WIFT (Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi - Women in Film and Television) á Íslandi býður kvikmyndagerðarfólki af öllum kynjum í drykk til þess að skála fyrir starfi félagsins síðastliðin átján ár og fagna um leið 10 ára afmæli Stockfish.
Ísland er í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu en því miður á það sama ekki við um kvikmyndaiðnaðinn hér á landi.
Í hinum fullkomna heimi væri engin þörf á félagsskap eins og WIFT.
Velkomin öll á þennan óformlega viðburð til skrafs og ráðagera um næstu skref í átt að fullu jafnrétti og inngildingu.
Hvenær getum við loks kvatt WIFT og farið að einbeita okkur að kvikmyndagerð?