alls 42 tilnefningar og þar af 15 verðlaun. Myndin er flokkuð sem hryllingsmynd en daðrar á sama tíma við töfraraunsæi þar sem fléttað er saman raunverulegum sögulegum atburðum og einni frægustu goðsögn Guatemala, La Llorona. La Llorona Einn ábyrgðarmanna þjóðarmorða í Guatemala, Enrique hershöfðingi er leiddur fyrir réttarhöld og látin svara til saka. En þegar réttarhöldin eru dæmd ógild leysist vofa La Llorona úr læðingi þar sem hennar týnda sál vafrar um heim hinna lifandi með þeim afleiðingum að Enrique heyrir óp hennar um nætur. Áhugaverð nálgun á sögulegan atburð með því að flétta hann með hrollvekju ívafi en samt ekki, því hvað eru þjóðarmorð annað en hryllingur í sjálfu sér? Sun Children Næst viljum við nefna kvikmyndina “Sun Children” sem kom út fyrir stuttu síðan en er samt sem áður komin með 5 verðlaun og aðrar 9 tilnefningar. Þar af tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum ásamt tilnefningu til Golden Lion. Myndin fjallar um háalvarlegt mál út frá sjónarhorni barnungra drengja sem gefa myndinni létta tóna inn á milli. Ali, 12 ára drengur sem vinnur hörðum höndum við að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Einn daginn er Ali treyst fyrir að sækja fjársjóð sem er falinn neðanjarðar. Til að komast í nálægð við fjársjóðinn skrá Ali og vinir hans sig í skóla sem ætlaður er fyrir götubörn nálægt staðnum sem fjársjóðurinn er falinn. Hinn kornungi leikari Roohollah Zamani hefur vakið mikla athygli sem upprennandi stjarna og vann til að mynda verðlaun fyrir leik sinn í myndinni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. The Man Who Sold his Skin Þriðja myndin á hátíðinni sem bíður tilnefningar til Óskars er “The Man Who Sold his Skin” sem bæði er skrifuð af og í leikstjórn Kaouther Ben Hania. Hefur myndin vakið heilmikla athygli, fengið tilnefningar og verðlaun, meðal annars fyrir handrit. Sam Ali er hvatvís ungur maður frá Sýrlandi sem flúði stríðsþjáð heimaland sitt til Líbanon. Þegar leið hans liggur svo til Evrópu til að setjast þar að með ást lífs síns ákveður hann að leyfa einum fremsta nútímalistamanni veraldar að húðflúra bak sitt. En sú ákvörðun að breyta bakinu í framúrskarandi listaverk á hins vegar eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir Sam og það sem átti að vera ávísun á frelsi reynist hið gagnstæða.

Opið fyrir umsóknir í SPRETTFISK – stuttmyndakeppni Stockfish & KUKL!

1/4/2021

Kvikmyndagerðarfólk getur nú sent inn myndir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni Stockfish. Allar ófrumsýndar myndir eða myndir sem voru opinberlega frumsýndar 2020 og síðar geta tekið þátt. Sú stuttmynd sem valin verður besta mynd Sprettfisks fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði en Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Sigurvegari síðasta árs var Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur og hefur hún síðan farið á fjölmargar kvikmyndahátíðir og vann t.a.m. Eddu verðlaunin fyrir bestu stuttmyndina. Inntökuskilyrði Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og gerir hátíðin þá kröfu að myndirnar hafi komið út árið 2020 eða síðar. Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum. Myndin þarf auk þess að vera með enskum texta. Umsóknir sendist á stockfish@stockfishfestival.is merktar: SPRETTFISKUR, fyrir 20. febrúar ásamt meðfylgjandi upplýsingum: Nafn myndar (ef hún ber ekki enskt heiti þarf það að fylgja með)Nafn leikstjóraNafn framleiðandaLengd myndarStutt synopsis (á ensku og íslensku)ÚtgáfudagsetningHlekkur á myndina ásamt lykilorði ef þarfTengiliðaupplýsingar

Stockfish 2020 mun seint gleymast.

3/30/2020

Nú þegar hátíð er lokið á þessum skringilegum tímum langar aðstandendum Stockfish að þakka öllum sem tóku þátt, bæði gestum og þeim sem lögðu hönd á plóg til þess að gera þetta allt saman mögulegt. Stockfish 2020 mun seint gleymast. Rétt fyrir opnun leit út fyrir að við myndum setja miðasölu og aðsóknarmet ef marka mátti sölu fyrir hátíð og opnuðum við með pompi og prakt daginn fyrir samkomubann. 13. mars var svo ljóst að endurhugsa þurfti öll plön við nýjar aðstæður vegna COVID-19. Við þurftum að aflýsa öllum viðburðum með erlendum gestum þar sem ekki þótti skynsamlegt að ferðast á milli landa. Eftir stóð þó að hátíðin var farin af stað og búið að var að kaupa sýningarrétt á fjölda kvikmyndaverka. Við ákváðum að halda okkar striki með sýningar en þó með fullu tilliti til hversu margir mættu vera í hverjum sal. Við gættum fyllstu varúðar hvað varðar handþvott, þrif og sáum til þess að handspritt væru aðgengileg og nóg pláss til þess að auðveldara væri að virða 2 m regluna. Þrátt fyrir allt og allt þá voru þó nokkrir sem mættu í bíó og viljum við sérstaklega þakka gestunum okkar fyrir þolinmæðina og hversu samvinnuþýtt fólk var að fylgja reglunum. Þótt óneitanlega sé það svekkjandi að hátíðin hafi ekki getað farið fram með sínu hefðbundna sniði þá erum við þó stolt að hafa getið boðið upp á gæða kvikmyndaveislu fyrir þá sem það kunna að meta og þannig veitt einhverjum kærkomna tilbreytingu á þessum erfiðu tímum. Við hlökkum til að bjóða upp á enn betri veislu að ári liðnu sem vonandi fær að skína sínu skærasta ljósi án skugga veirufaralds um allan heim. Viljum við óska öllum góðs gengis og munum að halda fast í kærleikann og gleðina innra með okkur. Hér eru nokkrar myndir úr opnunargleðinni daginn fyrir samkomubann.

