Á bransadögum hátíðarinnar kynna kvikmyndagerðarmenn hér á land verk sem eru í vinnslu og sýna ókláruð verk sín. Verkefnin eru ýmist kvikmyndir eða sjónvarpsþættir í vinnslu.
Verk í vinnslu fær stuðning frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og er þetta kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðafólk til að hittast og mynda tengsl og deila hugmyndum.
Viðburðurinn fer fram í Norræna húsinu en streymt verður beint frá viðburðinum fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta í eigin persónu. Kvikmyndagerðarmönnum gefst tækifæri að opna fyrir frekari dreifingu og kynningu á verkunum.