SPRETTFISKUR

Sýningartímar:
5. mars kl 20.00 – Q&A
8. mars kl 18.00 – Q&A

Hér er hægt að kaupa miða.

 

Sprettfiskur er stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar. Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki og hvetja til frekari dáða með verðlaunum sem leggja grunninn að næsta verkefni.

Sigurvegari Sprettfisksins fær í verðlaun eina milljón króna úttekt hjá Kukl í formi tækjaleigu á kvikmyndabúnaði. Kukl er stærsta tækjaleiga landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Sigurvegarinn mun því hafa aðgang að fullkomnum búnaði fyrir næsta verkefni.

Sigurmyndin verður tilkynnt á lokahófi hátíðarinnar sunnudaginn 10. mars. Það er okkur mikill heiður að tilkynna dómnefndina í ár en í henni sitja Alissa Simon dagskrárstjóri Palm Springs IFF, Steve Gravestock dagskrárstjóri á Toronto IFF og Wendy Mitchell, norrænn fréttaritari hjá Screen International og norrænn tengiliður San Sebastian kvikmyndahátíðarinnar.

Fjöldi umsókna barst í keppnina, en eftirtaldar sex myndir voru valdar til þátttöku;

ÓLGUSJÓR (Seasick)
Telma og Baldur eru sjómenn á litlum báti í Breiðafirði. Þau eru undir mikilli pressu frá útgerðinni að skila inn afla en þorskarnir láta lítið á sér bera. Þennan dag verður sjómennskan þó að lúta í lægra haldi fyrir óuppgerðu máli sem mun draga dilk á eftir sér.
Leikstjóri: Andri Freyr Ríkarðsson
Framleiðandi: Behind the Scenes (Ásta Marteinsdóttir, Ásþór Aron Þorgrímsson, Marinó Flóvent Marinósson, Unnsteinn Garðarsson)

KANARÍ
Vala og Benni eru að kveðja Reykjavík í leit að einfaldara lífi úti á landi og standa í rökræðum um hvað framtíðin beri í skaut með sér, en ferð þeirra tekur óvænta stefnu þegar þau lenda í hörðum árekstri við annan bíl.
Leikstjóri: Erlendur Sveinsson
Framleiðandi: Helga Jóakimsdóttir

STIMULI
Dagur í lífi.
Leikstjóri: Viktor Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Óskar Fjalarsson & Viktor Sigurjónsson

BLÓÐMERI (Blood Mare)
Ung kona brýst út úr erfiðum aðstæðum og heldur á flótta ásamt vinkonum sínum. Í stuttmyndinni Blóðmeri má heyra hið hljóðlausa, en um leið háværa óp kvenna í hörðum heimi.
Leikstjóri: Dominique Gyða Sigrúnardóttir
Framleiðandi: DRIF (Baltasar Breki Samper, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Sigríður Rut Marrow.)

THE MENU
Thomas og Jane eru að prufa nýjan og dularfullan veitingastað til að krydda aðeins sambandið, en matseðillinn gæti verið meira en þau ráða við…
Leikstjóri: Atli Sigurjónsson
Framleiðandi: Atli Sigurjónsson & Nick Gonzalez

XY
Lísa, 15 ára, býr yfir stóru leyndarmáli um líkama sinn og læknasögu. Þegar Bryndís æskuvinkona hennar kemur aftur inn í líf hennar áttar Lísa sig á hve lítið hún í rauninni veit um sjálfa sig.
Leikstjóri: Anna Karín Lárusdóttir
Framleiðandi: Anna Karín Lárusdóttir

Fréttir

Sex myndir valdar til að keppa um Sprettfiskinn

Lesa meira

Stockfish kynnir kvikmyndaperlu sem lætur engan ósnortinn!

Lesa meira

Þrjár af bestu myndum ársins á Stockfish!

Lesa meira
Skoða eldri fréttir

Styrktaraðilar