Blaðberinn í leikstjórn Ninnu Pálmadóttur hlýtur Sprettfiskinn í ár

3/23/2020

Alls voru það 6 myndir af hátt í 40 innsendum sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar þetta árið og var það einróma álit dómnefndar að Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur bæri sigur úr bítum. Eftirfarandi umsögn skýrir val dómnefndarinnar nánar: "Stundum kemur hjálpin úr ólíklegustu átt, t.d. frá littlum manneskjum sem við höfum kannski ekki veitt mikla athygli eða tekið sérstaklega eftir. Stundum geta littlar manneskjur verið einmitt það - börn. Hetja Sprettfisksins í ár er brotin og fer ekki hátt. En þrátt fyrir að bera sínar eigin sorgarbirgðar er þessi litla manneskja megnug að sýna náungakæreik og hughreysta bláókunnuga manneskju. Við í dómnefnd erum einróma í vali okkar ár. Vegna þess hvað myndmálið er sterkt og segir mikla sögu án þess að notast við mörg orð. Vegna þess hve handritið er vel útfært og setur mannleg tengsl í forgrunn. Við bætist svo einstakt auga fyrir smáatriðum sem gera mikið fyrir söguna. Því er það okkar mat að Blaðberinn, eftir Ninnu Pálmadóttur, hljóti Sprettfiskinn í ár." Mynd úr Blaðberanum. "Stundum kemur hjálpin úr ólíklegustu átt, t.d. frá littlum manneskjum sem við höfum kannski ekki veitt mikla athygli eða tekið sérstaklega eftir. Stundum geta littlar manneskjur verið einmitt það - börn." - Dómnefnd Ninna var að vonum snortin yfir sigrinum og umsögn dómnefndar. Vegna aðstæðna fór fram látlaus verðlaunaafhending í Bíó Paradís í gær þar sem einungis voru viðstaddir aðstandendur hátíðarinnar og ljósmyndari sem festi sigurvegarann á mynd. "Ég er voðalega þakklát og meir á sama tíma. Þetta er náttla mjög hvetjandi og mikill heiður. Mér þykir ótrúlega vænt um umsögn dómnefndar og er þakklát aðstandendum hátíðarinnar hvernig þeim hefur tekist að halda sínu striki eins og hægt er við einstaklega erfiðar aðstæður." Ninna fær í verðlaun 1.000.000 kr í tækjaúttekt frá Kukl ehf. sem mun koma sér einstaklega vel við gerð næstu myndar. Nú þegar situr hún við skriftir að handriti í fullri lengd en það er aldrei að vita nema það fæðist hugmynd að annari stuttmynd. Að auki hlaut Ninna þennan forláta verðlaunagrip til eignar sem er hannaður af Marsibil G. Kristjánsdóttur og bróður hennar Róberti Daníel Kristjánssyni. Verðlaunagripurinn sem veittur er í fyrsta skipti í ár er eignargripur og hannaður af Marsibil G. Kristjánsdóttur og Róbert Daníel Kristjánssyni.

Tilkynning vegna COVID-19 veirunnar og samkomubanns! - Uppfært

3/16/2020

Kæru gestir og samstarfsaðilar Bíó Paradísar og Stockfish. Vegna samkomubanns sem yfirvöld hafa nú sett á vegna COVID-19 veirunnar, vilja stjórnendur Bíó Paradísar og Stockfish kynna breytt skipulag í húsinu meðan þetta tímabil varir. Dagskráin verður með óbreyttu sniði en við höfum takmarkað miðasölu á einstaka sýningar við þá tölu sem tryggir það að hægt sé að hafa 2 metra á milli allra gesta. Einnig höfum við merkt sérstaklega þau sæti í hverjum sal þar sem er best að sitja til að tryggja þessa fjarlægð. Auðvitað kemur fólk saman í bíó, sem eru vinir og jafnvel sambýlisfólk og vill kannski sitja saman. Við biðjum gesti okkar að fylgja almennri skynsemi þegar kemur að þessu. Við höfum merkt svæði við veitingasöluna sem fólk má standa og við biðjum alla um að reyna að forðast það að það sé ofan í hvort öðru. Einnig viljum við beina því til fólks að versla miðana sína ef það getur á netinu. Við bjóðum uppá spritt og góðan aðgang að handþvotti, og biðjum fólk um að nýta sér það. Flestir snertifletir í afgreiðslu og anddyri og á salernum eru þrifnir með sótthreinsandi efni hvern klukkutíma meðan opið er. Við munum telja inn í innhleypingar á sýningar og hafa stjórn á því hversu margir eru í anddyrinu í einu. Munum að við erum öll almannavarnir og högum okkur einsog við viljum ekki smita aðra. Góða skemmtun og takk fyrir samvinnuna og þolinmæðina á meðan þetta ástand varir!

Dogma leikstýran Mona J. Hoel situr fyrir svörum á Stockfish!

