Árið 2022 fór kvikmyndagerðarmaðurinn Mantas Kvedaravičius til, Mariupol í Úkraínu til að vera með fólkinu sem hann hafði kvikmyndað árið 2015. Kvedaravičius lést í stríðinu en eftir dauða hans ákváðu samstarfsmenn og framleiðendur að halda upp heiðri hans með því að miðla verkum hans og framtíðarsýn til áhorfenda. Verk Kvedaravičius segja á áhrifaríkan hátt hvernig ástand ríkti í Úkraínu vorið 2022 og varir því miður enn.