Stockfish Festival er búið að opna fyrir innsendingar í Verk í Vinnslu. Með þátttöku gefst aðstandendum kvikmyndaverka í vinnslu til sýningar einstakt tækifæri til að kynna verkefnin sín fyrir innlendum og erlendum fjölmiðlum, framleiðendum sem og öðrum áhugasömum.
Verkefnin sem verða fyrir valinu eiga þess kost að auka dreifingar- og kynningarmöguleika bæði hér á Íslandi og erlendis.
Þátttakendur sýna 3-7 mínútna myndbrot úr verkum sínum og að því loknu taka aðstandendur myndarinnar við spurningum úr sal.
Undanfarin ár hefur þessi viðburður vakið mikinn áhuga erlendra blaðamanna og er þetta kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðarfólk alls staðar að til að hittast og mynda tengsl.
Skilafrestur innsendinga: 15. mars 2025