3/11/2020

Mona J. Hoel, leikstjóri og handritshöfundur frá Noregi, verður viðstödd sýningu myndar sinnar Are you Leaving Already? og svarar spurningum áhorfenda eftir sýninguna. Myndin sver sig í Dogma stílinn sem naut mikillar hylli fyrir ekki löngu síðan en eldri kvikmynd eftir Monu, Cabin Fever (2000) var 19. hluti í kvikmyndaröðinni Dogme 95 í hinni alkunnu Dogma Hreyfingu. Dogma 95 kvikmyndahreyfingin snýst um að fanga raunveruleikan eins og nákvæmlega og mögulegt er. Upphafsmenn hennar voru Lars Von Trier og Thomas Vinterberg og markmiðið var að gefa leikstjórum meira frelsi til að iðka list sína án þess áhrifa og þrýstingi frá stórum kvikmyndaverum. Viðfangsefnin í Dogma eru því oft hversdagsleikinn sjálfur og ekki er þörf á flóknum kvikmyndaskotum eða tæknibrellum. Dogma 95 innheldur 10 reglur fyrir leikstjóra sem fylgja þarf til að vera trúr hreyfingunni. Are You Leaving Already? telst fara eftir öllum settum skilyrðum þar með talið að hljóta enga styrki úr neinum Ríkissjóðum. Tilangur þess er að leikstjórinn upplifi algjört tjáningarfrelsi og sé engum háður við gerð myndarinnar. Are you Leaving Already? er 87 mínútna löng og fjallar um unga stúlku að nafni Madeleine sem er leikin af Nicole Madeleine Aurdahl (Chlorox, Ammonium and Coffee). Eftir að hafa setið í fangelsi fyrir smáglæp flytur Madeleine inn í íbúð á vegum föður síns sem hefur ekki farið leynt með að hann kærir sig lítið um hana. Eins og margt ungt fólk nú til dags leitast hún því við að byggja náin sambönd við fólk utan fjölskyldu sinnar og sjá um sig sjálf. Eftir að hún flytur inn fer horgræni liturinn á íbúðinni í taugarnar á henni svo hún ákveður að ráða tvo málara til að hjálpa við að umbreyta íbúðinni. Málararnir átta sig fljótt á því að þessi stúlka þarf mun meiri hjálp en við það eitt að mála íbúðina. Því miður er saga Madeleine ekki einstök. Mörg börn eiga foreldra sem snúa við þeim baki þegar uppúr trosnar úr sambandi foreldranna. Móðir hennar er jafnfjarverandi þarf sem hún setur vinnu í fyrirrúmi yfir dótturina. Slíkur aðskilnaður getur valdið djúpum sárum sem markar lífshlaup barna. Í Are you Leaving Alrady? er aðalsöguhetjan átakanlega meðvituð um aðgerðaleysi foreldra sinna og er augljóst hversu sterk áhrif þessi höfnun hefur á hana sem persónu og hvernig hún tekst á við lífið. Myndin endurspeglar því sterkt hvernig fjarvera foreldra úr lífi barns getur haft sterk mótunaráhrif. Mona J. Hoel lærði ljósmyndun í International Centre of Photography í New York, leikhúsfræði við Oslóar Háskóla og leikstjórn í Dramatic Institute í Stokkhólmi þar sem hún naut góðs af handleiðslu Ingmars Bergmans. Hin realíska stemming í “Are You Leaving Already?” er áhrifarík og vekur áhorfendur til umhugsunar sem gerir það enn ómetanlegra að hafa aðgang að leikstjóranum sjálfum eftir sýninguna til að svara þeim spurningum sem vakna. Hægt er að kaupa með hér.

Stockfish frumsýnir - Eins og Málverk eftir Eggert Pétursson.

3/8/2020

Frumsýning á íslenskri heimildarmynd á Stockfish þar sem leikstjóri myndarinnar Gunnlaugur Þór Pálsson situr fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar. Gunnlaugur leikstýrði nú seinast þáttum um hnattræna hlýnun Jöklaland: Veröld breytinga sem kom út árið 2016. Nú tekst hann enn og aftur á við íslenska náttúru en í þetta skiptið einblínir hann á áhrif náttúru á menningu og mannlíf, en ekki öfugt. Kvikmyndin fjallar um Eggert Pétursson og verk hans en hann er einn af helstu samtímalistamönnum landsins. Eggert lýsir eigin málverkum og sköpunarferli sem hann tengir mikið við íslenska náttúru. Áhorfendur njóta einnig leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, grasafræðings, sem fléttar saman eiginleikum íslenskrar náttúru og upplifun okkar á verkum Eggerts. „Það er engin ein rétt upplifun við myndina, maður horfir á hana í tíma. Það er svo mikið af smáatriðum, maður sér aldrei eina mynd heldur þarf alltaf að koma aftur og uppgötva eitthvað nýtt. Það er eins með náttúruna en munurinn er auðvitað sá að þetta er tilbúin náttúra, hún er ekki raunveruleg.“ Þetta segir Eggert í viðtali við Rúv fyrir i8 sýningu sem hann var með árið 2017. En kvikmyndin skartar ekki eingöngu sjónrænni fegurð í formi íslenskrar náttúru og myndlistar, þar sem Atli Örvarsson semur tónlist fyrir kvikmyndina og SinFang einnig. Atli Örvarsson hefur samið tónlist fyrir myndir á borð við Hrútar, Blóðberg, The Mortal Instruments: City of Bones, sem og þáttaseríur eins og Law & Order: LA og Hraunið. En Sin Fang gaf út plötuna Sad Party í fyrra. Þannig nær myndin aukinni dýpt á íslenska listamenningu með tónum, gróðri og málverkum.

Tilkynning vegna Sprettfisks ...að gefnu tilefni.

