„Pitchið“ skiptir öllu máli. Það snýst ekki bara um að selja hugmyndina þína — heldur snýst það líka um hvernig þú kemur fram, hefur áhrif á rýmið og hvernig þú færð fólk til að trúa á þig og söguna þína. Á þessari vinnustofu verður pitchið greint í þaula: Hvað virkar, hvað ekki og af hverju?
Vinnustofan er einstakt tækifæri til að læra af þeim sem hafa verið báðum megin borðsins—hjá Netflix, Truenorth og víðsvegar í hinum alþjóðlega kvikmyndaiðnaði. Hvort sem þú ert kvikmyndaframleiðandi, handritshöfundur, listamaður eða rithöfundur … eða langar bara til þess að læra tæknina! Komdu og lærðu listina að pitcha!
Vinnustofunni stýrir Tania Zarak Quintana, þróunarstjóri hjá True North, sem áður hafði umsjón með nýjum alþjóðlegum þáttaröðum hjá Netflix.