3/4/2020

Skilyrði fyrir þátttöku í Sprettfiski breyttust á árinu. Áður þurftu myndir að vera Íslandsfrumsýndar á hátíðinni til að vera gjaldgengar, sömu skilyrði og eru sett t.d. á RIFF. Þessi skilyrði gerðu það að verkum að kvikmyndagerðafólk gat ekki sent stuttmyndir sínar inn á allar hátíðir landsins heldur þurftu að gera upp á milli. Sprettfiskur var búin til með því grunnmarkmiði að fagna því besta sem væri gangi í grasrótinni og styðja við kvikmyndagerðarfólk með styrkveitingu til vinningshafa keppninnar. Í ár var ákveðið að sleppa þessu skilyrði um Íslandsfrumsýningu og því frekar bjóða öllum stuttmyndum síðasta árs að taka þátt. Getum við þannig með vissu sagt að við sýnum allt það besta sem er í gangi í íslenskri stuttmyndagerð. Skilyrði voru sett að myndir yrðu að vera gerðar á árinu 2019 eða seinna. Við skiljum að orðaval þetta gæti hafi valdið ruglingi þar sem myndir eru yfirleitt skilgreindar út frá frumsýningu en ekki framleiðsluári þar sem framleiðsla getur átt sér stað yfir langt tímabil fyrir útgáfu, jafnvel dreift yfir nokkur ár. Réttari hefði verið að segja að myndirnar þyrftu að hafa verið frumsýndar á síðasta ári eða síðar til að vera gjaldgengar. Við teljum þó ólíklegt að þetta orðaval hafi komið að sök þar sem aldrei hafa fleiri myndir verið sendar inn á Sprettfiskinn og í ár eða hátt í 40 myndir. Margar þeirra komu út snemma á síðasta ári og er því framleiðsluár þeirra raunverulega fyrir 2019 en þær voru allar teknar til greina. Allar myndir sem sendar voru inn á Sprettfisk voru undir sama hatti hvað þetta varðar. Í tilfelli Nýr dagur í Eyjafirði, var tekið fram í umsókn að myndin hefði aðeins verið sýnd einu sinni á árinu 2018 og var sú sýning ekki opin almenningi. Eiginlegt frumsýningarár var því 2019 og var myndin m.a. sýnd á RIFF sem gerir kröfu um Íslandsfrumsýningu. Myndin var því tekin til greina rétt eins og aðrar myndir sem gerðar voru árið 2018 með frumsýningu á árinu 2019. Við biðjumst velvirðingar á því orðavali sem notað var í upphaflegri auglýsingu fyrir umsóknir í Sprettfisk sem kann að hafa valdið ruglingi. Það hefur nú verið leiðrétt til að það valdi ekki frekari ruglingi í framtíðinni. Það getur vissulega verið flókið fyrst þegar svona reglum er breytt og eitthvað ekki hugsað eða sett fram nægilega skýrt. Það er allavega orðið skýrt núna. Stockfish ákvað að halda sig við þær reglur sem valnefnd voru settar og vann eftir, frekar en að breyta þeim eftir á vegna orðavals í upprunalegu fréttinni. Það er miður ef þetta hefur hamlað einhverjum innsendingum og ef svo er hörmum við það mjög. Aftur á móti er hægt að segja að allar innsendar myndir voru metnar á sömu forsendum.

Leikstjóri og aðalleikari Arracht mæta á Stockfish!

3/1/2020

Arracht er fyrsta mynd leikstjórans Tom Sullivan í fullri lengd eftir nokkrar vel heppnaðar stuttmyndir sem unnið hafa til verðlauna á hátíðum víðsvegar um heiminn. Tom kemur til landsins til að fylgja mynd sinni eftir ásamt aðalleikara myndarinnar Dónall Ó Héalai. Aðalsöguhetja Arracht, Coleman Sharklay, er heillandi sjómaður sem yrkir litla jörð sem hann leigir af enskum óðalsbónda. Coleman er mikils metinn í þorpinu og á í góðu sambandi við óðalsbóndann. Líf hans tekur þó óvænta stefnu þegar hann ákveður að taka inn hermanninn Patsy (Dara Devaney). Sögusvið Arracht er Írland um miðja nátjándu öld 1845-1849 þegar Hungursneiðin mikla geisaði í landinu. Vegna landlægrar sýkingar brást kartöfluuppskera landsins með þeim afleiðingum að milljón manns dó úr hungri og annar eins fjöldi flúði land. Stilla úr Arracht. Fundur við óðalsbóndann tekur óvænta stefnu. Nokkru áður en hungursneyðin dynur yfir er ljóst að kartöflu gresin eru sýkt. Þegar útlit er fyrir að uppskeran muni bregðast þetta árið fer Coleman á fund Óðalsbóndans ásamt Patsy og bróður sínum til að reyna að tala hann ofan af fyrirhuguðum skatthækkunum á jörðinni. Sá fundur endar þó öðruvísi en áætlað var og framtíð Colemans virðist jafn dauðadæmd og kartöfluuppskeran þetta árið. Myndin er myrk eins og tímarnir sem sagan gerist á. Áhorfandinn fer ekki varhuga af þeim hryllingi sem plágan var sem og örlög Colemans. Sullivan endurvekur þennan sögulega tíma Írlands á einskæran hátt bæði með myndrænni túlkun og að gera myndina á upprunalega tungumálinu. Túlkunin er realísk en söguvindan minnir þó á nútíma spennutrylli. Dónall Ó Héalai er fæddur í Galway, Írlandi, sem gerir túlkun hans á Coleman einkar trúverðuga og verður órjúfanlegur þáttur í þeim realíska tón sem leikstjórinn virðist hafa sóst eftir. Arracht gefur skýra innsýn inn í óvæga sögu Írlands og hugrekkið sem sú fortíð hefur byggt upp meðal þjóðarinnar. Spennandi kostur bæði fyrir aðdáendur sögulegs drama sem og þá sem kjósa spennu. Ekki skemmir fyrir að bæði leikstjórinn Tom Sullivan og aðal leikarinn Dónall Ó Héalaí verða viðstaddir sýninguna og svara spurningum áhorfenda í kjölfar sýningarinnar. Myndin var valin besta írska myndin á Virgin Media Dublin International Film Festival og aðalleikarinn Dónall Ó Héalai hlaut auk þess Aer Lingus Discovery verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni. Myndin hlaut einnig  áhorfendaverðlaunin á Glasgow Film Festival 2020. „Premiere in Tallinn last November as part of the Black Nights International Film Festival, with critics calling the film “bracingly authentic” and “a striking feature debut”. Its Irish Premiere at the Dublin International Film Festival was met with praise from Irish critics and audiences, with the Irish Times calling it “unmissable and a beautifully crafted murder ballad” – screenireland.ie Miðar fást hér.

Leikstjóri Tolkien, Dome Karukoski, staðfestir komu sína á Stockfish!

2/26/2020

Finnski leikstjórinn Dome Karukoski hefur staðfest komu sína á Stockfish með mynd sinni Tolkien. Meðal stjarna sem prýða myndina eru Nicholas Holt (Mad Max, Xmen) sem leikur höfundinn á yngri árum og Lily Collins (To the Bone, Rules Don’t Apply) Eins og flestir vita þá skapaði J.R.R. Tolkien stórkostlegan fantasíu heim fyrir sögur sínar Hobbitan og hina margrómuðu Hringadrottinssögu. Báðar fengu frábærar viðtökur í kvikmyndaútfærslu Peter Jackson sem og teiknimyndaútgáfa Ralph Baski. Þessa stundina stendur líka yfir framleiðsla á nýjum sjónvarpsþáttum á vegum Amazon streymisveitunnar. Sögur Tolkien hafa því verið vinsælt viðfangsefni ýmissa miðla en höfundurinn sjálfur og saga hans hafa ekki verið eins mikið í sviðsljósinu. Karukoski vildi beina sjónum sínum að Tolkien ungum og þá ekki bara mótun hans sem höfundar og uppruna hinna víðfrægu sagna heldur líka reynslu hans í seinni heimsstyrjöldinni og ástinni sem mótaði líf hans. Áhorfendur munu fylgjast með Tolkien stofna félag með samnemendum sínum í kringum sameiginlega ástríðu þeirra á bókmenntum og hvernig ástir tókust með honum og Edith Mary Bratt. Einnig er farið inn á hvernig vaxandi áhugi hans á tungumálum verður kveikjan að hinum víðfrægu goðsögnum. Það er ekki lítil áskorun að gera ástsælum höfundi eins og Tolkien skil sem á svo stóran og dyggan aðdáendahóp. Margir hafa kynnt sér sögu hans og gert sér sínar hugmyndir um ævi hans út frá heimildum úr ólíkum áttum. Það er því jákvætt að reynslumikill leikstjóri eins og Dome Karukoski skuli hafa tekið verkið að sér en hann hefur hlotið alls 21 verðlaun og 17 tilnefningar fyrir fyrri kvikmyndaverk sín. Meðvitaður um hversu stór áskorun það er að fjalla um líf Tolkien ákvað Karukoski að taka fyrir yngri ár höfundarins. Karukoski hefur sagt að honum hafi fundist hann eiga meira sameiginlegt með höfundinum ungum og getað þar gert honum betri skil. Báðir ólust t.d. upp án föðurs og upplifðu sig utanvelta. Karukoski er þó ófeiminn að fylla upp í eyðurnar svo sagan flæði vel fyrir áhorfendur á sama tíma og hann reynir að vera eins trúr viðfangsefninu og mögulegt er. Realísk frásögnin gefur þó líka innsýn inn í stórkostlegt hugarflug höfundarins áður en Hringadrottinsaga er fullmótuð. Karukoski er sjálfur mikil aðdáandi Tolkien sem markað hefur útfærslu hans en þó ekki þannig að það hái frásögninni. Aðdáendur Karukoski og/eða Tolkien fá einstakt tækifæri til að spyrja leikstjórann enn frekari sprurninga eftir sýningu myndarinnar í Bíó Paradís þann 13. Mars. Tryggið ykkur miða hér.

Alþjóðleg frumsýning - A Fire In The Cold Season - Q&A

2/25/2020

Stockfish verður fyrst til að sýna myndina A Fire in the Cold Season utan heimalandsins Kanada. Justin Oakey leikstjóri myndarinnar verður viðstaddur frumsýninguna og tekur þátt í Q&A eftir sýningu. A Fire in the Cold Season fylgir svipuðu þema og fyrri myndir Justins en hann virðist einkar hugfanginn af sögusviði Nýfundnalands, sögur hans eru oftast dramatískar með dularfullu ívafi. Myndin fjallar um veiðimann og verðandi móður sem bindast óvæntum böndum þegar líkfundur gerir þau óvænt ábyrg fyrir skuldum hins látna. Þau þurfa fljótt að reiða sig hvort á annað er þau neyðast til að leggja á flótta undan harðsvíruðum útlögum. Framundan virðist ekkert öruggt nema blóðug örlög. Justin hefur haft mikla ástríðu fyrir því að segja sögur frá unga aldri. Kvikmyndaformið varð hans tjáningaleið eftir að hafa reynt fyrir sér í videogerð á unglingastigi í skóla. Þegar Justin vinnur með sögusvið Nýfundnalands vill hann vera eins sannur sögusviðinu og mögulegt er með því að sækja innblástur í þá sem eru honum næstir, bæði hvað varðar samtöl og myndrænar útfærslur. Það er viðeigandi að alþjóðleg frumsýning á A Fire in the Cold Season eigi sér stað á Íslandi vegna sögulegra og menningarlegra tengsla þessara tveggja eyja. Ísland og Nýfundaland er eyjur af svipaðri stærð og mannfjölda sem hafa báðar þurft að byggja upp sjálfbær samfélög við erfiðar veðurfarslegar aðstæður. Eftir sýninguna er einstakt tækifæri fyrir kvikmyndaáhugafólk að hitta Justin og spyrja hann frekar út í verk hans. Fire in Cold Season heldur áhorfendum hugföngnum frá upphafi til enda.

H.P. Lovecraft og Nicholas Cage á Stockfish 2020!

2/24/2020

Þá eru það frábærar fréttir fyrir Lovecraft og Nicholas Cage aðdáendur en myndin Color Out of Space sem er byggð á sögu Lovecrafts með Nicholas Cage í aðalhlutverki verður Midnight Madness sýningin á Stockfish í ár. Color out of Space er leikstýrð af Richard Stanley sem snýr aftur í leikstjórastólinn eftir gott 20 ára hlé. Síðasta mynd sem kom út í hans leikstjórn var “Hardware” sem sló í gegn innan cult heimsins á sínum tíma. Richard ólst upp í Suður Afríku þar sem móðir hans las reglulega fyrir hann sögur eftir Lovecraft. Hann var sérstaklega hrifinn af Color out of Space en hún er líka sögð vera í uppáhaldi hjá höfundinum sjálfum sem hafði þó skrifað ófáar smásögur. Í viðtali við Los Angeles Times í fyrra sagði Stanley þetta: ““ég var einmanna, skrítinn krakki sem eyddi miklum tíma í að teikna allskonar skrímsli með crayon litum” segir Stanlay með bros á vör. Að hans sögn var það hans flótti frá vandræðum sem foreldrar hans áttu í sambandi sínu. Nokkrum árum seinna tók “Color Out of Space” við þessu sama hlutverki” Stanley skrifaði handritið ásamt Scarlett Amaris og saman ákváðu þau að setja söguna upp í nútímanum í stað þess tíma sem upprunalega sagan gerist á. Sú ákvörðun virðist ekki há útkomuninni né hrifningu Lovecraft aðdáenda því Color Out of Space vann bæði Besta myndin og áhorfendaverðlaunin á sérstakri Lovecraft kvikmyndahátíð í fyrra. Í stuttu máli fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina þá er sagan um Gardner fjölskylduna sem flyst úr borg í sveit til að öðlast friðsamara líf. Raunin verður þó allt önnur því í stað sveitasælu verður líf fjölskyldunnar að litríkri martröð eftir að lofsteinn lendir í garðinum þeirra. Við ráðleggjum þeim sem vilja koma á sýninguna að tryggja sér miða sem fyrst því það verður einungis ein sýning! Tryggðu þér miða hér.

Leikstjórinn Karim Aïnouz mætir á Stockfish með verðlaunamynd sína, Invisible Life!

2/19/2020

Stockfish kynnir með stolti að hinn margverðlaunaði leikstjóri, handritshöfundur og sjónlistamaður Karim Aïnouz verður einn af gestum hátíðarinnar í ár. Hann fylgir eftir mynd sinni “Invisible Life” sem vann Un Certain Regard verðlaunin á Cannes 2019. Myndin hefur auk þess hlotið yfir 27 tilnefningar á alþjóðlegum hátíðum og þar af unnið til 14 verðlauna. Invisible life er byggð á skáldsögunni “The Invisible Life of Eurídice Gusmão” eftir Martha Batalha. Sagan hafði djúpstæð áhrif á Karim þar sem svo margt í sögunni minnir hann á móður hans og ömmu sem báðar voru einstæðar útivinnandi mæður. Í viðtali við Variety á síðasta ári lýsir hann þessu frekar: "Það hefði verið svo mikilvægt ef fólk sem hitti móður mína hefði vitað hvað hún þurfti að ganga í gegnum. Bæði hún og amma mín unnu úti. Þegar ég las bókina upplifði ég svo sterkt, vá, loksins er einhver sem talar um það hvernig lífið var fyrir konur á þessum tíma, ekki bara í Brasilíu heldur líka annars staðar í heiminum. Ég vildi votta móður minni og hennar kynslóð virðingu mína með gerð þessarar myndar." Sagan hefst um 1950 og spannar nokkra áratugi í lífi systra sem stíað var í sundur af föður þeirra þegar þær eru rétt komnar yfir tvítugt. Sannfærðar um að þær búi í sitthvorri heimsálfunni, ímynda þær sér að hin systirin lifi betra lífi. Raunin er hins vegar sú að árum saman hafa þær búið í sömu borginni og þráð að finna hvor aðra. Eins og áður hefur komið fram þá hefur myndi hlotið fjölda verðlauna og mikið lof. Bæði fyrir einstaka túlkun og djúpstæðan skilning á aðalsöguhetjunum og dramatíska útfærslu leikstjórans.

Áhrifamiklar heimildarmyndir á Stockfish - Nordisk Panorama Focus!

2/13/2020

Unnendur heimildamynda verða ekki sviknir á Stockfish því þrjár af bestu myndum Nordisk Panorama verða sýndar á hátíðinni. Aðstandendur myndanna verða gestir Stockfish og taka þátt í Q&A eftir sýningar. Þeir munu einnig taka þátt í Norrænu heimildarmyndapallborði stýrðu af fulltrúa frá Nordisk Panorama. Q’s Barbershop Opnunarmynd Nordic Panorama 2019 Q’s Barbershop vann hug og hjörtu áhorfenda og mun leikstjóri myndarinnar, Emil Langballe, fylgja myndinni eftir á Stockfish. Aðalviðfangsefni myndarinnar er rakarinn Q, í Vollsmose Danmörku og fasta kúnnar hans sem leita ekki einungis til hans til að fá flotta klippingu heldur geta þeir létt á hjarta sínu í stólnum með hvað sem þeim er efst í huga þá stundina. Myndin hefur hlotið fjórar tilnefningar sem besta heimildarmyndin á Danish Film Awards, Nordisk Panorama, Oslo Pix og CPH:DOX. https://www.youtube.com/watch?v=LoLZsLpWif8 Humanity on Trial Besta myndin að mati áhorfenda á Nordisk Panorama var Humanity on Trial eftir Jonas Bruun. Myndin fylgir ungum Dana Salam Aldeen sem ásamt öðrum vaktaði strendur Grikklands til þess að koma flóttafólki í lífsháska til hjálpar. Kvöld eitt þegar hann leitar fjölskyldu sem er týnd á sjó er hann handtekinn og gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðardóm fyrir smygl í grísku fangelsi. https://www.youtube.com/watch?v=nU7FciL1UWI Lindy the Return of Little Light Að lokum er það Lindy the Return of Little Light sem vann Best New Nordic Voice eftir Ida Persson Lännerberg en það er hins vegar framleiðandinn China Åhlander sem fylgir myndinni til landsins. Myndin fjallar um listamanninn Lindy sem hefur alltaf verið öðruvísi og aldrei passað inn í fjöldann. Vegna stöðu fjölskyldu sinnar hefur hann aldrei tjáð sig um bakgrunn sinn en nú hefur leikhús í Berlín beðið hann um koma fram sem hann sjálfur og segja sína sögu sem mun breyta öllu. https://www.youtube.com/watch?v=MjWaCmyk7Kk&t=3s

Verðlaunaðar gamanmyndir á Stockfish!

2/6/2020

Þrjár gamanmyndir hafa verið valdar inn á hátíðina sem samtals hafa hlotið 39 tilnefningar árið 2019 og unnið til fjölda verðlauna. Þykir það heldur óvenjulegt fyrir gamanmyndir en ekki er mjög algengt að myndir í þeim flokki hljóti tilnefningar einhverra hluta vegna. Þessar þrjár eru því vel þess virði að sjá og hressa upp á hláturtaugarnar í leiðinni. Extra Ordinary Fyrst má nefna myndina Extra Ordinary eftir leikstjórana Enda Loughman og Mike Ahern. Salurinn hefur gjörsamlega hlegið frá upphafi til enda á sýningum til þessa. Sagan fjallar um skyggna konu sem starfar sem ökukennari en er hins vegar ekkert endilega hrifin af þeim hæfileikum sem hún er búin. Hún ákveður þó að hjálpa ungri stúlku sem haldin er illum anda. Þykir handritið einstaklega vel skrifað og leikurinn frábær. Það er ekki að ástæðulausu sem myndin hefur tekið heim 10 verðlaun af 14 tilnefningum. Þar af tvenn áhorfendaverðlaun og nokkur sem besta myndin. https://www.youtube.com/watch?v=8V1dEsZAQyg It Must Be Heaven It must be heaven þykir einnig mikill hláturtaugakitlari en hún fjallar um palestínskan mann sem flýr heimaland sitt í leit að nýjum heimahögum. Svo virðist þó sem Palestína fylgi honum við hvert fótspor því hvar sem hann kemur er eitthvað sem minnir hann á heimalandið. Það er verðlaunaleikstjórinn Elia Suleiman sem stendur á bak við myndina sem hefur hlotið alls 9 tilnefningar og þrenn verðlaun. Myndin vann meðal annars FIPRESCI Prize á Cannes. https://www.youtube.com/watch?v=w6blvldmt6c Give Me Liberty Síðast en ekki síst er það Bandaríska myndin Give me liberty eftir Kirill Mikhanovsky. Enn ein gamanmyndin með bunka af tilnefningum. Alls 13 tilnefningar og þar af 5 verðlaun. Myndin fjallar um sjúkraflutningamann, í einni helstu aðskilnaðarborg Bandaríkjanna, sem stendur frammi fyrir snúinni ákvörðun þegar óeirðir brjótast út. Ákvörðun sem fólk, sem vill geðjast öllum og á erfitt með að segja nei, vill aldrei þurfa að standa frammi fyrir. En þetta tvennt á einmitt við um aðal söguhetjuna. https://www.youtube.com/watch?v=YR8nVCExVo4&t=41s Þessar þrjár eru tilvalið tækifæri fyrir listræna kvikmyndaunnendur að draga hvern sem er með sér með sér í bíó.

Verðlaunamyndirnar BACURAU og SYNONYMS láta engan ósnortinn!

1/30/2020

Bacurau vann dómnefndarverðlaunin á Cannes í fyrra og Synonyms Gullbjörninn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Báðar eru heldur óvenjulegar sögur með undirliggjandi pólitískri ádeilu. Synomyns, eftir Nadav Lapid, fjallar um tilvist milli tveggja menningarheima án þess að eiga í raun einhvers staðar heima. Myndin á rætur sínar að rekja til persónulegrar reynslu leikstjórans sem flúði heimaland sitt á sínum tíma. “Einn daginn var eins og það kallaði til mín rödd. Svona svipað og hjá Jóhönnu af Örk og Abraham. Ég fann að ég þurfti að fara frá Ísrael. Strax og að eilífu. Slíta mig upp frá rótum, skera á öll bönd við heimalandið og flýja örlög þess. Tíu dögum síðar lennti ég á Charles-de-Gaulle flugvellinum í Frakklandi. Ég valdi Frakkland vegna aðdáunar minnar á Napóleon, “pasjón” fyrir Zidane og Godard mynda sem ég hafði séð tveimur mánuðum áður. Ég var án landvistarleyfis og kunni einungis nokkur orð í frönsku en ég var staðráðinn í að snúa aldrei aftur heim og lifa og deyja og í París.” Þótt sagan eigi rætur að rekja til reynsluheims leikstjórans er hún langt frá því að vera endursögn á einhverju sem gerðist í raunveruleikanum. Nadav notfærir sér skáldskap og ljóðræna tjáningu til að skapa sögu sem er stærri en hann sjálfur. https://www.youtube.com/watch?v=9u1HtImIb6s&t=4s Bacurau er samstarfsverkefni vinanna Kleber Mendonca Filho and Juliano Dornelle. Hugmyndin að kvikmyndinni fæddist fyrir ellefu árum þegar vinirnir voru saman á kvikmyndahátíð í Brasilíu. “Hátíðin var tilkomumikil og í fullkominni andstæðu við umhverfið sem bar fyrir augu okkar á hverjum degi. Bacurau varð til út frá því sem við urðum vitni að og ákveðnum pirringi og löngun að ná fram hefndum á hendur fólki sem álítur fólk sem skipar þennan afskekta stað í veröldinni vera “einfalt”, “fyndið” og “viðkvæmt”. Staðreyndin er sú að fólkið sem tilheyrir þessu samfélagi er alveg jafn margbrotið og áhugavert eins og annars staðar.” Kleber og Juliano langaði að gera mynd sem þeim báðum langaði að sjá og útkoman var Bacurau. Suður Amerískur vestri sem gerist í framtíðinni í einstaklega retró framsetningu. https://www.youtube.com/watch?v=Fhjqvb60LLw Kaupa miða hér.

MONOS og THE PAINTED BIRD - fyrstu titlar Stockfish 2020 kynntir!

1/27/2020

Monos og The Painted Bird eru báðar áhrifaríkar verðlaunamyndir sem eiga það sameiginlegt að hreyfa hressilega við áhorfendum á nýstárlegan máta. Gestir Stockfish eiga svo sannarlega von á magnaðri dagskrá í ár. The Painted Bird, eftir leikstjórann Vacláv Marhhoul, hefur vakið mikla athygli fyrir áhrifaríka framsetningu. Handritið er byggt á samnefndri skáldsögu Jerzy Kosiński, um ungan dreng af gyðingaættum sem sendur er af foreldrum sínum í fóstur til frænku sinnar í Austur Evrópu til að forða honum frá ofsóknum á hendur Gyðinga. Stuttu síðar fellur frænkan skyndilega frá og drengurinn endar á flakki um harðsvíraða veröld stríðshrjáðs lands. Upptökutæknin sem notast er við er mjög sjaldgæf í dag og segir Vacláv, leikstjóri myndarinnar, þetta um ástæður þess: “Við skutum myndina á 35mm í hlutföllunum 1:2.35 á svart hvíta filmu því það er svo tilfinningaríkt format. Ekkert annað format getur fangað af svo mikilli nákvæmni bæði fegurð og ljótleika þess sem birtist á skjánum.” https://www.youtube.com/watch?v=ECUiSb2WEvU Kólumbíska kvikmyndin Monos eftir leikstjórann Alejandro Landes er einnig stríðsdrama sem hefur ekki síður vakið athygli og stillir einnig saman barnungum persónum í stríðshrjáðu umhverfi. Sagan fjallar um hóp skæruliða sem vart eru komnir af barnsaldri. Þeir hafa í haldi gísl og sitja um hann vörð á fjarlægum fjallstindi í Kólumbíu. Óvænt launsátur verður til þess að þeir þurfa að flýja inn í frumskóginn þar sem hremmingar verða þess valdandi að rækilega hriktir í stoðum hópsins og grefur undan upprunalega markmiði hans. Alejandro rýnir í kaótíska stríðsþoku frá sjónarmiði unglinga og nýtir til þess bæði vana og óvana barnunga leikara sem saman skapa grimmilegt og óútreiknanlegt umhverfi þar sem allt getur gerst. Jafnvel friður. Alejandro leikstjóri myndarinnar hefur þetta segja um hvað kveikti neistann að tilurð myndarinnar. “Borgarstyrjöld hefur geisað í Kólumbíu óendanlega lengi milli margra ólíkra hópa: mismunandi hópa málaliða, skæruliða, fíkniefnakónga, stjórnvalda og erlendra afla. Allt og allir virðast vera í hár saman og sú veika von um frið sem er í loftinu virðist aldrei verða að veruleika.” https://www.youtube.com/watch?v=disclpVzoMQ Bæði Monos og Painted Bird spila á strengi sakleysis og ofbeldis á óvægan máta en eru þó gjörólíkar myndir sem hafa báðar unnið til virtra verðlauna. Gestir Stockfish verða ekki sviknir af þessum tveimur. Fleiri spennandi titlar verða kynntir fljótlega.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR í SPRETTFISK - stuttmyndakeppni Stockfish & KUKL!

1/22/2020

Kvikmyndagerðarfólk getur nú sent inn myndir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni Stockfish. Nýbreytni er þetta árið að myndirnar þurfa ekki að vera Íslandsfrumsýndar heldur geta allar myndir sem voru opinberlega frumsýndar 2019 og síðar tekið þátt. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni. Marzibil Sæmundardóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að Stockfish hafi viljað gefa fleirum kost á þátttöku án þess að takmarka möguleika þeirra á öðrum hátíðum. "Það er mikilvægt fyrir upprennandi kvikmyndagerðarfólk að geta sýnt verk sín á fleiri en einni íslenskri hátíð. Þess fyrir utan viljum við verðlauna það besta sem var framleitt á síðasta ári en ekki takmarka okkur við ósýndar myndir." Sú stuttmynd sem valin verður besta mynd Sprettfisks fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði en Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegari síðasta árs var myndin XY eftir Önnu Karín Lárusdóttur og hefur hún síðan farið á níu kvikmyndahátíðir. Það er því til mikils að vinna og þess má geta að allar myndirnar sex sem valdar eru fara á ferðalag um Norður Ameríku og Kanada, með Taste of Iceland ári síðar, sem fulltrúar íslenskrar kvikmyndagerðar. Inntökuskilyrði Stuttmyndirnar mega vera að hámarki 30 mínútur og gerir hátíðin þá kröfu að myndirnar hafi komið út árið 2019 eða síðar. Aðeins íslenskar stuttmyndir koma til greina, eða myndir sem skarta íslenskum leikstjórum eða framleiðendum. Myndin þarf auk þess að vera með enskum texta. Umsóknir sendist á stockfish@stockfishfestival.is merktar: SPRETTFISKUR, fyrir 20. Febrúar ásamt meðfylgjandi upplýsingum: Nafn myndar (ef hún ber ekki enskt heiti þarf það að fylgja með)Nafn leikstjóraNafn framleiðandaLengd myndarStutt synopsis (á ensku og íslensku)ÚtgáfudagsetningHlekkur á myndina ásamt lykilorði ef þarfTengiliðaupplýsingar